Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum

Barnavernd á Íslandi logar í átökum. Barnaverndarnefndir kvarta undan dónalegum samskiptum og óeðlilegum inngripum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Fyrrverandi forstöðukona Barnahúss segist aldrei hafa upplifað annað eins og samstarfið við Braga.

Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum
Bragi Guðbrandsson Er rólegur yfir umfangsmiklum ávirðingum starfsfólks í barnavernd gegn honum.  Mynd: DV / Sigtryggur Ari
ingibjorg@stundin.is
jontrausti@stundin.is

Starfsfólk Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hefur árum saman varist beinum afskiptum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum barnaverndarmálum, þar sem Bragi grípur inn í mál, kippir einstökum börnum fram fyrir röðina í meðferðarúrræðum án samráðs við barnavernd, úrskurðar um viðkvæm málefni án fullnægjandi upplýsinga og fer harkalega gegn barnaverndarnefnd og starfsmönnum hennar. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og fleiri barnaverndarnefndir á landinu hafa lagt fram kvartanir til félagsmálaráðuneytisins og bíður ráðuneytið svara Braga vegna umfangsmikilla kvartana. 

„Ég er alveg rólegur yfir þessu,“ segir Bragi. „Ég held að gögnin eigi eftir að leiða í ljós að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi.“ 

Að miklu leyti snúa kvartanirnar að samskiptaháttum Braga. Fyrrverandi forstöðukona Barnahúss, Vigdís Erlendsdóttir, segist í samtali við Stundina hafa leitað til stéttarfélags og félagsmálaráðuneytisins vegna samskiptahátta og truflana af völdum forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hafi „hvorki fyrr né síðar“ upplifað samstarf eins og þetta. „Það gekk á með einkennilegum samskiptum,“ segir hún. Hennar mál er ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

„Nú verður réttlætið sótt“

„Nú verður réttlætið sótt“

Að meta menntun til launa

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Að meta menntun til launa

Launabilið milli milltekjufólks og hátekjufólks eykst

Launabilið milli milltekjufólks og hátekjufólks eykst

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Íslenskt réttlæti 2020

Íslenskt réttlæti 2020