Fréttir

GAMMA semur við eigið verktakafyrirtæki um byggingu 105 íbúða

Sjóður GAMMA á 62 prósent í nýju verktakafyrirtæki sem byggir hús í Mosfellsbæ fyrir fasteignafélag GAMMA. Framkvæmdastjóri fasteignafélagsins neitar að gefa upp hvernig samningar tókust á milli þessara félaga GAMMA og hvort verkið hafi verið boðið út.

Stærstir á Íslandi Gísli Hauksson, stofnandi og stjórnarformaður GAMMA, segir að fyrirtækið sé stærst á Íslandi í byggingu íbúðarhúsnæðis. GAMMA hefur nú stofnað sitt eigið verktakafyrirtæki sem fær verkefni frá GAMMA.

Fasteignafélag í stýringu sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA hefur samið við verktakafyrirtæki, sem er að stóru leyti í eigu sjóðs sem GAMMA stýrir, um að byggja 105 íbúðir í Bjarkarholti í Mosfellsbæ. GAMMA kemur því að stýringu beggja þeirra fyrirtækja sem eiga í þessum viðskiptum og er ógerlegt að sjá hverjir fjárfestarnir eru á bak við fyrirtækin sem um ræðir þar sem engar hluthafaupplýsingar eru til um eignarhald þeirra sjóða sem GAMMA stýrir. 

Fasteignafélagið, Upphaf fasteignafélag slhf., hefur því hagsmuni af því að ná sem hagkvæmustum og ódýrustum samningum við verktakafyrirtækið, Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., en verktakafyrirtækið hefur eðlilega hagsmuni af því að fá sem mest greitt fyrir vinnu sína. GAMMA er því báðum megin við borðið í viðskiptunum. Tveir af  þremur stjórnarmönnum Arnarhvols ehf. eru starfsmenn GAMMA, þeir Alexander Jenssen Hjálmarsson og Arnar Hauksson, en sá fyrrnefndi er stjórnarformaður. 

Sjóðurinn á bak við fasteignafélagið Upphaf heitir GAMMA: Novus á meðan sjóðurinn á bak ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Blogg

Hættum að bregðast Hauki

Blogg

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Mest lesið í vikunni

Pistill

Hjúkrunarfræðingur: „Landspítalinn er í frjálsu falli“

Fréttir

Umboðsmaður spyr hvort ráðuneytið ætli að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“

Fréttir

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Fréttir

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Pistill

Krakkafréttir - hin raunverulega ógn mannkyns?

Úttekt

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum