Pistill

Sjálfstæðisflokkurinn sýnir sitt rétta andlit

Illugi Jökulsson furðar sig á því hve fljótt Sjálfstæðisflokkurinn kastaði grímu hins mjúka kettlings.

Hvað er langt síðan ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við? Mánuður? Þrjár vikur?

Ríkisstjórnin þar sem Katrín og VG ætluðu að temja Sjálfstæðisflokkinn.

Ríkisstjórnin þar sem átti að sýna fram á að með góðvild og rökum væri hægt að breyta Sjálfstæðisflokknum úr grimmri og undirförulli forynju í mjúkan malandi kettling.

Alla vega, hvort heldur það eru þrjár vikur eða fjórar síðan Katrín stóð brosmild á tröppum Bessastaða innan um ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þá hefur flokkurinn nú þegar sýnt sitt rétta eðli.

Kettlingurinn er farinn að klóra, dýrið er afundið.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra dæmist hafa brotið lög, og ekki hvaða lög sem er, heldur lög um sjálft dómskerfið í landinu.

Málið snýst því um eitt viðkvæmasta svið stjórnsýslu í lýðræðisríki en Sigríður óð yfir það á skítugum skónum.

Hún ætti vitaskuld að segja umsvifalaust af sér.

En í allra minnsta lagi ætti hún að sýna svolitla auðmýkt.

Nei, ekki Sigríður. Ekki ráðherra Sjálfstæðiflokksins.

Hún var bara með gorgeir.

Og lýsti því yfir að hún væri nú ekki sammála dómi Hæstaréttar!

Hún lætur sér ekki duga sem dómsmálaráðherra að grafa undan trausti fólks á hinum nýja landsrétti, með því að skipa í hann fólk að eigin geðþótta, heldur ætlar ráðherrann nú að grafa undan Hæstarétti líka.

Og svo kom Bjarni Benediktsson í sjónvarpið á stysta degi ársins og tjáði sína skoðun á þessu.

Og þar sýndi hrokagikkur Engeyjarættarinnar sitt rétta andlit.

Kominn úr græna vestinu sem  hann notaði til að ganga í augun á VG.

Kominn úr ham hins mjúka kettlings.

Um er að ræða grafalvarlegt mál, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að kanna sérstaklega, og það að vonum.

En hvað segir Bjarni?

Eftir að hafa lýst sérstöku trausti sínu á Sigríði Andersen þá segir hann:

„Síðan er málið eitthvað til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem er að hefja einhverja athugun á því hvort það er eitthvað frekar til að læra af málinu, ef ég hef skilið það rétt.“

Hrokinn er ótrúlegur.

„... eitthvað til skoðunar ... einhverja athugun ... hvort það er eitthvað frekar ... ef ég hef skilið rétt.“

Bjarni hefði alveg eins getað rekið út úr sér tunguna framan í þá sem hafa áhyggjur af valdníðslu ráðherra í þessu alvarlega máli.

Og svona sýnir hann sitt rétta andlit aðeins þrem fjórum vikum eftir að hann þóttist af öllum mætti ætla að reyna að verða góður refur.

Hann þarf náttúrlega ekkert að látast lengur.

VG er komið í hnapphelduna, og Bjarni treystir á - eins og allan tímann var ætlunin - að flokkurinn hafi brennt allar brýr að baki sér gagnvart miðju- og vinstriflokkum og eigi ekki annars úrkosti en láta Sjálfstæðisflokkinn yfir sig ganga.

Svo Bjarni getur sagt og gert það sem honum sýnist.

Til lukku VG.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Tíu launahæstu forstjórarnir með 7,6 milljónir að meðaltali á mánuði

Fréttir

Yfirlýsing frá Trans Ísland vegna niðurlægjandi umfjöllunar í ósamræmi við veruleikann

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks