Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
3

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
5

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun
7

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
8

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·

Felldu tillögu um aukinn stuðning við barnafjölskyldur

Enginn þingmaður Vinstri grænna tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar stjórnarmeirihlutinn á Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans í gær um að skerðingarmörk barnabóta yrðu látin miðast við lágmarkslaun á næsta fjárlagaári.

johannpall@stundin.is

Enginn þingmaður Vinstri grænna tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar stjórnarmeirihlutinn á Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans í gær um að skerðingarmörk barnabóta yrðu látin miðast við lágmarkslaun á næsta fjárlagaári. 

Samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem samþykkt voru í gærkvöldi hækka fjárhæðir barnabóta um 8,5% milli áranna 2017 og 2018 og tekjuskerðingarmörk um 7,4%.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fullyrti að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar myndu „raunverulega útgreiddar barnabætur hækka um 10% á milli ára“. Til samanburðar má nefna að laun þingmanna hækkuðu um 45% í fyrra og styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka hækka um 127% samkvæmt fjárlögum ársins 2018.

Útgjöld hins opinbera vegna barnabóta eru nær óbreytt frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar sem lagt var fram í haust.  

Minnihluti efnahags- og viðskiptanefndar á Alþingi, með Oddnýju G. Harðardóttur í fararbroddi, lagði til að eftir áramót myndu skerðingarmörk barnabóta miðast við lágmarkslaun; foreldrar með lægri tekjur en 300.000 kr. á mánuði fengju þannig óskertar barnabætur. 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn tillögunni, en aðeins tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason og Bjarni Benediktsson tóku til máls þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 

Fyrr um daginn hafði þó Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra réttlætt afstöðu sína með vísan til þess að um verulega útgjaldaaukningu væri að ræða, ekki hefðu komið fram formlegar breytingartillögur frá Samfylkingunni um tekjuöflun á móti og að viðhalda þyrfti efnahagslegum stöðugleika.

„Ég kalla eftir góðu samstarfi allra flokka á þingi um það hvernig við viljum þróa áfram bótakerfin og skattkerfin til þess að tryggja betur stöðu tekjulægri hópa,“ sagði hún í gærmorgun. 

„Það hafa orðið talsvert miklar launahækkanir á undanförnum árum og það á líka við um árið 2017. Það hefur leitt til þess að þær fjárhæðir sem við áætluðum að myndu ganga út í barnabætur á árinu 2017 hafa ekki allar gengið út,“ sagði svo Bjarni Benediktsson í atkvæðaskýringu sinni seinna um daginn. „Af þeirri ástæðu lagði ríkisstjórnin nýja til við þingið að við myndum hækka viðmiðunarfjárhæðir um 8,5% og tekjuviðmiðin um 7,4% fyrir barnabætur á næsta ári. Það mun tryggja að raunverulega útgreiddar barnabætur munu hækka um 10% á milli ára.“ Þá kallaði hann eftir því að litið væri á heildarmyndina og sagði ljóst að tekist hefði stórbæta kjör barnafólks á undanförnum árum. 

Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni var á meðal stjórnarandstöðuþingmanna sem gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega.

„Hvernig getur það þótt eðlilegt á Íslandi, hinu ríka landi, að skerða barnabætur sem eiga að vera stuðningur við þá sem minnstar hafa tekjur? Hvernig getur ríkisstjórninni, ráðherrum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og öðrum, þótt eðlilegt að skerða barnabætur við 242 þús. kr. eða um 480 þús. kr. hjá hjónum? Þetta eru bætur fyrir lítil börn sem eiga ekki neitt,“ sagði hún. „Finnst ykkur í alvöru í lagi að skerða barnabætur við þetta? Við erum að leggja til smávægilega breytingu þannig að bætur til barna, fátækra barna, skerðist ekki við tekjur, heildartekjur, undir 300 þús. kr. Hvernig getiði sagt nei við þessu?“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að í breytingartillögu stjórnarandstöðunnar um barnabætur væri í raun lagt til að tekjutilfærslukerfinu yrði breytt í átt að því sem upprunalega stóð til þegar kerfið var hannað. 

„Á sama tíma hefur kerfið um fjármál stjórnmálaflokkanna verið lagfært
algerlega miðað við uppsetta áætlun,
en þar varð 127% hækkun“

„Nú er talað um rúma 10% hækkun og svo framvegis, sem er langt frá því að vera sú leiðrétting sem á þarf að halda ef miðað er við hvernig þau voru hugsuð upphaflega. Á sama tíma hefur kerfið um fjármál stjórnmálaflokkanna verið lagfært algerlega miðað við uppsetta áætlun, en þar varð 127% hækkun. Mér finnst undarlegt að þá sé ekki hægt á sama tíma að lagfæra þau kerfi sem varða tekjulægsta fólkið,“ sagði hann. 

Þar vísar Björn til þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að  auka framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka um 362 milljónir króna á næsta ári. Fjárhæðin nemur um helmingi þess sem stjórnendur Landspítalins telja að vanti upp á til að geta haldið sjó í rekstri spítalans og tryggt sjúklingum viðeigandi þjónustu á næsta ári. Samkvæmt lauslegum útreikningum þýðir hækkunin að um 90 milljónir renna aukalega til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2018, um 60 milljónir til Vinstri grænna og um 40 milljónir til Framsóknarflokksins. Samtals eru þetta hátt í 200 milljónir til stjórnarflokkanna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
3

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
5

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
5

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
5

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
4

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
5

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
6

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
4

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
5

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
6

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·

Nýtt á Stundinni

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·
Með húmorinn að vopni

Með húmorinn að vopni

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·