Pistill

Hvað gerði ég af mér í fyrra lífi?

Illugi Jökulsson er niðurbrotinn

Ég hlýt að hafa gert eitthvað af mér í fyrra lífi. 

Eitthvað mikið, eitthvað voðalegt.

Það er eina skýringin á því að þótt ég eigi ekki nema fáein ár í sextugt þá hafa niðurstöður svo til allra kosninga á Íslandi, sem fram hafa farið á minni ævi, gengið mér í mót.

Ég vona að ég sé svona tiltölulega skikkanlegur maður en samt hef ég semsagt eiginlega aldrei getað gengið mínar óskir um stjórnvöld í þessu landi uppfylltar.

Og fyrir þvílíkri dómadags „óheppni“ hlýtur að vera einhver ástæða.

Ég man hvenær ég var einna vonbestur.

Það var eftir kosningarnar 2007.

Loksins, loksins var útlit fyrir að það yrði hægt að snúa við blaðinu í þessu landi.

Koma Sjálfstæðisflokknum frá, sem er höfuðnauðsyn íslenskra stjórnmála.

(Það snýst ekki fyrst og fremst um stefnu hans, heldur þá VALDASTÖÐU sem hann hefur komið sér, og þá SPILLINGU sem fylgir honum.)

En einmitt þegar tækifærið gafst, þá urðu vonbrigðin stærst.

Samfylkingin rauk í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Þvílíkur bömmer var það!

Ég hringdi í alla þingmenn Samfylkingarinnar sem ég þekkti persónulega og nánast grátbað þá að gera ekki þennan óskunda, en það kom fyrir ekki.

Við vitum öll hvernig það fór.

Árið 2009 var ég að sönnu ánægður með að Jóhanna Sigurðardóttir skyldi mynda ríkisstjórn, en það var líka hér um bil í eina skiptið sem ég hef stutt ríkisstjórn frá byrjun.

Og er sáttur við þann stuðning, þrátt fyrir allt - en aftur náði Sjálfstæðisflokkurinn  völdum.

Og aldrei - aldrei nokkurn tíma - hafa valdaklíkupot hans og spilling legið betur í augum uppi en einmitt síðustu misseri.

Aldrei hefur verið mikilvægara að koma honum frá.

Og þá eru það VG sem sjá um að losa hann úr úlfakreppunni og koma honum aftur til valda.

Gera honum kleift að viðhalda völdunum og spillingu, þótt hann muni sjálfsagt reyna að láta lítið á sér bera næstu tvö árin eða svo.

VG!

Meira að segja þeir tveir forystumenn VG sem ég hef haft mest álit á og treyst best til að taka þátt í að hreinsa samfélagið af óværunni: Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, einmitt þær róa greinilega að því öllum árum að koma þessari ríkisstjórn á.

Og munu í fyrramálið standa skælbrosandi á tröppum Bessastaða með Bjarna Benediktssyni og Sigríði Andersen.

Hvílíkur bömmer er það!

Ekki koma með þvaður um að þessi ríkisstjórn „hafi komið upp úr kjörkössunum“. Það gerði hún alls ekki. Og það var alls ekki fullreynt hvort ekki hefði verið hægt að mynda aðra - og betri! - stjórn án Sjálfstæðisflokksins.

Svo ekki bjóða mér upp á það þvaður, geriði það; ég er eldri en tvævetur, takk fyrir.

Ég get svo sem alveg beðið lengur eftir almennilegri ríkisstjórn sem hefur meiri áhuga á að hreinsa til í samfélaginu en „viðhalda stöðugleika“ eða „efla sátt“ við spillingaröflin.

Ég get beðið mjög lengi.

En af hverju?

Það mun ég aldrei skilja, Svandís og Katrín.

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum

Fréttir

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Fréttir

Houssin ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins

Fréttir

72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér

Pistill

Ferðasirkusinn við Austurvöll og siðanefndin sem hvarf

Aðsent

Öskuhaugar sögunnar og forysta Eflingar

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Íslenskir læknar styðja bann við umskurði barna - lýsa alvarlegum fylgikvillum

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum