Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
5

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
6

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ábyrgð hinna meðvirku

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi þrífst í samfélagi sem tekur ekki afgerandi afstöðu gegn því og rís upp gegn óréttlætinu. Sláandi er hversu margir virðast hafa vitað af ofbeldinu, orðið vitni að því eða fengið hjálparkall, en ekkert gert.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi þrífst í samfélagi sem tekur ekki afgerandi afstöðu gegn því og rís upp gegn óréttlætinu. Sláandi er hversu margir virðast hafa vitað af ofbeldinu, orðið vitni að því eða fengið hjálparkall, en ekkert gert.

Ábyrgð hinna meðvirku

Eins og að vekja steinrunnin tröll af dvala. Þannig lýsti Bergur Þór Ingólfsson átakinu sem fólst í því að reyna að ná eyrum stjórnvalda eftir að maðurinn sem beitti dóttur hans kynferðislegu ofbeldi var hreinsaður af misgjörðum sínum.

Lýsingar Bergs ríma ágætlega við reynslu kvenna sem hafa barist fyrir réttlátara samfélagi, þar sem afgerandi afstaða er tekin gegn ofbeldi. Frásagnir þeirra af kynferðislegri áreitni og ofbeldi flæða nú yfir samfélagið, í von um að í krafti fjöldans takist að vekja tröllin og krefja þau um afstöðu. Sláandi er hversu margir vissu en gerðu ekkert. Stjórnmálamenn sem litu undan, yfirmenn sem hunsuðu hjálparkall starfsmannsins sem var áreittur á gólfinu, vinirnir sem hlógu með.

„Þeir eru jaðarsettir og stimplaðir neikvæðir, leiðinlegir og húmorslausir, sem neita að hlæja með eða sitja þöglir hjá.“ 

Ofbeldið viðgekkst vegna þess að aðrir tóku ekki afstöðu gegn því. Þetta er kennt í grunnskóla, grunnurinn að eineltisáætlunum er að virkja aðra til þess að taka afstöðu gegn þeim sem beita ofbeldinu og gera gerendur óvirka með því að taka frá þeim ógnarvaldið. Þeir sem bregðast ekki við eru þöglir þátttakendur í ofbeldinu. Fyrir vikið hafa þolendur alltof oft þurft að yfirgefa opinber rými og vinahópa, bæjarfélög, vinnustaði og skóla. Þegar sögurnar streyma fram sjáum við ítrekuð dæmi um að fólki hafi brostið kjarkur, þor eða siðferðisvitund til að standa með þeim sem þurftu á því að halda, orða hið óþægilega og bregðast við. Af ótta við afleiðingarnar. Þar sem þöggun þrífst snýst umræðan gjarnan gegn þeim sem taka afstöðu. Þeir eru jaðarsettir og stimplaðir neikvæðir, leiðinlegir og húmorslausir, sem neita að hlæja með eða sitja þöglir hjá. Á meðal þeirra sem nú stíga fram eru einstaklingar sem sjá eftir því að hafa tekið þátt í ofbeldinu með afstöðu- og viðbragðsleysi. 

Fórnarkostnaðurinn er mikill. Tíu árum eftir að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur bárust nauðgunarhótanir frá manni brast hún í grát í sjónvarpinu, enn brotin en búin að finna styrkinn til að segja frá áhrifunum sem hótanirnar og afskiptaleysið hafði á hana. Af hverju tók enginn afstöðu með henni?

Eftir þessi skrif, þar sem maðurinn tók fleiri konur fyrir með sambærilegum hætti, var hann ekki aðeins settur á forsíðu símaskrárinnar, heldur gaf hann einnig út bækur og stýrði sjónvarpsþáttum sem fjölluðu meðal annars um hvernig karlar ættu að koma fram við konur. Og nú, eftir að hafa sjálfur leitað til Mannréttindadómstólsins, kvartað undan skorti á skilningi dómsvalda á takmörkunum tjáningarfrelsis og ummælum sem honum þótti sárt að sitja undir, baðst hann afsökunar með Facebook-færslu og fékk hrós fyrir. 

Baráttan fyrir réttlæti á ekki að þurfa að kosta slík átök að hægt sé að líkja því við að vekja steinrunnin tröll. Samt þurfti Bergur, stúlkurnar sem brotið var á, vinir þeirra og vandamenn að öskra sig hása á hverjum einasta degi í 77 daga til að fá áheyrn, berskjölduð í baráttu gegn því að þögnin legðist yfir og tómið tæki við. Og þau vildu bara svör. Skelfilegustu tímar sumarsins voru þegar menn í valdastöðum leyfðu sér síðan að smætta ofbeldið sem stúlkurnar sættu í opinberri umræðu með því að segja að til væru verri brot, það ætti ekkert að vera að tala um þetta, með þeim afleiðingum að áfallastreitan sagði aftur til sín og stelpurnar komust ekki til vinnu á meðan þær köstuðu upp óréttlætinu. 

Í stað þess að svara réttmætum spurningum var allt reynt til að kæfa málið, vísað var í lög og hefðir, svona væri þetta bara og ekkert við því að gera, útrætt mál.

Að lokum flæktist málið svo í meðferðum stjórnvalda að það snerist ekki lengur um uppreist æru heldur heiðarleika, traust og vinnubrögð ríkisstjórnar, sem féll að lokum vegna leyndarhyggju og vantrausts gagnvart ráðherrum, sem gengu síðan fram og gerðu lítið úr þeim sem þorðu að taka afstöðu, og eru nú komnir aftur inn í sömu ráðuneytin og áður, fyrir fyrir tilstuðlan flokks sem hefur gert út á að vera feminískur, málsvari brotaþola. Kannski er ekki hægt að vekja tröll af dvala.

Ný ríkisstjórn er tekin við völdum og nýtur almenns stuðnings. Raddir þeirra sem tala fyrir meiri jákvæðni í samfélaginu verða æ háværari. Þá skulum við líka hlusta á þá sem nú stíga fram, og um leið muna eftir þeim sem sátu hjá þegar stjórnvöld töldu sig geta afgreitt málið í sumar, sem hafði mikil og djúpstæð áhrif á þolendur, með því að afnema einfaldlega heimildir í lögum til þess að veita dæmdum mönnum uppreist æru, án þess að gögn málsins hafi nokkurn tímann komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eins og um var samið, og þolendur fengu svör. Krafan var ekki sú að enginn gæti nokkurn tímann fengið uppreist æru. Krafan var að kynferðisofbeldi væri tekið alvarlega – og sú krafa er orðin háværari en nokkru sinni fyrr. 

Að kynferðisleg áreitni, ofbeldi og kynbundið misrétti sé tekið nógu alvarlega til að stjórnvöld og samfélagið bregðist við þegar við stöndum frammi fyrir óréttlæti.

Tengdar greinar

Leiðari

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Óvinir fólksins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir fólksins

·

Við getum því valið að láta sem ekkert sé, látið sem það snerti okkur ekki, hafi ekki áhrif á líf okkar og samfélag, en við vitum samt að það er blekking. Atlaga að frelsi fjölmiðla er atlaga að okkur öllum.

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
5

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
6

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
7

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
6

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
6

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·

Nýtt á Stundinni

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Betri hugmynd handa Óla Birni

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Zeitgeist

Hermann Stefánsson

Zeitgeist

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Hvernig dirfistu?

Símon Vestarr

Hvernig dirfistu?

·
Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

·