Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Kárahnjúkavæðing Surtseyjar

Undirferli eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur.

ritstjorn@stundin.is

Það eru dularfullir hlutir að gerast í Vestmannaeyjum. Þar eru tveir vísindamenn, þau Íris og Smári, föst í óralöngum yfirheyrslum. Við vitum lengst af ekki út af hverju, enda virðast þau ekki vita það heldur. En við sögu koma dularfull veira úr Surtsey sem virðist dáin og dularfullt tæki sem Smári er með í smíðum. Seinna kemur svo í ljós að ein samstarfskona þeirra liggur í dái og þau fer að gruna Aron, sameiginlegan yfirmann sinn og barnsföður Írisar, um græsku.

Smári og Íris eru æskuvinir sem fundu hvort annað aftur – og mögulega er einhver ást núna að kvikna. En yfirheyrslurnar hafa aðskilið þau, núna segja þau tvö söguna til skiptis, ýmist hjá lögregluyfirvöldum eða sálfræðingum – en þær raddir heyrast aldrei.

Þarna liggur stærsti veikleiki bókarinnar, þetta form einfaldlega virkar ekki. Þau virðast einstöku sinnum bregðast við þeim sem eru að yfirheyra þau, en það er sjaldgæft og sjaldan sannfærandi – yfirheyrslan verður ekki jafn þrúgandi og mætti ætla en um leið eru þau einkennilega formleg í öllu orðavali. Maður hefði kannski getað skrifað það á vísindabakgrunn beggja, hugsað sér að þetta væri kennt í einhverri raunvísindadeildinni – en fljótlega kemur í ljós að þau eru ekki sérstaklega hefðbundnir vísindamenn heldur.

Mútandi vampírur

Þegar á líður koma þó umhverfisverndarþræðir bókarinnar betur í ljós. Sagan gerist í Vestmannaeyjum og bæði eru þau að rannsaka veirur úti í Surtsey. Þegar á líður fer lesandi að átta sig á að Surtsey er hálfgerður staðgengill Kárahnjúka í sögunni, óspjallaða landsvæðið sem nú er ógnað af ágangi kapítalistanna. Smári ályktar á einum stað að veiran dularfulla, yfirmaðurinn vafasami og konan hans, sem liggur í dái, séu komin með vampíruveiruna og seinna er vampírismi heimskapítalismans færður beint í orð:

„Mútupeningar eru engir smápeningar og það vita allir sem vilja vita að í kringum auðlindir og auðnir heimsins eiga sér stað mútugreiðslur, ekkert fer eftir heiðarlegum boðleiðum, leiðin er sundurgrafin af undirförlum smákrimmum og ósvífnum stórherrum sem múta og þiggja mútur. Þeir ætla að eigna sér náttúruna og einoka orkuna og auðnina, hvað sem það kostar. Hinar einu sönnu vampírur.“

Á stöku stað eru líka áhrifamiklar lýsingar á Surtsey og Vestmannaeyjum í kringum gos – en bókin finnur sér ekki almennilega fókus, hvorki fer hún alla leið í að nýta sér möguleika yfirheyrsluformsins, magna upp paranojuna og innilokunarkenndina, en það form kæfir þó einhvern veginn möguleikann á að fara alla leið í umhverfisverndardramanu sem býður þó upp á ýmsa möguleika.

Bókin snertir þó á fleiri hlutum – og eitruð karlmennska er þar á meðal (þótt vissulega séu tengifletir þar við óheftan ónáttúruvænan kapítalisma). Andlegu ofbeldi Arons gegn Írisi eiginkonu sinni er ágætlega lýst, bæði fyrir og eftir hjónaband – maður veit ekki alveg hversu alvarlegt það var og er þar álíka ringlaður og Íris sjálf, en þegar samskipti hans við alla aðra virðast sama merki brennd þá staðfestir það óljósa upplifun hennar betur.

Smári hefur svo pata af þessu – það er dálítið eins og hann óttist að Aron gæti smitað hann af erfðasyndinni sem hann tengir karlmennskuna við:

„Æ, maður er orðinn svo óöruggur með sjálfan sig sem karlmann, vitandi af karlrembunni í menningunni sem maður fæðist inn í. Sama hversu meðvitaður maður er, þá er hluti af manni í skekkju sem maður er að rétta af allt lífið.“

Dularfulla veiran og tilfinningamælirinn

Framan af virðist Íris afskaplega samviskusamur vísindamaður sem gerir allt eftir bókinni en Smári öllu villtari sveimhugi. Eftir því sem á líður tekur þó alls kyns kukl, dulspeki og norræn goðafræði við af vísindunum og á einum stað fullyrðir Smári meðal annars: „Já, en öll vísindi eru hálfgert kukl á einhverju frumstigi, ekki satt?“

Þessi umbreyting verður þó aldrei almennilega sannfærandi – og á einum stað fyrr í bókinni er hinni samviskusömu Írisi meira að segja stillt upp sem hálfgerðri andstæðu Söru, sem virðist mögulega ofsatrúarmanneskja inn við beinið þótt hún eigi að kallast raunvísindamanneskja.

„Tengsl vísinda, dulspeki og goðafræði er sannarlega frjór og skemmtilegur jarðvegur í skáldskap – en hér er stökkið á milli of auðvelt, of átakalaust.“

Tengsl vísinda, dulspeki og goðafræði er sannarlega frjór og skemmtilegur jarðvegur í skáldskap – en hér er stökkið á milli of auðvelt, of átakalaust. Eins er glíman við bæði veiruna dularfullu og tækið hans Smára of loftkenndar. Sérstaklega er veiran – fyrir utan forvitnilegar en óvísindalegar kenningar Smára um vampírur – óttalegur McGuffin – en það kallaði Hitchcock þá hluti í skáldskap sem virðast öllu máli skipta en eru í raun bara afsökun fyrir hasarinn. En hér vantar því miður hasarinn og spennuna til þess að réttlæta þennan McGuffin, þess í stað veltum við veirunni fyrir okkur og fáum engin svör.

Tækið sem Smári smíðaði virðist svo vera einkennileg nýaldarblanda af tæki sem nemur tilfinningar og heilindi og minnir á margt á lygamælinn alræmda. En lygamælir er vafasamt tæki og getur verið gott hjálpartæki í alls konar fasisma, en sú krítíska sýn sem þyrfti á tækið er aldrei til staðar hér – hún er þess í stað aðeins loftkennd hugmynd Smára til að átta sig á öðru fólki. Mögulega veikburða tilraun til þess að bregðast við því hvað hann sjálfur er vondur mannþekkjari, eða eins og hann segir þegar hann áttar sig á að Aron hafði blekkt hann eins og Írisi: „Fyrst ég var svona lengi að átta mig þá er greinilega þörf á tækinu! Þörf fyrir alla þá sem vilja átta sig á ofbeldi áður en það er orðið um seinan.“

En hann virðist sjaldan leiða hugann að því hversu hættulegt slíkt tæki gæti verið – og jafnvel farvegur fyrir annars konar ofbeldi.

Yggrasill og Freyjueyja

Bókinni er skipt í þrjá hluta og sá síðasti er langbest skrifaður og afslappaðastur. Þar fer bókin meira út í goðafræðina, sem virkar betur en dulspekin og alþýðufræðin, og sérstaklega er hið goðmagnaða tré Yggrasill sannfærandi teiknað upp bæði sem möguleg táknmynd útlendingahaturs sem og fjölmenningar, allt eftir hvernig það er túlkað. Sem hefur raunar stundum verið vandi náttúruverndar – þótt vandinn sé alþjóðlegur þá á hún það til að daðra hættulega mikið við þjóðernishyggju.

Svo er jötunninn Surtur beintengdur Surtsey – og þeirri hugmynd er kastað fram að endurnefna eyjuna svo ekki sé daðrað að óþörfu við Ragnarök – þar sem Surtur var jú einn aðalgerandinn. Eyjan ætti frekar að vera griðastaður þeirra sem hvergi annars staðar geta verið, Freyjueyja náttúrugyðjunnar.

En lokaniðurstaðan af þessum yfirheyrslum er þó einfaldlega sú að þetta er bók sem er stútfull af góðum hugmyndum – en þær eru margar hálfkaraðar og lítt sannfærandi. Oft andvana fæddar og loftkenndar, pínulítið eins og tækið hans Smára.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Nýtt á Stundinni

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·