Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Einelti og fantasía

Galdra-Dísa og Er ekki allt í lagi með þig?

Einelti og fantasía

Skólalóðir heimsins hafa löngum verið vígvellir og því ekki furða að unglingabækur heimsins séu fullar af sögum af einelti. Ef ég ætti að velja eina slíka til að mæla með þá væri það Saga af strák (e. About a Boy) eftir Nick Hornby (bókina, myndin gerir lykilmistök þegar kemur að því að birta eineltið), sem lýsir upplifun fórnarlambsins af fágætri næmni. En janvel hún kemur lítið inn á gerandann.

Gerandinn er oftast frekar dularfull persóna, sem virðist hafa hlotið vald sitt að ofan – og jafnvel þegar örlitlu ljósi er varpað á fortíð hans þá er það aðeins sem hluti af stóru sögunni. En af þessu leiðir að við lærum mest um hvað einelti er ömurlegt, ekki hvaðan það sprettur, því fyrir þolandanum er sjaldnast nein rót (þótt gerendunum takist stundum að sannfæra þá um að hún liggi hjá þeim), aðeins stigvaxandi ofbeldi. Ofbeldi sem flestir fara hægt og rólega að venjast, eineltið verður nánast eins og náttúrulögmál.

Þess vegna er nýjasta verðlaunabók Íslensku barnabókaverðlaunanna, Er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur, svona dýrmæt. Þar fáum við svipmynd af unglingabekk grunnskóla í gegnum tvær stelpur, þær Ragnheiði og Heklu, en þær eru til skiptis aðalpersónur kaflanna. Ragnheiður er nýflutt í smábæ nálægt Reykjavík eftir að hafa lent í alvarlegu einelti í Miami – og vingast þar við Heklu, fótboltastjörnu og spilafíkil.

Fljótlega kemur þó í ljós að þótt Ragnheiður sjálf sé laus við að vera lögð í einelti er einelti svo sannarlega til staðar í þessum skóla líka. Þótt það virki ólíkt lúmskara – en það er auðvitað aðallega út af því núna er hún ekki þolandinn.

Sagan er skrifuð á sannfærandi unglingamáli en hins vegar hef ég sjaldan eða aldrei rekist á jafn málglaða unglinga. Megnið af sögunni er í formi samræðna – og það litla sem birtist okkur aðeins sem hugsanir persónanna mun verða fært í töluð orð á endanum.

En máski er það til marks um það að þögnin, hún sé athvarf þolendanna? Gerendurnir eiga alltaf orðið, þetta er þeirra ríki og þeir geta leyft sér að samkjafta án þess að hafa áhyggjur af því að tala af sér. Það útskýrir til dæmis ágætlega af hverju helsti gerandinn verður hálfbrjáluð af minnstu einveru, jafnvel þótt það séu aðeins örfáir klukkutímar; það þarf alltaf einhver að vera að hlusta á hana eða dást að henni. Enda fær fórnarlamb eineltisins, Lilja, aðeins örfáar setningar í allri bókinni – þótt fyrrverandi fórnarlambið Ragnheiður geti talað alla í kaf, núna þegar hún er laus við eineltið.

En bókinni tekst að búa til ákaflega sannfærandi vinkvennahóp, skipaðan fjórum stelpum sem eru nógu ólíkar til að renna ekki saman í eitthvert karakterslaust stelpnager en þó nógu líkar til þess að maður trúi því að þær séu vinkonur. Henni tekst líka ágætlega að sýna hvernig einelti getur grasserað út af eitraðri blöndu af öfund, misskilningi, eigingirni og trúgirni. Það er vissulega bara einn kokteill af mörgum sem getur valdið einelti og vonandi eru fleiri bækur, annaðhvort óútkomnar eða sem ég á eftir ólesnar, sem segja okkur allar hinar sögurnar.

Raddir gerenda Elísa Jóhannsdóttir fékk Íslensku barnabókmenntaverðlaunin fyrir bókina Er ekki allt í lagi með þig? Þar dregur hún upp raunsanna mynd af einelti, þar sem raddir gerenda taka mikið pláss.

Eitt truflaði mig þó örlítið. Ragnheiður upplifir nánast allt betra hér á Íslandi heldur en í Ameríku. Sem er skiljanlegt, hafandi lent í hremmingum þar en ekki á Íslandi. Við skynjum í gegnum hana hvernig kerfið brást henni í Ameríku – en við vitum aldrei hvernig það brást Lilju heima á Íslandi. Kennararnir og fótboltaþjálfararnir virðast allir hin mestu ljúfmenni og námsráðgjafinn nánast dýrlingur – af hverju sáu þau þetta ekki og af hverju brugðust þau ekki við? Þau bregðast vissulega við annarri eineltistilraun seint í bókinni – og gera flest rétt þá, hvað veldur þá þessari kollektívu blindu?

Það er verðugt rannsóknarefni – því þótt stundum grasseri eineltiskúltúr í ákveðnum skólum og jafnvel í heilum sveitarfélögum þá virðist þetta nú samt eiga sér stað alls staðar. Það væri forvitnilegt að skoða betur af hverju.

Dísa bjargar málunum

Mögulega mætti smíða bókmenntakenningu í kringum það að fantasían sé leið okkar til að sleppa frá grimmum hversdagsleikanum – og sumar fantasíur hafa hreinlega gengið út á það. Bastían Baltasar Búx er á flótta undan hrekkjusvínum þegar hann hverfur í heim Sögunnar endalausu og Búi er að flýja erfiðar fjölsylduaðstæður þegar hann finnur anda í flösku sem færir hann alla leið til Hvergilands í Elsku Míó minn.

En við skulum þó til að byrja með láta okkur duga að fara til Reykjavíkur. Þar býr Dísa, sem við fyrstu sýn virðist eiga við álíka einelti að glíma og Lilja – og hún virðist bregðast við því á svipaðan hátt og Ragnheiður; báðar reyna þær að klæða eineltið af sér með einhverju pönkaralegu mér-er-sama lúkki, eitthvað sem hvorug sagan fer þó djúpt í, við fáum engar ævisögur Sid Viscious í þessum unglingabókum. Dísa er sumsé titilpersónan í bæði Drauga-Dísu og Galdra-Dísu og þótt sú síðari sé nýkomin út skulum við byrja aðeins á Drauga-Dísu.

Þar kynnumst við velmeinandi stelpu, sem er hörð af sér, en það er ekki nóg – eineltið heldur samt bara áfram. Þangað til galdrarnir láta á sér kræla og hún finnur galdrahlið inn í annan heim, tímahlið sem tekur hana 300 ár aftur í tímann. Þar kynnist Dísa jafnaldra sínum og unir sér ágætlega – en freistingin til þess að nota töfrahliðið til að hefna sín á kvölurum sínum verður þó heilbrigðri forvitninni yfirsterkari.

Þannig verður sagan meðal annars táknsaga fyrir kóping-mekanisma og töffaraheit, þar sem þú týnir sjálfum þér og hefndarþorstinn sem eineltið ól í brjóstinu verður góðmennskunni yfirsterkari. Eitthvað sem gæti alveg leitt út í nýja tegund af einelti í einhverri annarri sögu, en það hefði líklega leitt okkur of langt í burtu frá ævintýrinu sem höfundurinn, Gunnar Theódór Eggertsson, vill segja okkur.

Og það er heillandi ævintýri sem birtir okkur ljóslifandi mynd af horfnum tíma. Oft leiðist mér ósegjanlega þegar íslenskir höfundar nota sagnaarfinn og Íslandssöguna jafn mikið og Gunnar Theódór gerir í Drauga-Dísu, finnst maður kominn aftur í þurran sagnfræðitíma í grunnskóla, en Gunnar Theódór nær að glæða þennan forna heim slíku lífi að helst myndi maður vilja dvelja þar lengur.

En bækur taka alltaf enda, meira að segja Sagan endalausa gerði það, og þá er bara að bíða eftir framhaldinu. Sem kom út núna fyrir jólin. Dísa var rétt byrjuð að kynnast göldrum í fyrri bókinni en í millitíðinni (og í upphafi þeirrar nýju) hefur hún lært þvílík firn af galdraþulum að hún stendur svo sannarlega undir nafninu Galdra-Dísa.

Það er ein helsta freisting flestra framhaldsbóka að halda sig bara við formúluna og endurtaka gömlu söguna, en það á sannarlega ekki við um Galdra-Dísu. Galdrarnir voru að koma sterkir inn í lok fyrri bókarinnar og eru um margt í forgrunni hér, en að öðru leyti var fókus Drauga-Dísu á einelti, hefnd, tímaflakk og að birta svipmynd af Íslandi fyrri alda. Galdra-Dísa fjallar miklu frekar um fjarlæg stríðshrjáð lönd, flóttamenn, trúarbrögð og mannkynssöguna. Já, og ábyrgð. Þið munið mögulega þrástefið í sögunum um Köngulóarmanninn, þar sem Ben frændi segir Peter Parker í dauðateygjunum að miklu valdi fylgi mikil ábyrgð, mögulega meðvitaður um að þessi væskilslegi piltur hafi nýlega fengið mikið vald. Það er mikilvæg aukapersóna, einhvers konar vofa, sem gegnir hlutverki Bens frænda í þessari sögu og gerir Dísu ítrekað grein fyrir allri ábyrgðinni sem hvílir á herðum hennar.

Það voru þó önnur minni úr heimsbókmenntunum sem mér voru huglægari á meðan ég las bókina, nefnilega hinn mikli sagnabálkur um Söguna af Ísfólkinu. Fyrir því eru kannski helst tvær ástæður. Annars vegar sú að höfuðskúrkur sögunnar, seiðskrattinn Skafti, er merkilega líkur Þengli hinum illa, þeim mannsdjöfli sem Margit Sandemo gerði ódauðlegan. Bókstaflega. Báðir hafa þeir sopið af öllum þeim illskulindum sem þeir hafa komist í tæri við og breytt öllum göldrum sem þeir hafa lært í daunillsta svartagaldur. Báðir lifa þeir í gegnum aldirnar og bíða færis til hefnda og heimsyfirráða.

Takmarkalaust ímyndunaraflGunnar Theodór hefur nánast takmarkalaust ímyndunarafl sem fer á flug í bókunum um Dísu, sem hefur ofurnáttúrulegar tengingar.

Þetta segi ég Galdra-Dísu til hróss, enda Þengill hinn illi frábær karakter sem situr enn í mér, öllum þessum árum síðar. Skafti nær kannski ekki sömu hæðum – og einn af sárafáum göllum Drauga-Dísu var sá að upphaf illsku hans var ekki útskýrt alveg nógu sannfærandi. Þá eru liðin tæp 30 ár síðan ég las Ísfólks-bálkinn og hef heyrt á ýmsum að stílsnilli Margitar hafi verið ábótavant – sem á sannarlega ekki við um Gunnar Theodór, báðar bækurnar eru fantavel stílaðar. En hann deilir þó ákveðnum veikleikum með Sandemo (og jafnvel Stephen King, ef út í það er farið) – ímyndunaraflið virðist nánast óendanlegt, sem getur oft kostað ákveðið offlæði, sérstaklega þegar líður á. Þannig var Drauga-Dísa alltaf passlega jarðtengd en þótt Galdra-Dísa gerist mestöll í okkar heimi þá er dálítið eins og hún sé komin hættulega fjarri jarðkringlunni á köflum.

Offlæðið ber líka sögupersónurnar ofurliði að einhverju leyti. Ekki allar þó. Í þetta skiptið bætast við nokkrar stelpur frá stríðshrjáðu landi, Gambelíu (sem minnir mest á einhvern bræðing af Sýrlandi og einhverju Afríkulandi), og það er farið vel með þeirra sögu og þær reynast um margt eftirminnilegustu karakterar bókarinnar – sérstaklega ein sem kemur í ljós að á fortíð sem barnahermaður.

En aðalpersónurnar gömlu, Dísa og sautjándu aldar pilturinn Björn, sem villtist inn í nútímann, það er dálítið eins og þau hafi orðið eftir í fyrri bókinni. Þau þróast furðu lítið – sem er synd, vegna þess að næg eru tækifærin. Í fyrri bókinni voru þau afskiptir unglingar hvort frá sinni öldinni, ekkert óvenjulegir karakterar en vel smíðaðir. Núna er Björn tímavilltur í 21. öldinni á meðan Dísa glímir við mjög áhugaverðan misþroska, að hafa lifað í nokkrar aldir en vera samt bara táningur. En það er alltof lítið unnið með þetta, til þess er fantasían of frek til plássins. Það liggur við að maður hefði viljað eina hversdagslega sögu sem millispil, þar sem þau hefðu þvælst ráðvillt um Reykjavík okkar daga.

Annað sem truflaði mig dálítið í Galdra-Dísu var hvernig lausnin virðist afskaplega – hættulega – einföld. Það þurfi bara að losna við einn skúrk og þá sé öllu borgið. En þá er rétt að muna endalok fyrri bókarinnar. Ef þið eigið eftir að lesa Drauga-Dísu megið þið hætta að lesa hér ... en þar sendir hún Skafta og allan hans skrímslaher eins langt aftur í gráa forneskju og frekast er hægt. Þá pældi maður ekki mikið í því að það væri mögulega óráð (þótt eftirmálinn hafi kveikt ákveðinn grun) en hér komumst við að því hvernig sú lausn varð að lokum til ills. Hver veit nema lausn nýju bókarinnar fái sömu meðferð í næsta framhaldi?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
7
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu