Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Hóteleigandi varar Íslendinga við
5

Hóteleigandi varar Íslendinga við

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Elísa Gyrðisdóttir

Veraldarkennsla fyrir börnin

Hvernig ætli það sé að ferðast til Taílands með börn á aldrinum fjögurra og eins árs? Elísa Gyrðisdóttir segir frá þeirri ákvörðun að ala börnin upp við veraldarkennslu, þar sem þau fá að kynnast lífinu á framandi slóðum.

Elísa Gyrðisdóttir

Hvernig ætli það sé að ferðast til Taílands með börn á aldrinum fjögurra og eins árs? Elísa Gyrðisdóttir segir frá þeirri ákvörðun að ala börnin upp við veraldarkennslu, þar sem þau fá að kynnast lífinu á framandi slóðum.

Veraldarkennsla fyrir börnin

Þá er komið að því, farandsirkusinn leggur af stað til Taílands í fyrramálið. Sirkusstjórarnir eru Elísa og Arnar og skemmtikraftarnir Ylfa Ísidóra, fjögurra ára, og Hlynur Leó, eins árs. Með okkur í för eru ein og hálf önnur fjölskylda. Ferðin verður mánaðarlöng og markmiðið er að soga í sig menningu, sól og reynslu, á meðan við njótum þess að vera á allan hátt á staðnum með börnunum okkar. Gefa okkur tíma til að horfa í augun á þeim, hlusta í alvöru á það sem þau segja. Það er ólíkt auðveldara að gera það í 25 stiga hita undir pálmatré heldur en í bílhurðinni á dimmum morgni, í miðjum átökum um hvað bílbeltið má vera þröngt, meðan slyddan kyssir kinn. Síðan ætla foreldrarnir auðvitað líka endurtekið í nudd og drekka úr ansi mörgum kókoshnetum á ströndinni til að reyna að ná smá hleðslu eftir svefnleysi síðustu 15 mánaða. Það hittist svo skemmtilega á að við fljúgum út á afmæli ömmu minnar, sem vill síst af öllu í veröldinni fara til útlanda. Hún á samt vegabréf sem við tókum með þegar við fórum til Vestmannaeyja. 

Þrátt fyrir að hafa flakkað óhikað um heiminn fyrir barneignir, þá væri ég að ljúga ef ég segðist hafa verið sallaróleg yfir þessu öllu í undirbúningnum fyrir brottför. Mig langar alveg að segja það, því það er miklu meira töff, en eftir að ég eignaðist börnin er tilfinningin smá eins og ég sé að fara út með hjartað í tveimur utanáliggjandi hörðum diskum. Sem reyna svo að hlaupa í burtu. Þannig að það er svolítið eins og að manneskjan sem stökk af stað í heimsreisu án áætlana um að koma aftur til Íslands, manneskjan sem fór til útlanda með 40 mínútna fyrirvara sé horfin úr höfðinu á mér, eftir að hafa nýtt síðustu fimm ár í barneignir. Í staðinn er komin einhver svona perlufestarúthverfamamma sem talar á innsoginu um hvað allt sé nú mikið vesen og hættulegt. Það er vissulega smá hliðarspor út fyrir þægindarammann að fara svona langt á óþekktan stað, pakka niðurgangsstoppandi töflum til öryggis ofan í tösku og fara upp á flugvöll í myrkrinu þegar flestir eru að skríða aftur í rútínuna og klára vondu makkintossmolana sem urðu afgangs. Á meðan margir voru að kaupa rauðkálið og fara á pósthúsið vorum við að fá stífkrampasprautur. Á meðan fólk horfði á Christmas Vacation með piparkökudallinn í fanginu var ég vakandi til tvö um nótt að lesa mér til um eitraðar marglyttur. 

„Maður þarf að gefa sér leyfi til að lifa eins stóru og opnu lífi og maður vill innst inni.“

Auðvitað er ansi margt sem maður þarf að velta fyrir sér og hugsa alla leið þegar lítil börn eru með í för, en janúarkvíðinn sem andar ísköldu ofan í hálsmálið á manni á það til að magna upp alls kyns vandamál sem ekki endilega eru til staðar. Hætta er oft svo afstæð upplifun, það er til dæmis margfalt hættulegra að senda sms undir stýri en að fara í þrjár flugvélar (mesti óttinn við flugið tengdist því reyndar meira að geta ekki haft ofan af fyrir blessuðum börnunum á leiðinni). Eins árs sonur minn sefur með sæng, sem þykir stórhættulegt á mörgum stöðum í Bandaríkjunum. Svo fann ég nú bara frekar stóra könguló á eldhúsgólfinu mínu heima, morguninn fyrir brottför! Lífið er alls konar sama hvar maður er, enda erum við ekkert að ætlast til að þetta verði auðvelt frekar en lífið almennt. Við hlökkum til að læra enn betur að treysta, víkka út sjóndeildarhringinn og fylgjast með börnunum gera það sama. Ævintýrakonan í mér öskrar af spenningi! Maður þarf að gefa sér leyfi til að lifa eins stóru og opnu lífi og maður vill innst inni. 

Ein helsta ástæðan fyrir þessu ferðalagi er að okkur dreymir um að gefa börnunum okkar „worldschooling“ uppeldi (veraldarkennslu? Það vantar íslenskt orð yfir þetta, látið einhvern vita), þar sem við ferðumst part úr ári og leyfum þeim að læra á lífið í stærra samhengi en kennslustofan og núverandi skólakerfi býður upp á. Þrátt fyrir að við séum að mörgu leyti heppin með íslenska skóla, þá sé ég sumt sem mig langar að bæta við og þar af er margt sem ég lærði sjálf af því að ferðast eða búa erlendis. Veraldarkennsla (ég ætla að stofna þetta orð bara) er ört stækkandi hreyfing sem fólk fylgir í mismiklum mæli, sumir fara á flakk einn mánuð á ári meðan aðrir selja allt sitt og lifa lífinu á ferð. Þetta ferðalag okkar er meðal annars generalprufa fyrir lítinn hóp sem hefur áhuga á að stunda þetta saman í framtíðinni. 

Ég ætla að reyna að ritskoða mig sem minnst og tala beint frá hjartanu um hvernig ferðin gengur, því ég held það græði fáir á því að fá glansmynd af svona ferðalagi. Þetta er skrifað fyrir þá sem ganga fyrir sólarrafhlöðu og eru farfuglar eins og ég, en líka fyrir þá sem nenna alls ekki að drösla óvæntum uppákomum í formi barna þvert yfir hálfan hnöttinn. Ég skal sjá um þessa umferð, hlakka til að komast að því hvernig hún verður! En nú þarf ég að drífa mig að rífa niður jólaskrautið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Hóteleigandi varar Íslendinga við
5

Hóteleigandi varar Íslendinga við

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·

Nýtt á Stundinni

Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

·
Freud, áttatíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Freud, áttatíu ára ártíð

·
Hvað er á seyði á Alþingi?

Illugi Jökulsson

Hvað er á seyði á Alþingi?

·
Hóteleigandi varar Íslendinga við

Hóteleigandi varar Íslendinga við

·
Vínið heim í hérað

Freyr Rögnvaldsson

Vínið heim í hérað

·
Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·