Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
2
FréttirHeimavígi Samherja
43345
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
3
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
30
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
4
FréttirSamherjaskjölin
60338
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
5
Fréttir
7
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
6
Fréttir
46421
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
„Stórslys“, sem er í uppsiglingu varðandi heilsu íslenskra kvenna, er hvatinn að undirskriftasöfnuninni „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“. Aðdragandinn er að greining leghálssýna á að fara fram í Danmörku í stað Íslands. Erna Bjarnadóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir vanta upp á virðingu við notendur krabbameinsskimana.
7
FréttirHeimavígi Samherja
1456
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
BókinForsíðumyndin lýsir húmor og einlægni. Hið síðarnefnda skortir þó að mestu.
Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og verktaki í Kópavogi, er enginn venjulegur maður. Hann hefur í lífi sínu og starfi farið ótroðnar slóðir og gjarnan náð hæstu metorðum. Hann stýrði öflugu verktakafyrirtæki lengi og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn auk þess að vera bæjarstjóri í Kópavogi. Hann er einna þekktastur fyrir það starf. Slagorð hans, það er gott að búa í Kópavogi, er fyrir löngu landsþekkt. Gunnar stýrði Kópavogsbæ í mikilli uppbyggingu ásamt framsóknarmanninum Sigurði Geirdal um árabil. Ákveðinn ljómi lék um hann á fyrri hluta valdaskeiðsins. Hann var sterki maðurinn. En svo hallaði á ógæfuhliðina. Fréttir voru sagðar af frændhygli bæjarstjórans og ýmsum sporðakostum sem ekki þóttu sæma opinberri persónu. Gunnar varð þekktur fyrir heimsóknir á nektarstaðinn Goldfinger og vinátta hans og eigandans var rómuð. Sá sterki fékk smám saman á sig ímynd þess spillta og hrökklaðist á endanum af bæjarstjórastóli og úr Kópavogi.
Annálaður sögumaður
Það er vel til fundið að skrifa ævisögu svo áberandi og litríks manns. Orri Páll Ormarsson blaðamaður tók að sér verkið. Margt skemmtilegt og fræðandi er að finna í bókinni, enda er Gunnar annálaður sögumaður. Sögupersónan lætur gamminn geisa og skrásetjarinn slær inn texta, gagnrýnislaust.
Skemmtilegasti hluti bókarinnar fjallar um það tímabil þegar Gunnar sat á þingi. Hann segir sögur af sér og Davíð Oddssyni, þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Davíð fékk Gunnar til að fara fram með frumvarp um að leyfa hnefaleika á Íslandi. Gunnar varð þekktur fyrir þá baráttu. Þegar Davíð varð gerður afturreka af forsetanum með fjölmiðlalögin frægu segist Gunnar hafa varað hann við því að fara strax aftur fram með frumvarp af þeim toga. Lýsir hann því þannig að þingflokkurinn hafi sagt „já og amen, nema ég“. Og „Davíð brjálaðist gjörsamlega og veittist að mér með þvílíkum skömmum og óþverra að ég hef aldrei heyrt annað eins,“ segir Gunnar og kveðst hafa svarað Davíð fullum hálsi. Hann gortar af því að hafa verið einn af fáum sem þorðu að standa uppi í hárinu á Davíð.
Davíð OddssonGunnar segist hafa verið óhræddur við leiðtogann sem margir óttuðust.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Úrsagnarbréf Einars Odds
Góð vinátta var á milli Gunnars og Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Eitt sinn var Einari ofboðið vegna framgöngu Sjálfstæðisflokksins í kvótamálum smábáta og ákvað að segja sig úr þingflokknum. Hann fór með bréf til Vilhjálms Egilssonar þingflokksformanns sem hringdi í ofboði í Davíð og bað hann að koma strax. „Einar Oddur er að segja sig úr þingflokknum …,“ sagði Vilhjálmur og Davíð brá skjótt við og mætti ásamt Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Gunnar segir að orðið hafi „helvítis hávaði“. Davíð tilkynnti loks að kvóta smábáta ætti að auka og Árni kyngdi þeirri skipun. Einar hætti við úrsögnina. Í framhaldinu bauð Davíð öllum í mat. Einhver sá fyrir sér steik og rauðvín en Davíð stormaði með félagana að pylsuvagninum og bauð upp á „tvær á kjaft“.
Bjarni BenediktssonGunnar segist hafa lagt grunninn að frama hans.
Í þessum hluta bókarinnar kemur fram að Gunnar hafi tryggt Bjarna Benediktssyni pólitíska framtíð sem formaður með því að taka hann upp á arma sína. „Kemur karlinn með strákinn,“ var viðkvæðið þegar Gunnar fór með Bjarna á milli fyrirtækja. Þessi hluti bókarinnar einkennist af frásagnargleði og bráðskemmtilegu karlagrobbi. Þó vottar fyrir sársauka þar sem hann segir frá því að hafa ekki fengið ráðherrastól.
„Kvikindin"
Biturðin er skammt undan þegar Gunnar fjallar um árin í Kópavogi. Gerist hann þar illyrtur. Gunnar segir frá kraftaverkum sínum við uppbyggingu bæjarins. En svo hallar undan fæti og Gunnar var felldur af leiðtogastóli. Það gerðist í framhaldi ýmissa hneykslismála sem voru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í þeim hluta bókarinnar er mikill harmagrátur og hann fer hörðum orðum um Ármann og að „þessum kvikindum“ hefði tekist að flæma hann í burtu af bæjarstjórastóli. Hann telur upp fjölda samherja úr Sjálfstæðisflokki sem höfðu svikið hann. Verstur af öllum er Ármann Kr. Ólafsson, núverandi bæjarstjóri, sem felldi hann á sínum tíma. Ármann vildi ekki, að sögn, leita í reynslubanka Gunnars og milli þeirra varð „algjör trúnaðarbrestur og vinslit“. Gunnar segist aldrei fyrirgefa Ármanni.
Guðlaugur ÞórGunnar líkir þessum samherja sínum við mafíuleiðtoga.
Mynd: Skjáskot af Youtube / Úr þætti Hringbrautar
Og fleiri sviku leiðtogann. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði stungið hann í bakið. Guðlaugur Þór Þórðarson uranríkisráðherra, sem Gunnar segir að hafi verið á vegum Baugsfeðga, „áttu hann skuldlausan“ og svo er að skilja að Baugur hafi staðið undir kosningabaráttu Guðlaugs.
Guðlaugur sem mafíósi
Hann talar um samherja Guðlaugs sem Gulla-klíkuna og kallar þá gangstera. Hann nefnir líkindi með Guðlaugi og Guðföðurnum, Don Corleone. Hann segir að margir hafi fengið umbun þegar Guðlaugur varð heilbrigðisráðherra og rétti vinum og vandamönnum verkefni. Gunnar treystir þó Bjarna Benediktssyni, núverandi formanni, til að halda aftur af Guðlaugi, enda Bjarni heiðarlegur maður og vandaður. Fyrrverandi tengdasonur Gunnars fær einnig slæma einkunn. Gunnar segir hann hafa haldið dóttur sinni í stofufangelsi og ýjar að því að hann hafi beitt konu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Og það er ekkert gefið eftir. „Ég ber engan kala til Guðjóns. Þetta er veikur maður og vonandi ber hann gæfu til að leita sér aðstoðar í framtíðinni,“ segir Gunnar eftir að hafa gefið tengdasyninum einkunn.
Góður við súludansara
Tengsl Gunnars bæjarstjóra við súlustaðinn Goldfinger voru mjög til umfjöllunar á sínum tíma. Góð vinátta var milli Gunnars og Ásgeirs Davíðssonar, eiganda staðarins, sem var rekinn í Kópavogi og átti mikið undir góðvild bæjarstjórans. Telur Gunnar að nektardansmeyjarnar á staðnum hafi fengið góða meðferð. „... Geiri hélt líka alla tíð vel utan um stelpurnar …,“ segir Gunnar og áréttar að ekki hafi verið vændi á staðnum. Mynd birtist af Gunnari og tveimur konum í tímaritinu Ísafold sem setti allt á annan endann. Gunnar segir að konurnar hafi verið kunningjahjón sín. Myndbirtingin í Ísafold varð til þess að verslanakeðjan Kaupáss, sem stýrt var af félaga Gunnars, tók blaðið alfarið úr sölu. Þetta varð mikið fjölmiðlamál og viðurkenndi eigandinn að hann hefði misbeitt húsbóndavaldi sínu með þessum hætti.
„Ég fékk mér ekki oft í glas en það kom fyrir …“ segir Gunnar í ævisögunni um heimsóknir sínar á Goldfinger. Hann gefur til kynna að tímaritið Mannlíf hafi ráðist á sig með myndbirtingunni og „breiðsíðu“. Þar er hann væntanlega að vísa til greinarinnar Kóngurinn í Kópavogi. Gunnar segir að blaðamaðurinn Sigurður Bogi Sævarsson hafi margbeðið sig afsökunar á umfjölluninni! Óljóst er með hvaða hætti Sigurður Bogi bar ábyrgð á greininni, skrifunum eða myndbirtingum.
Mikið var fjallað um Gunnar í fjölmiðlum á þessum tíma. Hann var sviptur ökuskírteini og gaukaði verkefnum á vegum Kópavogsbæjar að dóttur sinni. Spillingarhjúpur var yfir honum. Ævisagan tekur ekki á þessum málum. Gunnar snýr Goldfingermálinu upp í það að umfjöllun fjölmiðla hafi verið eiginkonu hans og fjölskyldu þungbær. Heimsóknir hans á þennan alræmda stað urðu hreint aukaatriði. Hvergi örlar á iðrun vegna eigin gjörða. Þvert á móti eru slæm örlög Gunnars alltaf öðrum að kenna. Gunnar líkir raunar umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig við það sem Donald Trump hafi þurft að þola í Bandaríkjunum. Talsverðu púðri er eytt í að lýsa því hversu slæmir fjölmiðlarnir, að undanskildu Morgunblaðinu, hafi verið. Fréttamenn Rúv fá sérstaklega slæma dóma hjá Gunnari. Skrásetjari hans er blaðamaður á Morgunblaðinu!
Gott að vera á Úlfarsfelli
Gunnar fjallar í bókinni um þann sem þetta skrifar vegna ritstjóratíðar hjá DV og vísar til fleygra orða um að taka menn niður. Gefur Gunnar þar ranglega til kynna að þar hafi hann sjálfur verið til umfjöllunar en ekki Björgólfur Guðmundsson eins og raunin var. „… Núna er Reynir mest upp á Úlfarsfelli – og ágætlega geymdur þar ...“ segir í bókinni. Þetta er reyndar ágætt dæmi um húmorinn og léttleikann sem dúkkar reglulega upp í bókinni á milli þess sem harmur hins fallna nær yfirhöndinni með tilheyrandi froðufellingum.
Glufan í girðingunni
Í kaflanum um bernskuárin er ágæt lýsing á því sem seinna varð í lífi Gunnars. „Ég kom snemma auga á glufuna undir girðingunni“. Einmitt þar liggur hundurinn grafinn. Glufurnar í girðingunni urðu Gunnari að falli í Kópavogi.
Bókin um Gunnar er dæmigerð segulbandabók. Höfundurinn gerir enga tilraun til að sannreyna frásögn viðmælandans eða tóna niður illmælgina og vara hann við sleggjudómum um samherja og pólitíska andstæðinga. Það er engin leið að fallast á að andstæðingar Gunnars séu kvikindi eða að Guðlaugur Þór Þórðarson sé ígildi morðóðs mafíuforingja eða gangsters. Að þessu frátöldu eru skemmtilegir kaflar í bókinni sem varpa ljósi á pólitík fyrri ára. Þetta hefði getað orðið fín bók ef húmor og yfirvegun hefðu verið meira ráðandi og söguhetjan hefði játað mistök sín og sýnt örlitla iðrun. En því miður er ekki svo. Ævisöguritarinn krossbregst viðmælanda sínum með því að láta hann vaða á súðum. Bók sem lýsir fyrrum samherjum sem mafíósum, kvikindum og gangsterum er ekki sérlega falleg gjöf á hátíð ljóss og friðar.
Kápa bókarinnar er ágæt. Myndin á forsíðu er lýsandi fyrir viðfangsefnið. Myndin ber með sér einlægni og stríðni en það eru röng skilaboð. Einlægnina vantar alveg. Það er einnig galli að nafnaskrá vantar. Kannski er það vísvitandi vegna orðfærisins. Gunnar Birgisson fær tvær og hálfa stjörnu. Stjörnurnar eru fyrir skemmtilegu kaflana.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalHeimavígi Samherja
19155
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
2
FréttirHeimavígi Samherja
43345
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
3
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
30
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
4
FréttirSamherjaskjölin
60338
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
5
Fréttir
7
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
6
Fréttir
46421
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
„Stórslys“, sem er í uppsiglingu varðandi heilsu íslenskra kvenna, er hvatinn að undirskriftasöfnuninni „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“. Aðdragandinn er að greining leghálssýna á að fara fram í Danmörku í stað Íslands. Erna Bjarnadóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir vanta upp á virðingu við notendur krabbameinsskimana.
7
FréttirHeimavígi Samherja
1456
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Mest deilt
1
Fréttir
46420
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
„Stórslys“, sem er í uppsiglingu varðandi heilsu íslenskra kvenna, er hvatinn að undirskriftasöfnuninni „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“. Aðdragandinn er að greining leghálssýna á að fara fram í Danmörku í stað Íslands. Erna Bjarnadóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir vanta upp á virðingu við notendur krabbameinsskimana.
2
FréttirHeimavígi Samherja
43345
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
3
FréttirSamherjaskjölin
60338
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
4
Fréttir
62305
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón og enn bætist við
Ólögleg skipan dómara í landsrétt reynist kosrnaðarsöm. Kostnaður vegna settra dómara við Landsrétt vegur þyngst eða 73 milljónir króna. Kostnaður vegna málareksturs og dóms Mannréttindadómstóls Evrópu nam 45,5 milljónum króna
5
ViðtalHeimavígi Samherja
19155
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
6
Fréttir
1489
Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verður ekki lengur heimilt að veita undanþágu til barna undir 18 ára aldri til að ganga í hjúskap.
7
Þrautir10 af öllu tagi
4062
304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“
Þraut númer 303 frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne? 2. En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi? 3. Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur...
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalHeimavígi Samherja
82437
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
RannsóknHeimavígi Samherja
106414
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
3
MyndbandHeimavígi Samherja
85150
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
Stundin spurði Akureyringa út í mikilvægi og áhrif stórfyrirtækisins Samherja á lífið í Eyjafirði.
4
Spurt & svaraðHeimavígi Samherja
81273
Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri
Fjölmiðillinn N4 rekur sjónvarpsstöð á Akureyri. Miðillinn hefur tekið að sér dagskrárgerð, kostaða af Samherja, en telja það vel falla inn í þá starfsemi sem miðillinn heldur úti. „Við erum ekki fréttastöð,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Karl Eskil Pálsson.
5
ViðtalHeimavígi Samherja
19155
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
6
FréttirHeimavígi Samherja
51359
Umdeild aðkoma Samherja að fjölmiðlum
Blaðamannafélag Íslands fordæmdi í fyrra aðgerðir Samherja gagnvart fjölmiðlum. Þorsteinn Már Baldvinsson átti fimmtung í Morgunblaðinu. Samherji hefur keypt umfjöllun frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjónvarpsstöðin Hringbraut braut fjölmiðlalög í samstarfi við Samherja.
7
FréttirHeimavígi Samherja
43345
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
Mest lesið í mánuðinum
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
94276
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
Ingjaldur Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumaður Varpholts og Laugalands, segist orðlaus yfir lýsingum hóps kvenna á ofbeldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann segist aldrei hafa beitt ofbeldi eða ofríki í störfum sínum. Augljóst sé að einhver sem sé verulega illa við sig standi að baki lýsingunum.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
103520
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
Dagný Rut Magnúsdóttir segir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi liðið á meðferðarheimilinu Laugalandi. Þetta hafi verið hræðilegur tími. Hún var þar um nokkurra mánaða skeið þegar hún var fimmtán ára. Pabbi hennar, Magnús Viðar Kristjánsson, óttast að hún jafni sig aldrei að fullu eftir reynsluna sem hún hafi orðið fyrir á meðferðarheimilinu. Hann segir að kerfið hafi ekki aðeins brugðist Dagnýju heldur allri fjölskyldunni.
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
93836
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
„Ég er búin að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upplifði á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi þegar ég var unglingur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerðist,“ segir Kolbrún Þorsteinsdóttir, sem var fyrst vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti, sem árið 2000 var flutt í Laugaland í Eyjafirði. Ingjaldur Arnþórsson stýrði báðum heimilunum.
4
Leiðari
194615
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
6
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
7
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1981.560
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
Sex konur stíga fram í Stundinni og lýsa alvarlegu ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir á meðan þær dvöldu á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu aðilum. Forstöðumaður heimilanna hafnar ásökunum. Ábendingar um ofbeldið bárust þegar árið 2000 en Barnaverndarstofa taldi ekkert hafa átt sér stað. Konurnar upplifa að málum þeirra hafi verið sópað undir teppið. „Við vorum bara börn.“
Nýtt á Stundinni
Aðsent
2
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
FréttirLaxeldi
930
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Þrautir10 af öllu tagi
3650
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
Gærdagsþrautin, hér. * Aukaspurning: Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést? * 1. Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890? 2. Í hvaða landi er Chernobyl? 3. Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005? 4. Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali...
FréttirHeimavígi Samherja
1456
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Mynd dagsins
3
Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.
Þrautir10 af öllu tagi
4060
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...
Mynd dagsins
1
Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...
ViðtalHeimavígi Samherja
19155
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
Fréttir
7
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
30
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
960
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.
FréttirSamherjaskjölin
60338
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir