Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Margra ára deilur hafa geisað í fjölskyldu félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um jörðina Lambeyrar í Dölum. Ásmundur Einar bjó á jörðinni áður en hann settist á þing. Faðir hans, Daði Einarsson, rak bú á jörðinni sem varð gjaldþrota og missti hann í kjölfarið eignarhlut sinn í jörðinni yfir til systkina sinna sjö. Bróðir Daða vænir feðgana um innbrot í íbúðarhús á Lambeyrum sem deilt er um.

Fjölskylduerjur um bújörð Margra ára deilur hafa staðið um bújörðina í Dölum þar sem Ásmundur Einar bjó áður en hann settist á þing. Ásmundur Einar sést hér með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Mynd: Pressphotos

Skúli Einarsson, föðurbróðir Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins og nýskipaðs félagsmálaráðherra, segir að þingmaðurinn hafi brotist inn í íbúðar- og útihús á jörðinni Lambeyrum í Dölum á þessu ári og lögreglan hafi staðið hann að verki. Áralangar deilur hafa staðið yfir um jörðina og íbúðarhús á henni á milli Ásmundar Einars og Daða Einarssonar, föður hans, annars vegar og systkina Daða hins vegar. 

Í tölvupósti til Stundarinnar segir Ásmundur Einar að um sé að ræða sorgarsögu sem hann sé ekki inni í og bendir hann blaðinu á að ræða við föður hans: „Það sem við kemur þessari sorglegu erfðadeilu er ekki á mínum snærum. Til að fá upplýsingar þá bendi ég þér á að hafa samband við föður minn. “ Stundin náði hins vegar ekki tali af Daða til að spyrja hann um málið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ásmundur Einar var bóndi á Lambeyrum þar til árið 2009 þegar hann settist ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Fréttir

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti