Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Kostir Katrínar

Katrín Jakobsdóttir er ekki á nokkurn hátt í þvingaðri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún hefur tvo valkosti og ræður því sjálf hvorn hún velur.

Eftir kosningarnar um daginn hófust stjórnarmyndunarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þátt í þeim tóku VG, Píratar, Framsóknarflokkurinn og Samfylking. Þessir fjórir flokkar hafa samtals 32 þingmenn.

Eins sætis meirihluta.

Katrín hafði engar áhyggjur af því að sá meirihluti kynni að vera of lítill.

Auðvitað ekki.

Ef til samstarfs er gengið af heilindum, þá skiptir stærð meirihlutans ekki öllu.

Og það er bara þvættingur - sem einhverjir virðast þó telja sér hag í að koma á kreik - að síðasta stjórn hafi sprungið af því meirihlutinn var svo tæpur.

Hún sprakk af allt öðrum ástæðum.

Eftir nokkra daga fannst Framsóknarflokknum hins vegar að þessi eins þingmanns meirihluti dygði ekki.

Það var að minnsta kosti sú ástæða sem hann notaði til að slíta viðræðunum.

Katrínu fannst þetta miður, sagði hún. Meirihlutinn hefði örugglega haldið, sagði hún.

Þó meirihlutinn væri bara einn þingmaður.

En jæja, þá bregður svo við að Katrín hefur einhvers konar óformlega forystu í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

Ég þarf ekkert að rekja hér hversu umdeild sú ákvörðun er.

Nema hvað, nú virðist komið upp úr dúrnum að ef Katrín hefur áhuga, þá geti hún líka myndað stjórn með Pírötum, Samfylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins.

Það eru að minnsta kosti mjög miklar líkur á því, miðað við hvernig forystumenn flokkanna hafa talað.

Ef VG færi nú í ríkisstjórn með þessum flokkum, hver yrði þá meirihluti stjórnarinnar?

Jú, 32 þingmenn.

Með eðlilegum fyrirvara um að ekkert er öruggt fyrr en afstaðið er, þá getur hún sem sé myndað jafn sterka stjórn núna og hún ætlaði að gera um daginn.

Að vísu með fimm flokkum eða ekki fjórum, en manneskja sátta og samlyndis eins og Katrín yrði nú varla í vandræðum með að hafa alla góða í fimm flokka stjórn, fyrst hún treysti sér til þess að stýra fjögurra flokka stjórn.

Og þessi stjórn hefði þann ótvíræða kost að Panamaprinsar væru þar ekki innanborðs.

Og svigrúm miklu betra til að gera breytingar til bóta á íslensku samfélagi.

Ef slík stjórn væri í bígerð, hver veit nema Framsóknarflokkurinn vildi þá líka koma með eftir allt saman?

Katrín er sem sagt ekki þvinguð til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Hún hefur val.

Það er ekki bara annars vegar um stjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks að velja, og hins vegar stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins - eins og margir virðast óttast.

Nei, Katrín hefur val.

Hvað hún velur mun semsagt ráðast af því hvað hún vill.

Hún hefur val.

 

- - -

Ég veit að Katrín er ekki einráð í VG og í rauninni ætti ég að tala um að „þau hafi val“ en þetta er nú svona algengt stílbragð að herma heilan flokk upp á leiðtogann. Þið skiljið það.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Súr Sigmundur kallar Bjarna farþega og segir að hann hljóti að hætta í stjórnmálum