Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuðull Íslands hækkaði úr 22,7 upp í 24,7 milli áranna 2014 og 2015 samkvæmt leiðréttum gögnum Hagstofunnar.

Gini-stuðull Íslands á árinu 2015, sem er reiknaður út frá tekjuárinu 2014, var vanmetinn í gögnum Hagstofunnar vegna mistaka við útreikninga. Ný leiðrétt gögn benda til þess að ójöfnuður hafi verið meiri á Íslandi heldur en í Noregi á umræddu ári. Gini-stuðullinn hafi hækkað úr 22,7 upp í 24,7 en ekki upp í 23,6 eins og áður var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar í dag.

Fullyrðingar um að hvergi hafi ójöfnuður verið minni en á Íslandi á þessum tíma standast því ekki. Í evrópskum samanburði var Ísland með fjórða minnsta ójöfnuðinn. Minnstur ójöfnuður var í Slóvakíu (23,7), og þar á eftir komu Noregur (23,9), Slóvenía (24,5), Ísland (24,7) og Tékkland (25).

Ísland var hins vegar með minnstan ójöfnuð Evrópuríkja samkvæmt Gini-stuðli ársins 2016 sem var 24,1, en því næst komu Slóvakía með 24,3, þá Slóvenía (24,4), Noregur (25) og Tékkland (25,1).

Hér verður þó að hafa í huga að Gini-stuðullinn tekur ekki tillit til söluhagnaðar vegna hlutabréfa og verðbréfa. Slíkar fjármagnstekjur renna fyrst og fremst til allra tekjuhæsta fólksins á Íslandi, en aðeins 2 prósent fjölskyldna greiða fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði hlutabréfa. Söluhagnaður Íslendinga nam 32 milljörðum króna í fyrra samkvæmt gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda.

„Við reglubundna yfirferð á gögnum 17. nóvember síðastliðinn kom í ljós villa í áður birtum niðurstöðum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árið 2015. Villan hafði áhrif á tekjuútreikninga og þar með upplýsingar um Gini-stuðul og lágtekjuhlutfall,“ segir í tilkynningunni á vef Hagstofunnar í dag. „Búið er að leiðrétta niðurstöður og gera viðeigandi ráðstafanir til að hún endurtaki sig ekki. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðar með leiðréttum niðurstöðum samhliða birtingu á bráðabirgðaniðurstöðum ársins 2016.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Blogg

Framsóknarflokkurinn hafði ekkert með þetta að gera

Fréttir

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins