Fréttir

Nýr sjávarútvegsráðherra var stjórnarformaður Samherja og vann hjá útgerðinni í þinghléum

Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegsráðherra, hefur náin tengsl við stærsta útgerðarfélag landsins, Samherja. Hann var stjórnarformaður fyrirtækisins og vann hjá því sem sjómaður samhliða þingmennsku fyrir nokkrum árum.

Stjórnarformaður og starfsmaður Kristján Þór Júlíusson hefur unnið fyrir Samherja sem stjórnarformaður fyrirtækisins og eins sem sjómaður á makrílveiðum. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur gegnt stöðu stjórnarformanns útgerðarrisans Samherja auk þess sem hann hefur unnið hjá fyrirtækinu samhliða þingmennsku sinni í þinghléum.

Samherji er stærsti hagsmunaðilinn í íslenskum sjávarútvegi, lang stærsta útgerðarfélag landsins og eitt stærsta útgerðarfyrirtæki í Evrópu. Akureyska útgerðin er stærsti kvótaeigandi á Íslandi þegar kvóti allra útgerða sem félagið á og á í er lagður saman.

Kristján Þór fer nú með ráðherravald í málaflokknum sem snýr að sjávarútveginum sem slíkum þar sem Samherji hefur svo mikilla hagsmuna að gæta. 

Varð formaður í kjölfar Guggumálsins

Kristján Þór, sem fæddur er á Dalvík, var kjörinn stjórnarformaður Samherja árið 1996 þegar hann gegndi starfi bæjarstjóra á Ísafirði. Þegar Kristján var bæjarstjóri á Ísafirði var togarinn Guðbjörg, eða Guggan, seldi til Samherja þegar útgerðin Hrönn rann inn í akureyrsku útgerðina í ársbyrjun 1997.

Við það tilefni sagði Þorstein Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eina frægustu setningu íslenskrar útgerðarsögu þegar hann kvað togarann áfram verða gerðan út frá Ísafirði í nánustu framtíð: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja til ársins 1998. 

Sama ár, 1998,  varð Kristján bæjarstjóri á Akureyri og árið 1999 var Guðbjörgin seld til Þýskalands og vakti salan mikla reiði á Ísafirði. Um þetta sagði Halldór Halldórsson, eftirmaður Kristjáns Þórs meðal annars: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: "Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði." Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra."

Kristján Þór var bæjarstjóri á Akureyri þar til hann settist á þing árið 2007. 

Starfaði fyrir Samherja

Kristján Þór hélt hins vegar áfram að vinna fyrir Samherja sem sjómaður í þinghléum eftir að hann settist á Alþingi. Sumrin 2010 og 2012 fór Kristján Þór í túra á makrílveiðar á togara Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA, og sagði af því tilefni í samtali við DV í júlí 2012: „Ég get alveg vottað með fullri vissu að samstarfsviljinn, samstarfið og samþættingin er til muna betri í þessari áhöfn en á þeim vinnustað sem ég hef verið á síðastliðin fjögur ár,“ sagði Kristján Þór.

„Ég get alveg vottað með fullri vissu að samstarfsviljinn, samstarfið og samþættingin er til muna betri í þessari áhöfn en á þeim vinnustað sem ég hef verið á síðastliðin fjögur ár“

Ekki liggur fyrir hvort Kristján Þór hefur farið aftur á sjóinn með Samherja frá árinu 2012 en hann staðfesti við DV að hafa einnig farið um sumarið 2010. 

Málefni Samherja, meðal annars kvótamálin, heyra nú undir Kristján Þór Júlíusson í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein