Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Aktívistinn sem varð verkalýðsforingi

Persónulegt áfall varð til þess að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hellti sér á kaf í réttlætisbaráttu fyrir sanngjarnara samfélagi. Hann hefur verið kallaður lýðskrumari og popúlisti og segir öruggt mál að reynt verði að steypa honum af stóli. Á nýju ári hyggst hann kynna nýjar lausnir í húsnæðismálum en segir mikilvægast af öllu að afnema skerðingar í almannatryggingakerfinu. Baráttunni er því hvergi nærri lokið.

ritstjorn@stundin.is

„Þú ert alvarlegum veikindum frá því að verða öryrki og þú ert tveimur launaseðlum frá því að missa húsnæðið þitt. Það er svo skammt á milli og við pælum ekkert í þessum hlutum fyrr en við lendum á vegg. Það er samfélagslegt vandamál sem við búum við hérna á Íslandi að við látum okkur ekki málin varða fyrr en við skellum sjálf á veggnum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, aktívistinn sem tók við formennsku í VR, einu stærsta verkalýðsfélagi landsins, í mars síðastliðnum, mörgum að óvörum. Hann ætlar að halda áfram að berjast fyrir mikilvægum kerfisbreytingum, réttlátari kerfum og róttækum aðgerðum í grunnþjónustunni.

Ragnar Þór skall sjálfur á vegg árið 2007 við erfiðan vinamissi – missi sem átti eftir að breyta lífi hans til frambúðar. Ragnar skrifaði pistil um áfallið fyrr á þessu ári. Vinur hans varð bráðkvaddur í árlegri veiðiferð þeirra félaga og tók Ragnar þátt í árangurslausri endurlífgun. En það sem stakk hann mest var að eiginkona vinarins sá ekki fram á að geta staðið undir skuldbindingum þeirra hjóna eftir að síðasti launaseðillinn barst inn um lúguna. „Er það ekki frá­leitt og óboðlegt í vel­ferðarsam­fé­lagi að fjöl­skyld­um gef­ist ekki kost­ur á að tak­ast á við al­var­leg áföll og átak­an­leg­an missi án þess að hafa fjár­hags­legt þrot hang­andi yfir sér frá fyrsta degi?“ spurði Ragnar.

Baráttan hófst með tölvupóstum

Margir hefðu eflaust fyllst vanmætti andspænis flóknu, illskiljanlegu lífeyrissjóðskerfi, en einhverra hluta vegna tvíefldist Ragnar við áfallið og fylltist sterkri réttlætiskennd sem ýtti honum út í þá baráttu sem enn stendur yfir, baráttu fyrir betra samfélagi. „Ég hef oft pælt í þessu,“ segir hann og gerir stutt hlé á máli sínu. „Kannski var þetta bara mín leið til að takast á við þetta, að lenda í þessum aðstæðum. Ég er manískur að eðlisfari, spila á nokkur hljóðfæri, og varð að sökkva mér ofan í eitthvað.“

Í kjölfarið sökkti Ragnar sér á kaf ofan í lífeyrissjóðskerfið og almannatryggingakerfið. „Þetta er líklega eitt flóknasta kerfi á byggðu bóli, ég leyfi mér að fullyrða það, og það eru mjög fáir sem skilja nákvæmlega hvernig það virkar með öllum sínum skerðingum, frítekjumörkum, samspili þessara kerfa og víxlverkun kerfanna.“ Hann segir kerfin meðal annars ræna fólk sjálfsbjargarviðleitninni. „Ef það getur borið út blöðin eða póst í klukkutíma á dag, og fengið einhverja þúsundkalla, þá skerðum við nákvæmlega þá upphæð úr einhverjum öðrum vösum. Þannig að við tökum fólkið sem stendur höllustum fæti í okkar samfélagi og við spörkum í það liggjandi með ömurlegu kerfi.“

„Kannski var þetta bara mín leið til að takast á við þetta, að lenda í þessum aðstæðum. Ég er manískur að eðlisfari.“

Vandinn sé sá að kerfin eru orðin svo flókin að hinn almenni borgari skilur þau ekki. „Ef við skiljum ekki kerfin okkar þá eigum við að breyta þeim og við eigum að breyta þeim þangað til við skiljum þau. Ef við skiljum ekki kerfin sem við þurfum að leita til í neyð, sem eiga að vera okkar öryggisnet, þá eiga þau sér ekki tilverurétt.“

Það fyrsta sem Ragnar gerði til að vekja athygli á ósanngirni kerfisins var að skrifa pistla og senda þá áfram í tölvupósti. Þó ekki séu liðin nema tíu ár þá voru samfélagsmiðlar ekki orðnir jafn algengir og í dag og bloggið ekki heldur. „Mín leið til 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Við mælum með

Nýlendur unga fólksins

Nýlendur unga fólksins

·
Segir ósatt og beitir sér gegn rannsókn þingnefndar

Segir ósatt og beitir sér gegn rannsókn þingnefndar

·
Stóra mótsögnin: Aukin útgjöld og skattalækkanir en samt stöðugleiki og vaxtalækkun

Stóra mótsögnin: Aukin útgjöld og skattalækkanir en samt stöðugleiki og vaxtalækkun

·
„Kuldinn er besti vinur minn“

„Kuldinn er besti vinur minn“

·

Nýtt á Stundinni

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·
Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

Af samfélagi

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

·
Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

·
Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Símon Vestarr

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·