Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
1

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
2

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
3

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
4

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn
5

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
7

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Afmælið hennar frænku
8

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Afmælið hennar frænku

·

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar Atli Rafn var rekinn

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segir frá því sem þolendur fá yfir sig þegar þeir nafngreina geranda.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segir frá því sem þolendur fá yfir sig þegar þeir nafngreina geranda.

Ég ætti að hefja þennan pistil á að taka fram að þrátt fyrir smæð Íslands og enn fremur leiklistarbransans, þar sem ég hef unnið töluvert, þekki ég Atla Rafn Sigurðarson leikara lítið sem ekkert og hef enga slæma reynslu af honum. Enda snýst þessi pistill í raun ekki um hann, heldur um framvinduna sem hann varð óvænt aðalpersóna í.

Árið 2009 gaf ég út bók um stöðu kynferðisofbeldis á Íslandi, þar sem ég hélt því fram að þögn og skömm séu meðal þess sem viðheldur þessu útbreidda samfélagsmeini. Þetta hjó óþægilega nærri sannleikanum fyrir mig persónulega, því sjálf hafði ég þagað árum saman yfir þeirri staðreynd að fyrsti kærasti minn nauðgaði mér. Ég þurfti því að taka ákvörðun í samráði við ritstjóra minn og aðra ráðgjafa um hvort ég ætti að opinbera sjálfa mig sem þolanda í bókinni. Ákvörðunin var fjarri því auðveld, enda var mér bent á að reynsla mín yrði hugsanlega notuð til að afskrifa mig sem skemmda konu, sem sæi skrattann í hverju horni og væri því ómarktæk. Í ofanálag vissi ekki ég um neina konu sem hafði sagt frá kynferðisofbeldi sem hún var beitt af hálfu maka eða aðila sem taldist jafnoki hennar í þroska, þótt vissulega hefði Thelma Ásdísardóttir sýnt það hugrekki að rjúfa þögnina um hvernig hún var misnotuð sem barn. Ég setti því í herðarnar og bjó mig undir hvers kyns viðbrögð þegar ég lýsti kynferðisofbeldinu sem ég var beitt í bókinni, en ákvað þó að nefna gerandann ekki á nafn.

Mér til undrunar og léttis réðist enginn á mig. Þvert móti var ég hyllt sem hetja fyrir að rjúfa þögnina og hrósað fyrir hugrekkið víðs vegar á komandi árum. Samhliða þessu átti sér stað vitundarvakning í samfélaginu og Druslugangan ruddi sér til rúms ásamt Beauty tips-byltingunni. Skyndilega skiptum við hundruðum sem höfðum rætt opinberlega um reynslu okkar af kynferðisofbeldi, nokkuð sem mig hefði ekki órað fyrir einungis nokkrum árum fyrr. Um leið varð ég vör við að þolendur, sem ásökuðu nafngreinda menn, fengu ekki sams konar hrós og stuðning og ég. Þvert á móti fengu þeir yfir sig skammir, hótanir og kærur fyrir ærumeiðingar og rangar sakargiftir. Það er nefnilega auðvelt að trúa ofbeldi upp á nafnlaus, andlitslaus skrímsli, en um leið og skrímslið tekur á sig mynd einstaklings sem við þekkjum blossar tortryggnin og þolendaskömmin upp.  

Þessi sannleikur kristallaðist fyrir mér í vor þegar gerandi minn kaus að játa opinberlega að hafa nauðgað mér og staðfesti þar með sakirnar sem ég hafði borið á hann. Það brást ekki að um leið og hann var kominn með nafn og andlit hófust ásakanirnar í minn garð um að ég hlyti að vera að ljúga þessu. Þótt sjálfur gerandinn gengist umyrðalaust við ofbeldinu fór virkur í athugasemdum samt á flug um að ég hlyti að hafa skáldað þetta upp í gróðaskyni eða von um athygli. Kannski þótti þeim gerandi minn of huggulegur, of vel máli farinn, of næs til að passa við ímynd þeirra um skrímslið sem beitir kynferðisofbeldi? Þegar á reynir virðist mörgum auðveldara að ráðast á þolandann, en að ráðast á eigin ranghugmyndir og fordóma.

MetooKonur hafa opnað umræðu um kynferðislega áreitni með myllumerkinu #metoo á samfélagsmiðlum.

Þegar Atli Rafn var rekinn frá Borgarleikhúsinu voru viðbrögðin þau sömu. Ýmsir sem höfðu fagnað því að þolendur ryfu þögnina um nafnlausa gerendur urðu samstundis andsnúnir byltingunni, þegar einn hinna grunuðu var kominn með nafn og andlit. Þolendur hlytu að vera að ljúga þessu. Níu manna stjórn og framkvæmdateymi Borgarleikhússins hlyti að vera að brenna saklausan mann á báli að tilefnislausu, þrátt fyrir að bíða af því töluverðan fjárhagsskaða og ímyndarhnekki.  

Án þess að ég viti neitt um þær ásakanir sem bárust á hendur Atla Rafni veit ég að þolendur missa samstundis stóran hluta baklands síns og stuðnings þegar þeir afhjúpa geranda sinn, sem fær sjálfkrafa stöðu fórnarlambs meðal þeirra sem leggja kynferðisofbeldisásakanir að jöfnu við galdrabrennur. Sú tilhneiging afhjúpar okkur sjálf og sýnir hversu vel okkur líður í fáfræðinni og þögguninni. Sannleikurinn er sárastur sagna. En ef okkur er alvara með að uppræta það viðurstyggilega samfélagsmein sem kynferðisofbeldi er þurfum við að horfast í augu við að það er framið af fólki með nöfn og andlit. Og oft er það bæði næs, huggulegt og hæfileikaríkt. Ef við afneitum þeirri staðreynd er ljóst að stuðningur okkar nær einungis til fimm stafa myllumerkis, ekki til einstaklinganna sem þurfa raunverulega á því að halda. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
1

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
2

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
3

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
4

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn
5

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
3

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
5

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Afmælið hennar frænku
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Afmælið hennar frænku

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
3

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
5

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Afmælið hennar frænku
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Afmælið hennar frænku

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Nýtt á Stundinni

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·
Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

Af samfélagi

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

·
Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

·
Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Símon Vestarr

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·