Svona dreifist hækkun fjármagnstekjuskattsins

Tekjuháir á aldrinum 50 til 70 ára standa að mestu leyti undir hækkun fjármagnstekjuskattsins. Aðgerðin er „leið til að gera skattbyrðina réttlátari og auka jöfnuð“ sagði Katrín Jakobsdóttir í áramótaávarpi sínu.

johannpall@stundin.is

Hækkun fjármagnstekjuskattsins leggst að langmestu leyti á tekjuhæstu 10 prósent landsmanna, einkum ríkasta eina prósentið og fólk á aldrinum 50 til 70 ára. 

Umræddur skattur – sem leggst á vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur utan rekstrar – hækkaði úr 20 prósentum upp í 22 prósent um áramótin í samræmi við nýsamþykkt fjárlög ársins 2018.

Um leið hækkaði frítekjumark vaxtatekna einstaklinga úr 125 þúsundum í 150 þúsund krónur. Fyrir vikið munu langflestir greiðendur fjármagnstekjuskatts ekki taka á sig þyngri byrðar þrátt fyrir hækkun skatthlutfallsins. 

Gert er ráð fyrir að hækkunin skili samtals 2,6 milljörðum í ríkissjóð. Eins og Stundin hefur áður greint frá kemur þar af meira en milljarður frá tekjuhæsta eina prósentinu, þeim hópi sem tók til sín um 45 prósent prósent allra fjármagnstekna á síðasta ári. 

Í gögnum sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fékk frá fjármálaráðuneytinu þegar fjárlagafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi er að finna myndrænt yfirlit yfir dreifingu skattahækkunarinnar á tekju- og aldurshópa. 

Byggt er á skattgrunnskrá frumálagningar á einstaklinga á árinu 2017 og þannig sýndur munurinn á álagningu fjármagnstekjuskatts eins og hún var árið 2017 og hvernig álagning fjármagnstekjuskatts hefði verið á sama ári ef skatthlutfallið hefði verið 22 prósent. Á fyrri myndinni er íslenskum skattgreiðendum raðað niður í 10 hópa eftir heildartekjum, þeim tekjulægstu fyrst og þeim tekjuhæstu síðast. Síðari myndin sýnir eingöngu hækkun skattbyrðinnar eftir aldursbilum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vék að hækkun fjármagnstekjuskattsins í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld.

„Eitt af því sem blasir við er hið gríðarlega mikilvæga verkefni að sjá til þess að allir fái notið velmegunar á Íslandi. Vaxandi ójöfnuður í heiminum er af ýmsum alþjóðastofnunum metinn ógn við hagsæld en líka ógn við frið og lýðræði. Þó að jöfnuður á Íslandi hafi mælst hlutfallslega mikill í alþjóðlegum samanburði er full ástæða til að gera betur,“ sagði hún.

„Þegar glímt er við ójöfnuð er mikilvægt að líta til þess hvar ójöfnuðurinn er mestur en á Íslandi er það í eignatekjum. Þess vegna er hækkun fjármagnstekjuskatts sem samþykkt var nú fyrir áramót leið til að gera skattbyrðina réttlátari og auka jöfnuð.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·
Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

·
Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

·
71% umsókna um vernd synjað

71% umsókna um vernd synjað

·
Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·
Þegar Marvin skrapp á mótmæli

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

·
Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·