Fréttir

Taldi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn „óhugsandi“ fyrir ári

Svandís Svavarsdóttir taldi fyrir síðustu kosningar að hneykslismál vegna Panamaskjalanna gerðu samstarf VG við Sjálfstæðisflokkinn óhugsandi. Nú á VG í formlegum viðræðum við flokkinn í kjölfar fleiri hneykslismála.

Svandís Svavarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði nokkrum dögum fyrir þingkosningarnar í fyrra að það væri „óhugsandi“ að Vinstri græn færu í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hugsanlega hefði samstarf af því tagi einhvern tímann verið á dagskrá hjá flokknum, en í ljósi mála sem komið hefðu upp í aðdraganda kosninga væri stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokksins óhugsandi. 

„Það er alvanalegt í aðdraganda kosninga að miðjuflokkar reyni að setja af stað orðróm um að vinstri flokkurinn á hverjum tíma ætli að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Slík herferð er nú farin af stað í þessum anda,“ skrifaði Svandís á Facebook þann 21. október 2016 og bætti við:

„Vera kann að samstarf af þessu tagi hafi einhvern tíma verið á dagskrá hér fyrr á árum. Hins vegar er það óhugsandi við núverandi kringumstæður eftir aðdraganda kosninganna, uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum og viðbrögð forystumanna stjórnarflokkanna. Þetta hljóta allir að sjá.“

Svo virðist sem ýmislegt hafi breyst á því ári sem liðið er síðan Facebook-færsln birtist, því nú eiga Vinstri græn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir að gengið var til kosninga.

Boðað var til kosninganna í ár vegna annars konar hneykslismála Sjálfstæðisflokksins en síðast. Að þessu sinni var um að ræða mál er vörðuðu leyndarhyggju og uppreist æru barnaníðinga. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða