Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Snæbjörn Ragnarsson

Smjör eða rjóma?

Smjörið og rjóminn njóta ekki sannmælis.

Snæbjörn Ragnarsson

Smjörið og rjóminn njóta ekki sannmælis.

Ég borða of mikið. Það er minn veikleiki þegar kemur að neyslu. Sem unglingur var ég afar grannur, æfði íþróttir af miklum mætti og brenndi öllu sem ég át. Það var hvorki lítið né hollt og í raun hugsaði ég aldrei um það hvað ofan í mig fór. Sykur hefur aldrei verið mitt uppáhald, ég er ekkert óskaplega hrifinn af sælgæti eða kökum, ís finnst mér tilgangslaus og ég hef aldrei sykrað mat, kaffi, morgunkorn eða nokkuð annað. Ég vil hafa matinn saltan, beiskan og ramman. Ég vil fitu og nóg af henni, og fólk sem kann að elda ástríðufullan mat er fólk sem ég elska. Það eru vinir mínir. Aðalástæðan fyrir því að ég er með bumbu er ofát. Já, og auðvitað alveg ansi mikið af bjór, en þó er fjandi mikið af þessu hreint og klárt óhóf.

Þetta snýst fyrst og síðast um smjör og rjóma. Tölum aðeins um þessi töfraefni.

Tökum strax af allan vafa. Smjör er betra en rjómi. Þarna eru meira að segja margar deildir á milli. Ekki misskilja, rjómi er óskaplega góður og vissulega líður hann fyrir þá staðreynd að oft fer minna fyrir honum. Ég er ekki mikill kokkur en ég sé mér færara fólk oft smakka til sósur, soð og kássur, kinka kolli með svip sem lýsir frekar von heldur en fullkomnun, og síðan tæma úr rjómapelanum út í viðfangsefnið. Þannig er líkt og rjóminn sjálfur gefi ekki góða bragðið heldur kreisti hann það besta út úr öllu sem fyrir var í blöndunni. Það sem dregur rjómann niður í mínum bókum er nefnilega rjómabragðið sjálft. Þegar ég var yngri fórum við fjölskyldan í berjamó á hverju ári og tíndum ótrúlegt magn berja. Mömmu fannst síðan sjálfsögð umbun hvers berjadags að setjast niður með óhreinsuð ber, slurka þeim í skálar, strá sykri yfir og bleyta með rjóma. Þetta hefði átt að þykja hin allra besta veisla því á þessu heimili var aldrei farið óvarlega með sykur og rjóma. En sama hvernig ég reyndi þá fannst mér þetta aldrei gott. Sykurinn var of sætur og rjóminn of ... ja, of hvað? Hann er ógeðslega alltumlykjandi. Bragðlítill en veldur þó velgjutilfinningu. Feitur, en ekki svona dásamlega glansandi feitur eins og góð sauðfjárfita. Tvær skeiðar og ég var búinn að fá nóg. Ég lærði svo fljótlega að afþakka allt nema berin sjálf og stundum hellti ég ískaldri nýmjólk yfir allt saman. Ber eru góð, maður minn.

Ég er alinn upp að Laugum í Reykjadal, litlum þéttbýliskjarna í venjulegri, íslenskri sveit. Við héldum engar skepnur og áttum ekki bú, en þessari búsetu fylgdu hin stórkostlegu forréttindi sem félagsheimilið er. Á Breiðumýri hittist öll sveitin við öll tækifæri. Þar voru tónleikar, jólaböll, félagsvist, gömlu dansarnir, tombólur, basarar, skólaskemmtanir, fundir og aðrir mannfagnaðir. Og alltaf sá kvenfélagið um veitingarnar, konur sem höfðu afar rétt fyrir sér þegar kom að bakkelsi. Þar voru kleinurnar bestar, hangiketið álíka þykkt og flatbrauðið sem á var lagt og randalínurnar með hálfbrenndri rabarbarasultu.

En svo var það þetta með pönnukökurnar.

Í hverri og einni pönnuköku var sulta og rjómi. Þeyttur rjómi vitanlega. Og þar fóru þær út af sporinu, þessar annars fullkomnu konur. Sennilega var útgangspunkturinn í öllum þessum bakstri sá að hafa rétt rúmlega nóg af öllu og þess vegna litu pönnsurnar út eins og handboltar. Tvíbrotnar í þríhyrninga lágu þær, og svo úttroðnar rjóma að þær svitnuðu að utan. Með lagni og góðum verkfærum gat maður fært þessi ósköp upp á disk og síðan var maður sendur út í sal með teskeið að vopni. Baráttan var auðvitað vonlaus því við fyrstu skóflustungu sprakk allt í tætlur, rjóminn flæddi yfir diskbarmana út á gólf. Mér þykir með ólíkindum að aldrei hafi orðið slys á fólki, að enginn hafi stigið í rjómahafið á hjónaballi og hálsbrotið sig í fallinu. Kannski væri ást mín á rjóma enn sterkari ef þessar kappsömu og velbakandi konur hefðu deilt hverjum rjómapela á kannski 20 pönnukökur, en ekki tvær.

Ég myndi glaður kaupa smjörsafa eða smjörgos ef slíkt byðist.

En smjörið. Þar náðu íslensk bústörf fullkomnun. Ég get borðað smjör með skeið, eða hníf og gaffli ef svo ber undir. Það er aldrei of mikið af smjöri. Þessi hálfharða og passlega saltaða draumafita sem loðir svo vel við hvað sem fyrir verður, þarna liggur galdurinn. Eitt augljósasta dæmið er auðvitað harðfiskurinn. Ég játa fúslega að þegar ég borða harðfisk er ég ekki síður að borða smjör. 50–50 eru rétt hlutföll, þannig er það nú bara. Mér kemur á óvart að hið óviðjafnanlega smjörbragð sé ekki notað meira í neysluheimi nútímans. Ég myndi glaður kaupa smjörsafa eða smjörgos ef slíkt byðist. Tannkrem með smjörbragði, nú eða smjörjógúrt? Og af hverju eru konfektmolar ekki fylltir með smjöri? Hvernig getur nokkur núlifandi manneskja varið þá fásinnu að núggat sé betra en smjör?

Ég hef ekki enn prófað að setja smjör í kaffið en ég held að það sé næsta skref, núna þegar ég hef skrifað mig frá óttanum. Já, óttanum segi ég, því ég held að við lifum í heimi fordóma þegar að smjörinu kemur. Við slokrum óhikað í okkur lítrum af rauðum Voga með snakkinu, en ef ég mætti nú með smjördolluna í snakkpartí fengi ég örugglega tiltal og augnagotur. Brauðstangasósa með brauðstöngunum? Tómatsósa, sinnep og remúlaði á pylsuna? Majones eða kokteilsósa með frönskunum? Jafningur með hangiketinu? Piparsósa með nautakjötinu? Þetta er allt óþarfi og misskilningur. Ég vil smjör. Ég vil smjör á þetta allt saman og ég vil smjör á matseðilinn sem aðalrétt. Smjör með smjöri!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·