Fréttir

GAMMA sankar að sér einbýlishúsum og raðhúsum fyrir allt að 100 milljónir

Sjóðstýringarfyrirtækið GAMMA kaupir upp rúmlega 40 fasteignir, meðal annars raðhús og einbýlishús í dýrum hverfum í Reykjavík. Keyptu 103 milljóna króna einbýlishús við Selvogsgrunn og 96 milljóna króna raðhús við Laugarásveg. Eignirnar standa utan við Almenna leigufélagið og eru í eigu sjóðs með ógagnsætt eignarhald.

Veðmál sem heppnaðist Veðmál GAMMA á íslenska fasteignamarkaðnum heppnaðist og heldur fyrirtækið áfram að kaupa upp fasteignir í stórum stíl. Gísli Hauksson, stofnandi GAMMA, sagði árið 2013 að GAMMA hygðist ekki kaupa meira en um 140 íbúðir en síðan hafa eignirnar meira en tífaldast.

Sjóðstýringarfyrirtækið GAMMA heldur áfram stórfelldum uppkaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú í auknum mæli fært sig yfir í raðhús og einbýlishús sem kosta allt að 100 milljónir króna. Þessar eignir GAMMA standa utan við Almenna leigufélagið svokallaða sem á 1.300 íbúðir og sem skráð verður á hlutabréfamarkað á næsta ári, samkvæmt  því sem Gísli Hauksson, stofnandi og starfandi stjórnarformaður GAMMA, sagði í viðtali við Bloomberg um miðjan nóvember. Auk uppkaupa á íbúðarhúsnæði mun Almenna leigufélagið ætla að reisa 4.000 leiguíbúðir. 

Aðspurður segir Gísli við Stundina að hugmyndin með uppkaupunum á þessum eignum sé að vera með þær í langtímaleigu: „Þessi félög sem þú nefnir hafa á síðustu tveimur árum keypt nokkra tugi stærri sérbýla í þeim tilgangi að leigja þau út í langtímaleigu. Eftirspurn eftir slíkum eignum hefur verið minni á fasteignamarkaði og verðið á þeim hefur að okkar mati ekki verið hátt í samanburði við ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Fréttir

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti