Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
6

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
7

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
8

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Telja samstarf við íhaldsflokkana illskásta kostinn í erfiðri stöðu – og jafnvel dálítið spennandi

Stundin leitaði skýringa á umdeildri ákvörðun Vinstri grænna.

johannpall@stundin.is

Þingmenn og áhrifafólk í Vinstri grænum telja raunhæfan möguleika að ná ásættanlegum málefnasamningi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, þar sem uppbygging innviða verði sett á oddinn og útgjöld til samneyslunnar stóraukin. Eftir að slitnaði upp úr viðræðunum við Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Pírata er samstarf við Framsókn og Sjálfstæðisflokk talinn illskásti kosturinn til að tryggja pólitískan stöðugleika næstu fjögur árin þar sem uppgangurinn í efnahagslífinu nýtist til að styrkja innviði og samfélagsstofnanir. Samningsstaða Sjálfstæðisflokksins sé veikari en oft áður og flokkurinn þannig sveigjanlegri; gagnkvæmt traust ríki milli Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar og þótt samstarf flokkanna sé áhættusamt geti það orðið grundvöllur að sögulegum sáttum og haft góð áhrif á íslensk stjórnmál til langs tíma. 

Þetta kemur fram í samtölum sem Stundin hefur átt við áhrifafólk og þingmenn Vinstri grænna í tilraun til að leita skýringa á ákvörðunum og áherslum flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Viðmælendur Stundarinnar gera sér grein fyrir að Vinstri grænum verði að öllum líkindum refsað fyrir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Engu að síður fullyrða þeir að þetta sé skásta leiðin til að tryggja framgang áherslumála flokksins og hafa afgerandi áhrif á samfélagsþróun næstu ára. Verkefnið sé áhættusamt en sumum þyki það líka lúmskt spennandi.

Viðmælendur Stundarinnar sem eru áfram um stjórnarsamstarfið telja löngu orðið tímabært að mynda ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Flokkurinn skuldi kjósendum sínum raunverulegan árangur. Ef ekki líti út fyrir að flokkurinn nái lykilmálum sínum fram verði málefnasamningurinn væntanlega felldur af þingflokknum eða flokksráði Vinstri grænna. Ólíklegt þykir þó að þetta gerist, enda hafi viðræðurnar farið vel af stað. 

Umdeild vegferð vinstriflokks

Sú ákvörðun þingflokks VG að hefja formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hefur vakið hörð viðbrögð. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá kosningum og vart hægt að fullyrða að komin sé upp alvarleg stjórnarkreppa. Samt er stærsti vinstriflokkurinn strax farinn að ræða ríkisstjórnarmyndun við hægriflokk sem margir á vinstrivængnum telja óstjórntækan vegna spillingarmála.

Fólk úr Pírötum og Samfylkingunni sem Stundin hefur rætt við telur að ekki hafi verið fullreynt með viðræður miðju- og vinstriflokka. Vel hefði mátt halda þeim áfram ásamt Viðreisn og/eða Flokki fólksins. Ótti um að mynduð verði íhaldsstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sé ekki á rökum reistur, enda bendi fátt til þess að Framsóknarflokkurinn vilji vinna með Miðflokknum né að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum þyki samstarf við Flokk fólksins fýsilegt.

Viðmælendur Stundarinnar úr VG meta stöðuna með öðrum hætti og hafa, frá því að slitnaði upp úr fyrri viðræðunum, orðið æ svartsýnni á að mögulegt sé að mynda fjölflokka ríkisstjórn frá miðju til vinstri. 

Fáum dylst að óskastjórn Framsóknarflokksins yrði mynduð með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa Framsóknarmenn beitt sér mjög fyrir samtali þessara flokka allt frá kosningum. Raunar er fullyrt að kostað hafi átak að fá Framsókn til að íhuga alvarlega að fylgja Vinstri grænum inn í ríkisstjórnarsamstarf með Pírötum og Samfylkingunni. Þar hafi hjálpað til að VG hélt alltaf möguleikanum á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn opnum.

Nokkurs pirrings gætir í garð Samfylkingarinnar fyrir að hafa ekki gert slíkt hið sama, enda telur VG-fólk að með því mátt senda Framsóknarflokknum skilaboð um að hann væri ekki ómissandi hlekkur í hugsanlegu samstarfi vinstriflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta hefði aukið líkurnar á myndun ríkisstjórnar VG, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata. 

Telja óskhyggju að Viðreisn og Framsókn geti náð saman

Áhrifafólk í VG segir óskhyggju að láta eins og hægt sé að leiða Framsóknarflokkinn og Viðreisn saman inn í ríkisstjórn. Raunar hafi óskir Samfylkingarfólks um að fá Viðreisn að borðinu í viðræðum VG, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar stuðað Framsóknarmenn og ekki hjálpað til.

Ljóst sé að aðkoma Viðreisnar að stjórnarmyndunarviðræðum vinstri- og miðjuflokka hefði flækt viðræður frekar en að styrkja þær, einkum í ljósi hægrisinnaðra áherslna Viðreisnar í skatta- og ríkisfjármálum og fjarlægðar Viðreisnar frá Framsóknarflokknum og VG að því er varðar landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. 

Af þessum sömu ástæðum hafi útspil Samfylkingarinnar og Pírata, þar sem þau stilltu sér upp með forystufólki Viðreisnar og buðu Vinstri grænum „annan valkost“, ekki verið til þess fallið að auka áhuga Framsóknarflokksins á samtali eða samstarfi vinstri- og miðjuflokkanna.

Eða eins og einn viðmælandi Stundarinnar orðaði það: „Það að stilla Viðreisn upp við borðið sem þú þarft að fá Framsókn til að setjast við er eins og að bjóða veganista í kjötveislu.“ 

Í VG er það sjónarmið áberandi að í raun séu nú  fáir kostir í stöðunni. Ef ekki verði farið í samstarf við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn sé raunveruleg hætta á að mynduð verði íhaldsstjórn (eða “alt-right”-stjórn) Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Viðmælendur Stundarinnar úr tveimur flokkum segja að þótt stirt sé á milli flestra þingmanna Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs geti Framsókn séð sér hag í því að gera vopnahlé við Sigmund. Þá geti það orðið Framsóknarmönnum dýrkeypt að sitja í ríkisstjórn sem allir þrír flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, hamist á í stjórnarandstöðu. 

Oddný Harðardóttirþingkona og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og fullyrðir á Facebook að hún telji að „Framsókn fari aldrei með Miðflokknum í stjórn“.

Hún segist „sannfærð um að ef Vg hefði gefið skýr skilaboð til Framsóknar um að samstarf við íhaldið kæmi ekki til greina væri ríkisstjórn síðustu stjórnarandstöðu að detta inn með málefnasamningi þar sem áherslur væru á efnahagslegan stöðugleika, félagslegan stöðugleika og heilbrigðan vinnumarkað ásamt lýðræðisumbótum.“ Þarna kristallast allt önnur sýn á stjórnarmyndunarviðræðurnar heldur en birst hefur í samtölum Stundarinnar við áhrifafólk í Vinstri grænum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
6

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
4

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
5

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
4

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
5

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Nýtt á Stundinni

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Bill Cosby bíður dóms

Bill Cosby bíður dóms

·
Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

·
Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

·
Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

·
Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·