Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Taldi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn „óhugsandi“ fyrir ári

Svandís Svavarsdóttir taldi fyrir síðustu kosningar að hneykslismál vegna Panamaskjalanna gerðu samstarf VG við Sjálfstæðisflokkinn óhugsandi. Nú á VG í formlegum viðræðum við flokkinn í kjölfar fleiri hneykslismála.

Svandís Svavarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði nokkrum dögum fyrir þingkosningarnar í fyrra að það væri „óhugsandi“ að Vinstri græn færu í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hugsanlega hefði samstarf af því tagi einhvern tímann verið á dagskrá hjá flokknum, en í ljósi mála sem komið hefðu upp í aðdraganda kosninga væri stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokksins óhugsandi. 

„Það er alvanalegt í aðdraganda kosninga að miðjuflokkar reyni að setja af stað orðróm um að vinstri flokkurinn á hverjum tíma ætli að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Slík herferð er nú farin af stað í þessum anda,“ skrifaði Svandís á Facebook þann 21. október 2016 og bætti við:

„Vera kann að samstarf af þessu tagi hafi einhvern tíma verið á dagskrá hér fyrr á árum. Hins vegar er það óhugsandi við núverandi kringumstæður eftir aðdraganda kosninganna, uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum og viðbrögð forystumanna stjórnarflokkanna. Þetta hljóta allir að sjá.“

Svo virðist sem ýmislegt hafi breyst á því ári sem liðið er síðan Facebook-færsln birtist, því nú eiga Vinstri græn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir að gengið var til kosninga.

Boðað var til kosninganna í ár vegna annars konar hneykslismála Sjálfstæðisflokksins en síðast. Að þessu sinni var um að ræða mál er vörðuðu leyndarhyggju og uppreist æru barnaníðinga. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Súr Sigmundur kallar Bjarna farþega og segir að hann hljóti að hætta í stjórnmálum