Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Margra ára deilur hafa geisað í fjölskyldu félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um jörðina Lambeyrar í Dölum. Ásmundur Einar bjó á jörðinni áður en hann settist á þing. Faðir hans, Daði Einarsson, rak bú á jörðinni sem varð gjaldþrota og missti hann í kjölfarið eignarhlut sinn í jörðinni yfir til systkina sinna sjö. Bróðir Daða vænir feðgana um innbrot í íbúðarhús á Lambeyrum sem deilt er um.

Fjölskylduerjur um bújörð Margra ára deilur hafa staðið um bújörðina í Dölum þar sem Ásmundur Einar bjó áður en hann settist á þing. Ásmundur Einar sést hér með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Mynd: Pressphotos

Skúli Einarsson, föðurbróðir Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins og nýskipaðs félagsmálaráðherra, segir að þingmaðurinn hafi brotist inn í íbúðar- og útihús á jörðinni Lambeyrum í Dölum á þessu ári og lögreglan hafi staðið hann að verki. Áralangar deilur hafa staðið yfir um jörðina og íbúðarhús á henni á milli Ásmundar Einars og Daða Einarssonar, föður hans, annars vegar og systkina Daða hins vegar. 

Í tölvupósti til Stundarinnar segir Ásmundur Einar að um sé að ræða sorgarsögu sem hann sé ekki inni í og bendir hann blaðinu á að ræða við föður hans: „Það sem við kemur þessari sorglegu erfðadeilu er ekki á mínum snærum. Til að fá upplýsingar þá bendi ég þér á að hafa samband við föður minn. “ Stundin náði hins vegar ekki tali af Daða til að spyrja hann um málið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ásmundur Einar var bóndi á Lambeyrum þar til árið 2009 þegar hann settist ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“

Fréttir

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Pistill

„Svolítið erfið“ af því þau fylgja samviskunni

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Fréttir

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

Pistill

Efling Eflingar