Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
4

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Má ég?
5

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Fólk strandar á grænmetinu
6

Fólk strandar á grænmetinu

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
7

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Stundin #102
Október 2019
#102 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 18. október.

Formaður Dómarafélagsins segir dómskerfið verða fyrir „þaulskipulögðum“ og „samstilltum“ árásum

Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, telur að 365 miðlum hafi verið beitt markvisst til að grafa undan trúverðugleika íslenskra dómstóla og furðar sig á að hvorki Alþingi né ráðherra hafi „skorist í leikinn“.

Formaður Dómarafélagsins segir dómskerfið verða fyrir „þaulskipulögðum“ og „samstilltum“ árásum
johannpall@stundin.is

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fullyrðir að Fréttablaðinu og 365 miðlum hafi verið beitt með markvissum hætti til að grafa undan trúverðugleika íslenskra dómstóla og setja þrýsting á dómskerfið. Umfjöllun Fréttablaðsins og Kastljóss um fjármál Hæstaréttardómara í fyrra hafi verið þaulskipulögð aðför að réttarkerfinu.

Þetta kom fram í ávarpi Skúla á aðalfundi Dómarafélags Íslands í síðustu viku. Hann fór hörðum orðum um efnistök og fréttamat Fréttablaðsins og ýjaði jafnframt að því að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefði átt beina aðkomu að því sem Skúli lítur á sem ófrægingarherferð gegn æðsta dómstóli landsins. „Hvort Jón Steinar tók þátt í því að skipuleggja þessar aðgerðir frá grunni eða hann hvort samsamaði sig þeim, þegar og hann varð þeirra áskynja, verður hann svara sjálfur fyrir,“ sagði hann.

Skúli vék fyrst að umfjöllun um ofurlaunahækkanir dómara, sem hann sagði einkum hafa verið rekna áfram af Fréttablaðinu en einnig teygja anga sína til annarra fjölmiðla sem tilheyra 365-samsteypunni. „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkun dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði Kjararáðs í árslok 2014 hafði numið 6-7%. Umfjöllunin þjónaði þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhvers konar forréttindahópur. Engu máli skipti þótt umfjöllunin væri leiðrétt, blaðið hélt við sinn keip,“ sagði Skúli og bætti við: „Það var ekki fyrr en ítrekuð skrif blaðsins voru kærð til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti.“

Þann 19. apríl 2016 komst siðanefnd Blaðamannafélags Íslands að þeirri niðurstöðu að 365 miðlar hefðu ekki brotið siðareglur í málinu, enda hefði fyrirsögn Fréttablaðsins um 38 prósenta launahækkun dómara ekki verið röng en þó „mátt vera nákvæmari“. 

Sagði frá símtali við blaðamann

Skúli sagði að eftir þetta hefði nýr þráður verið fundinn hjá Fréttablaðinu til þess að fjalla um dómara með neikvæðum hætti og sjónum verið beint að aukastörfum dómara og fjármálum þeirra.

„Tekið var til að fjalla um reglur um hagsmunaskráningu dómara. Og það er auðvelt að selja almenningi þá hugmynd að dómarar eigi að vera algerlega upphafnir, lausir við öll hagsmunatengsl og án hvers kyns fyrirframgefinna skoðana. Og það er einnig auðvelt að selja þá hugmynd að allt eigi að vera uppi á borðum: að líf dómara eigi að vera eins og opin bók, hverjum sem vill aðgengileg,“ sagði hann. 

„Ég minnist þess að hafa átt samtal við blaðamann Fréttablaðsins sem spurði mig hvers vegna í ósköpunum dómarar þyrftu að eiga hlutabréf eða hluti í hlutabréfasjóðum. Hvers vegna þeir gætu ekki haft sinn sparnað inn á sparisjóðsbók? Þegar leið á samtalið varð mér ljóst að blaðamaðurinn hafði hringt í mig til tjá sínar skoðanir á málinu en ekki til þess að taka eiginlegt viðtal. Það þurfti svo sem ekki að kom á óvart. Fréttablaðið flutti reyndar frétt um aukastörf þess sem hér talar. Sú frétt er væntanlega fæstum í minni enda var þar afskaplega lítið kjöt á beinunum.“

Misbrestur á skráningu upplýsinga hjá nefnd um dómarastörf

Þá vék Skúli að umfjölluninni sem birtist fyrir um ári, þegar Fréttablaðið birti mynd af ökuskírteini Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi Hæstaréttar, á forsíðu og sló því upp að fjórir dómarar hefðu tapað á falli Glitnis árið 2008. Kvöldið áður hafði Kastljós fjallað um fjármál dómara. Skúli sagði augljóst að fréttirnar hefðu byggt á sömu gögnum sem væru illa fengin.

„Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þ.á m. forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum. Sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, a.m.k. að öllu verulegu leyti. Þeir dómarar sem um var að ræða, a.m.k. þeir sem fjölmiðillinn hafði mestan áhuga á, höfðu tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt reglum þótt nefnd um störf dómara hefði illa haldið á skráningu upplýsinga hjá sér,“ sagði Skúli.

„Þetta skipti þó litlu máli því nú var kvæðinu einfaldlega vent í kross og hafin umfjöllun um að hlutaðeigandi dómarar hefðu verið vanhæfir í málum þess banka sem þeir höfðu átt hlutabréf í en samt sem áður tekið þátt í afgreiðslu þeirra. Og enn og aftur var boltinn gefinn upp með það að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væru með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur í landinu átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að í dómskerfinu.“

Telur að ráðherra eða Alþingi hefði átt að „skerast í leikinn“

Skúli sagði ekki hafa farið á milli mála hvaða tilgangi afhending hinna illa fengnu gagna til blaðamanna átti að þjóna. Um hafi verið að ræða „þaulskipulagða aðgerð til að koma höggi á trúverðugleika íslenskra dómstóla, hugsanlega að reyna knýja tiltekna dómara til að segja af sér embætti“. Þarna hafi dómarar og íslenska dómskerfið verið beitt þrýstingi með samstilltum aðgerðum. 

„Það hlýtur að vekja athygli að þegar þessar aðstæður voru komnar upp sá dómsmálaráðherra eða annar fulltrúi ríkisstjórnar enga ástæðu til þess að skerast í leikinn með einhverjum hætti, t.d. með því að lýsa því yfir að íslensk dómskerfi væri í það heila tekið traust. Ekki verður heldur séð að Alþingi eða alþingismenn hafi brugðist við málinu með nokkrum hætti. Hugsanlega fannst stjórnmálamönnum þessa lands sú staða sem upp var komin bara allt í góðu lagi eða hvað?“

Landsréttur ljósið í myrkrinu

Skúli benti á að í kjölfar umfjöllunarinnar hefði traust á íslenskum dómstólum mælst í sögulegu lágmarki eða um 32 prósent í Þjóðarpúlsi Gallup. 

Í ávarpi sínu vék hann einnig að stofnun nýs dómsstigs, Landsréttar. „Því er ekki að leyna að ég hefði viljað sjá Landsrétt hefja störf við annan og jákvæðari aðdraganda,“ sagði hann, og vísaði þá líklega til þess að miklar deilur urðu á Alþingi þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að víkja frá tillögum hæfnisnefndar við skipun dómara, en Héraðsdómur Reykjavíkur komst síðar að þeirri niðurstöðu að þar hefði ráðherra ekki farið að lögum. „Engu að síður er stofnun nýs Landsréttar enn sem fyrr ljósið í myrkrinu þessa stundina. Í þessari kerfisbreytingu felst hið stóra sóknarfæri okkar í dag, ekki síst vegna þess að samhliða Landsrétti mun sameiginleg stjórnsýsla dómstólanna einnig verða efld,“ sagði Skúli. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
4

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Má ég?
5

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Fólk strandar á grænmetinu
6

Fólk strandar á grænmetinu

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
7

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?
3

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
4

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fólk strandar á grænmetinu
5

Fólk strandar á grænmetinu

·
Með svona bandamenn ...
6

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?
3

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
4

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fólk strandar á grænmetinu
5

Fólk strandar á grænmetinu

·
Með svona bandamenn ...
6

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn
3

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
5

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
6

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn
3

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
5

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
6

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·

Nýtt á Stundinni

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu

Fólk strandar á grænmetinu

·
Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Listin og lífið renna saman

Listin og lífið renna saman

·
Draumur að eiga dúkkubarn

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Saga um konur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Saga um konur

·