Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Snæbjörn Ragnarsson

Jólin hjá trúleysingjanum

Tilgangur jólanna er að láta sér og öðrum líða vel, helst í félagsskap þeirra sem þér þykir vænt um. Það er afstaða sem Snæbjörn Ragnarsson tók eftir að hafa reynt að þvinga sig, fullur vanlíðunar, inn í fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig jólin ættu að vera.

Snæbjörn Ragnarsson

Tilgangur jólanna er að láta sér og öðrum líða vel, helst í félagsskap þeirra sem þér þykir vænt um. Það er afstaða sem Snæbjörn Ragnarsson tók eftir að hafa reynt að þvinga sig, fullur vanlíðunar, inn í fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig jólin ættu að vera.

Fjölskyldan Snæbjörn er hér með konu sinni, Agnesi Grímsdóttur, og börnum þeirra.   Mynd: Snorri Sturluson

Ég trúi ekki á neitt. En svo má auðvitað rífast um túlkun á því, hvað er trú og hvað ekki og hártogast í besservissergírnum þangað til kýrnar koma heim. Ég aðhyllist í það minnsta engin skipulögð trúarbrögð, trúi ekki á líf eftir dauðann eða eitthvað æðra og guðlegt afl. Ég trúi á hið góða, einfaldlega vegna þess að lífið er betra ef allir eru góðir við mig, og það helst í hendur við að ég sé góður við aðra. Ekki vera fáviti, taktu tillit, slakaðu á fordómunum og viðurkenndu þegar þú hefur haft rangt fyrir þér. Þetta er mitt trúleysi.

En svo er ég líka jólabarn.

Er það hræsni, að finna sig svona óskaplega í hátíðahaldi sem iðkað er í nafni kristinnar trúar? Ég held alls ekki og jafnvel þótt einhver ætli sér að reyna að færa rökin á móti er svo komið að jólahaldið hefur ekkert mikið með trúna að gera. Jú, vitanlega hjá sumum, en 95% af stússi kringum jólahald er eitthvað allt annað en kjarni málsins, eitthvað allt annað en jólin sjálf. Eru spariföt jólin? Eru grænar baunir í dós jólin? Eru rándýrar jólagjafir, skreytingar, sósan, laufabrauðið, ferðalögin og allt þetta sem við höfum ekki efni á eða tíma fyrir, eru það jólin? Auðvitað ekki. Og við vitum það öll, þótt við sogumst inn í sturlunina hvert einasta ár.

Ég er samt aðeins að róast í þessu. Mér þykir alltaf vænt um venjurnar, skera laufabrauðið hjá mömmu, fara í spariskóna þótt ég sé inni, borða svipaðan mat og í fyrra, gangast inn á að jólin byrji formlega klukkan sex, sama hvað tautar og raular, ég skreyti tré og kaupi gjafir. En jólin koma samt alveg jafn mikið þótt ég sleppi eða breyti einhverju af þessu.

„Ekki nóg með að ég væri drulluóhamingjusamur og úrvinda við að þykjast glaður, heldur var komin stórkostleg pressa á mig líka.“ 

Það er staðreynd að mörgum líður illa á jólunum. Ég fékk aðeins nasasjónina af þeirri líðan þegar ég var þunglundaður yngri maður. Þá fannst mér jólin asnaleg og erfið og svona í baksýnisspeglinum þykist ég sjá tvennt sem olli því. Það erfiðasta sem niðurdreginn einstaklingur þarf að eiga við er utanaðkomandi pressa um að vera glaður og hamingjusamur. Þess vegna eru jólin erfiður tími þeim sem dags daglega þurfa að slást við svarta hundhelvítið. „Hresstu þig við,“ er eitthvað sem enginn ætti að láta út úr sér við manneskju sem játar vanlíðan. Þetta er raunverulegur vandi sem ég náði sem betur fer að leysa með hjálp frá góðu fólki. En það var annað atriði sem ýtti undir þessa jólavanlíðan, annað er heimtingin á skilyrðislausri gleði, og það var tilfinningin að geta ekki tikkað í öll réttu boxin við jólahaldið.

Jól nútímans eru nefnilega sett saman af fleiri hundruð eða jafnvel þúsund atriðum sem verða að vera rétt. Við eigum öll að kaupa gjafir, margar og dýrar. Við eigum að kaupa fullt af mat og hann á líka að vera dýr. Við þurfum að vera í óeðlilega fínum fötum, og þau eiga nú aldeilis að vera dýr. Við þurfum að þrífa og þvo allt sem við eigum sem tekur fleiri vikur ef vel á að vera. Og í gegnum þetta allt saman eigum við líka að brosa allan hringinn og láta okkur þykja alveg óskaplega vænt um alla. Þarna koðnaði ég. Ekki nóg með að ég væri drulluóhamingjusamur og úrvinda við að þykjast glaður, heldur var komin stórkostleg pressa á mig líka. Ég átti ekkert mikið af peningum, en yfirleitt náði ég nú að koma því heim og saman með einhverjum hundakúnstum og vafasömum símtölum. Það erfiðasta var samt alltaf þetta, að vera örugglega með allt á hreinu og gleyma engu. Allar tímasetningarnar, allt þetta sem þurfti að kaupa, allir staðirnir sem ég átti að vera á klukkan nákvæmlega þetta, fötin sem þurftu að vera tilbúin og fólkið sem ég þurfti að þóknast. Ekkert af þessu eru jólin. Og ég áttaði mig á því aðeins síðar.

Jólin snúast nefnilega bara um að láta sér líða vel, og það á sínum eigin forsendum. Þessi forskrift sem okkur er gefin er svo sem ekkert endilega slæm. Það er frábært að gefa gjafir og fá gjafir í staðinn. Það er gaman að borða góðan mat og það er skemmtilegt að klæða sig upp. Það er gaman að hlakka til þess að klukkan verði sex, enda þótt ekkert gerist þá í raun og veru. En það má líka alveg borða hafragraut klukkan átta, í inniskóm og stuttbuxum, það geta líka verið jól. Ef þér líður vel og ert vonandi í félagsskap fólks sem þér þykir vænt um þá er tilgangnum náð.

Mín jól eru ekki trúarlegs eðlis og þau eru ekki eftir forskrift sem ég þarf að fylla inn í. Jólin eru tíminn þar sem ég tek frí í vinnunni, ég geri mitt besta til að gleðja sem flesta, hvort sem það felur í sér að kaupa glaðninga, gera öðrum greiða eða bara brosa til fólks. Mér er sama hvað nákvæmlega er í matinn, svo lengi sem mér og fólkinu mínu finnst það gott. Ef einhver nennir ekki að vera með bindi er það bara ljómandi gott og ef þú hafðir ekki tíma, peninga eða löngun til að kaupa handa mér gjöf þá er það bara allt í lagi. Það er í lagi, svo lengi sem þú gefur þér tíma til að slaka á og gleðjast með mér. Engin pressa, engar skyldur og engin tilætlunarsemi svo lengi sem þú vilt taka þátt í því að halda jól með mér.

Gleðileg jól, kæru vinir!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·