Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
1

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
2

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
3

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
4

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn
5

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
7

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið
8

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·

Illugi Jökulsson

Katrín fer í smiðju Hönnu Birnu

Illugi Jökulsson beið milli vonar og ótta eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur við niðurtöðu Hæstaréttar um lögbrot Sigríðar Andersen

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson beið milli vonar og ótta eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur við niðurtöðu Hæstaréttar um lögbrot Sigríðar Andersen

Ykkur að segja átti ég ekki von á að Katrín myndi krefjast afsagnar Sigríðar Andersen. Dillandi vináttan sem Katrín hafði sýnt Sjálfstæðisflokknum í stjórnarmyndunarviðræðunum var of mikil til að ég tryði því að forsætisráðherra myndi nú fara að vísa einum hinna nýju vina sinna úr ríkisstjórninni. Ekki einu sinni þótt sjálfur Hæstiréttur Íslands hefði dæmt að Sigríður hefði brotið lög þegar hún skrattaðist yfir Landsrétt fyrr á árinu og allir fordæmdu framferði hennar, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir.

Og raunar var hrokinn í viðbrögðum dómsmálaráðherra svo taumlaus að Sigríður vissi sig greinilega valdaða í bak og fyrir. Að dómsmálaráðherra, sem Hæstiréttur úrskurðar að hafi framið lögbrot og það í svo mikilsverðu máli sem snertir beint skiptingu ríkisins, að sá ráðherra bregðist við með lunta og gorgeir – ekki örðu af auðmýkt eða íhygli – það gat aðeins bent til þess að Sigríður vissi vel að starf hennar væri ekki í nokkurri hættu.

 „Þetta var billegasta og ömurlegasta „vörn“ Hönnu Birnu – að reyna að koma sökinni af vandræðagangi hennar yfir á „okkur“ sem ættum að „læra af málinu“.“

En ég bjóst þó við eða vonaði altént að Katrín myndi að minnsta kosti byrsta sig ögn, setja ofan í við ráðherra sinn, kannski kurteislega en þó þannig að ekki færi milli mála. Og ég trúði því að Katrín myndi alla vega sýna okkar Hæstarétti og okkur fólkinu í landinu þá virðingu að smala í hús þokkalegum röksemdum fyrir því að lögbrjóturinn Sigríður Andersen ætti enn heima í ríkisstjórn.

Fyrstu viðbrögð VG fólks lofuðu ekki góðu. Þau snerust mest um einhverja lagatækni, eins og það væri verkefni í prófi í lagadeildinni að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar um lögbrot dómsmálaráðherra.

Það væri alls ekki til dæmis siðferðilegt verkefni.

Loks kom Katrín sjálf í fréttirnar og tilkynnti að hún ætlaði að taka niðurstöðu Hæstaréttar alvarlega.

Já?!

Eins og eitthvað annað hafi komið til mála en að forsætisráðherra tæki alvarlega þá niðurstöðu Hæstaréttar að dómsmálaráðherra hefði brotið lög!

En svo bætti hún við að hún myndi ekki fara fram á afsögn Sigríðar Andersen. Það var nú nógu slæmt, þótt ég hafi vissulega búist við hinu versta. En hver var skýringin?

Skýringin var sú að Katrín hefði ekki farið fram á afsögn Sigríðar þegar Landsréttarmálið kom upp og því myndi hún ekki fara fram á afsögn hennar nú.

Það skiptir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Íslandi, sem sagt engu máli að í millitíðinni hefur Hæstiréttur landsins komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður hafi brotið lög.

Katrín blés á það. Hún hafði ekki persónulega farið fram á afsögn Sigríðar í sumar og myndi því ekki gera það nú.

Þetta var ferlegt að hlusta á.

En ég get svo svarið það að þegar framhaldið kom, þá munaði ekki nema því sem munaði að ég settist niður og færi að grenja.

Þetta segi ég satt, því ég er með þeim ósköpum að taka íslenska pólitík hátíðlega og ætlast jafnvel til þess að stjórnmálamenn geri það líka. En orð Katrínar bentu ekki til að hún gerði það. Því hún sagði:

„En ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir. Ég er ekki að búa þetta til.

Hún sagði að við ættum að læra af þessu.

Þetta hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir líka alltaf orðrétt þegar hún var í sem mestu tjóni í sínu lekamáli.

Þá reyndi hún að bjarga sér og klóra yfir sinn skít með því að VIÐ ættum að LÆRA AF MÁLINU.

Við!

Þetta var billegasta og ömurlegasta „vörn“ Hönnu Birnu – að reyna að koma sökinni af vandræðagangi hennar yfir á „okkur“ sem ættum að „læra af málinu“.

Það var vont að horfa og hlusta á Hönnu Birnu, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, bera þetta á borð.

Að horfa og hlusta á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Vinstri grænna, bera þetta fram til varnar Sigríði Andersen var einfaldlega hræðilegt.

Svo beit hún hausinn af skömminni með því að segja í útvarpinu í gærmorgun að það væri jú hluti af „stjórnmálamenningu“ okkar að ráðherrar þyrftu aldrei að segja af sér. Og ég held að hún hafi sagt orðrétt: „Og við breytum ekki stjórnmálamenningunni.“

Dómsmálaráðherra brýtur lög í máli sem snertir sjálft dómskerfið í landinu, bregst við með einskærum hroka en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Vinstri grænna, breytir ekki stjórnmálamenningunni.

Lengi má manninn reyna. Já, ég held ég láti það bara eftir mér að grenja svolítið. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
1

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
2

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
3

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
4

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn
5

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
3

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
5

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið
6

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
3

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
5

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið
6

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Nýtt á Stundinni

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·
Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

Af samfélagi

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

·
Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

·
Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Símon Vestarr

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·