Stundarskráin

Nýdanskur femínismi, ljúfir tónar og bullandi tómhyggja á nýju ári

Tónleikar, sýningar og viðburðir 12.–25. janúar.

Grit Teeth útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Fjórmenningarnir í Grit Teeth hafa verið virkir meðlimir í harðkjarnasenu Reykjavíkur síðustu ár, en eru núna fyrst að gefa út sína fyrstu breiðskífu, „Let It Be“. Með þeim spila Hark, Núll, og Snowed In á þessu útgáfuhófi, en daginn eftir í R6013 rýminu halda þeir ókeypis tónleika með Dead Herring, ROHT og xGaddavírx.

Myrkraverk og Kjarval: Líðandin – la durée

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 13. janúar kl. 16.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Tvær sýningar opna samdægurs á Kjarvalsstöðum; „Myrkraverk“ er samsýning sex ólíkra listamanna af mismunandi kynslóðum, en á henni er að finna verk sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum. Á hinni sýningunni er að finna sjaldséð verk Kjarvals úr fyrri hluta starfsævi hans. Sýningarnar eru yfirstandandi til loka apríl.

Follies

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 13. og 14. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Söngleikurinn „Follies“ er byggður á samnefndri bók James Goldmans og fjallar um leikkonur sem unnu saman á sviði Weismann-leikhússins sem var rifið 1971, en þær hittast aftur 30 árum síðar, syngja saman lög og ljúga til um örlög sín. Söngleikurinn er fluttur í Breska Þjóðleikhúsinu og upptöku af honum varpað á tjaldi Bíó Paradísar.

Hatari x dada pogrom

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 13. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á fyrstu Reykjavík Goth Night tónleikum ársins eru hinir kynngimögnuðu Hatari fremst í fylkingu, en þessi gjörningapönk-hljómsveit hefur aflað sér mikils stuðnings á skömmum tíma með glæsilegri sviðsframkomu og skilaboðum sem tækla tómlausa neysluhyggju, rísandi fasisma og siðferðislega afstæðishyggju með krítíska tómhyggju að vopni. Með þeim spila tech noire-verkefnið Dada Pogrom og fleiri.

Iron & Wine

Hvar? Harpa
Hvenær? 14. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Hinn skeggprúði og einlægi Sam Beam hefur flutt poppaða folk-tónlist í rúman áratug sem Iron & Wine og gefið út sex breiðskífur á þeim tíma; hann ratar einmitt á Íslandsstrendur til að kynna nýjustu plötu sína „Beast Epic“. Með honum spilar sænska tvíeykið Pale Honey.

Snorri Helgason útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 17. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hinn vinsæli folk-tónlistarmaður Snorri Helgason fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar, „Margt býr í þokunni“, en hún hefur hlotið mjög jákvæð viðbrögð, sérstaklega þá fyrir vel heppnaða lagasmíði. Auk nýrri alþýðulaga má búast við því að heyra eldri slagara, en Snorri kemur fram með hljómsveit ásamt litlum kór.

Nýdanskur femínismi

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 23. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: Ókeypis.

Á meðan að umræður um jafnrétti og femínisma hafa skerpst á síðustu árum á Norðurlöndunum er samtvinnun gjarnan ekki til staðar og málefni fjalla oftar en ekki aðeins um aðstæður hvítra miðstéttarkvenna. Á þessu umræðukvöldi koma dönsku baráttukonurnar og femínistarnir Geeti Amiri og Natasha Al-Hariri og segja frá reynslu sinni, en þær eru af innflytjendaættum frá Afganistan og Palestínu.

Myrkir músíkdagar

Hvar? Harpa
Hvenær? 25.–27. janúar
Aðgangseyrir: 15.000 kr.

Það er komið að hinum árlegu Myrku músíkdögum, en á þeim eru spiluð helstu framsækin ný verk eftir tónskáld frá Íslandi og nágrannalöndum okkar. Í ár er lögð áhersla á tilraunakennda tónlist sem blandar ólíkum hefðum og tækni til að skapa eitthvað nýtt í svartnættinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“

Fréttir

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Pistill

„Svolítið erfið“ af því þau fylgja samviskunni

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Fréttir

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

Pistill

Efling Eflingar