Fréttir

Fylgi Vinstri grænna fellur og stuðningsfólk vill síst Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn

Ný könnun sýnir að 40 prósent þeirra sem kusu VG í alþingiskosningunum ætla ekki að gera það aftur. Meirihluti þeirra sem þó styðja VG vilja síst að Sjálfstæðisflokkurinn sé í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir leiðir hins vegar viðræður um að mynda ríkisstjórn með flokknum.

Katrín Jakobsdóttir Leiðir stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Mynd: Morgunblaðið / Eggert Jóhannesson

40 prósent þeirra sem kusu Vinstri græn í alþingiskosningunum í lok október segjast ekki myndu gera það aftur ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR, sem sýnir að fylgi VG hefur fallið um 4 prósent ef miðað er við kosningarnar.

Vinstri græn fengu 16,9 prósent stuðning í yfirstöðnum alþingiskosningum, en einungis 13 prósent segjast myndu kjósa flokkinn í dag. Á móti segjast 16 prósent nú ætla að kjósa Samfylkinguna, en flokkurinn fékk aðeins 12,1 prósent stuðning í kosningunum.

Hátt í hundrað meðlima VG hafa sagt sig úr flokknum eftir að þingflokkur VG, með stuðningi níu af ellefu þingmönnum flokksins, hóf stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Á móti hafa 20 til 25 skráð sig í flokkinn. Alls eru meðlimir í flokknum tæp sex þúsund.

Í könnun MMR kemur fram að 57 prósent kjósenda VG vilja síst að Sjálfstæðisflokkurinn sé í ríkisstjórn. Píratar eru hins vegar óvinsælastir hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, en 63 prósent þeirra vilja síst að Píratar séu í stjórn. 40 prósent kjósenda Samfylkingarinnar vilja síst af öllu Sjálfstæðisflokkinn í stjórn og 68 prósent Pírata. Því er ljóst að erkifjendur íslenskra stjórnmála eru Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. 

Kjósendur Samfylkingarinnar, VG, Pírata og Viðreisnar eru að öðru leyti mest andvígir því að Miðflokkurinn sé í ríkisstjórn, en 46 prósent kjósenda Miðflokksins vilja síst af öllu Pírata í stjórn.

Fylgi VG hefur hrunið á einum og hálfum mánuði. Þannig mældist VG stærsti stjórnmálaflokkurinn í könnun 365 sem birt var 11. október, með 29,9 prósent fylgi.

Hlé er nú á stjórnarmyndunarviðræðurm Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á meðan miðstjórn Framsóknarflokksins fundar í dag og á morgun.

Hverja vilja stuðnigsmenn síst?Aðeins 6 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins vill síst VG í ríkisstjórn, en 57 prósent þeirra sem styðja VG vilja síst Sjálfstæðisflokkinn.

Fylgi flokka í dag samanborið við kosningar:

24,4% Sjálfstæðisflokkurinn - 25,3% í kosningum

16% Samfylkingin - 12,1% í kosningum

13% Vinstri græn - 16,9% í kosningum

10,5% Miðflokkurinn - 10,9% í kosningum

9,9% Píratar - 9,2% í kosningum

9,5% Framsóknarflokkurinn - 10,7% í kosningum

8,4% Flokkur fólksins - 6,9% í kosningum

6,5% Viðreisn - 6,7% í kosningum

1,8% Annað - 1,5% í kosningum 

Niðurstöður könnunarinnarFylgi við flesta flokka er svipað og í síðustu alþingiskosningum, en Vinstri grænir falla mikið og fylgi bætist við Samfylkinguna.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein