Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum

Barna­vernd á Ís­landi log­ar í átök­um. Barna­vernd­ar­nefnd­ir kvarta und­an dóna­leg­um sam­skipt­um og óeðli­leg­um inn­grip­um Braga Guð­brands­son­ar, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Fyrr­ver­andi for­stöðu­kona Barna­húss seg­ist aldrei hafa upp­lif­að ann­að eins og sam­starf­ið við Braga.

Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum
Bragi Guðbrandsson Er rólegur yfir umfangsmiklum ávirðingum starfsfólks í barnavernd gegn honum. Mynd: DV / Sigtryggur Ari

Starfsfólk Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hefur árum saman varist beinum afskiptum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum barnaverndarmálum, þar sem Bragi grípur inn í mál, kippir einstökum börnum fram fyrir röðina í meðferðarúrræðum án samráðs við barnavernd, úrskurðar um viðkvæm málefni án fullnægjandi upplýsinga og fer harkalega gegn barnaverndarnefnd og starfsmönnum hennar. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og fleiri barnaverndarnefndir á landinu hafa lagt fram kvartanir til félagsmálaráðuneytisins og bíður ráðuneytið svara Braga vegna umfangsmikilla kvartana. 

„Ég er alveg rólegur yfir þessu,“ segir Bragi. „Ég held að gögnin eigi eftir að leiða í ljós að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi.“ 

Að miklu leyti snúa kvartanirnar að samskiptaháttum Braga. Fyrrverandi forstöðukona Barnahúss, Vigdís Erlendsdóttir, segist í samtali við Stundina hafa leitað til stéttarfélags og félagsmálaráðuneytisins vegna samskiptahátta og truflana af völdum forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hafi „hvorki fyrr né síðar“ upplifað samstarf eins og þetta. „Það gekk á með einkennilegum samskiptum,“ segir hún. Hennar mál er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu