Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kraftur Jóns Kalmans

Kraftur Jóns Kalmans
Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson er rithöfundur sem margir hafa sterkar skoðanir á. Sumum finnast bækur hans frábærar, nánast fullkomnar, á meðan aðrir eiga erfitt með háfleygan og ljóðrænan stílinn. Ég þekki fólk sem elskar bækur Jóns Kalmans. En ég þekki líka fólk sem getur ekki lesið hann út af því að viðkomandi segja hann tilgerðarlegan og hátíðlegan.  

Sjálfum finnst mér Jón Kalman vera ótrúlega flinkur höfundur og í vissum skilningi verða bækur hans alltaf þéttari, meitlaðri og vandaðri þar sem hann nær alltaf betri og betri tökum á því sem hann er að gera. Ég hlakka alltaf til að fá nýja bók eftir hann í hendurnar því ég ég veit að það er alltaf gull í bókunum hans.

Ég get hins vegar skilið þá sem hafa látið stílbrögð Jóns Kalmans fara í taugarnar á sér í gegnum tíðina; þau hafa líka pirrað mig stundum og blandast saman við alla hrifninguna. Rithöfundurinn Steinar Bragi skrumskældi stílbrögð Jóns Kalmans í bókinni Kötu fyrir nokkrum árum þar sem sögupersónan talaði með upphöfnum, og dálítið einfeldningslegum, hætti í innblásnum setningum sem minntu á orð úr bókum hans. Þetta var paródía um hátimbrað innihaldsleysi hjá Steinari Braga. 

Færri og betri líkingar

Í nýjustu bók Jóns Kalmans, Saga Ástu, er minna um þess konar háfleyg stílbrögð sem hafa farið í taugarnar á mér og einhverjum lesendum hans en oft áður í verkum hans, sérstaklega í tveimur síðustu bindunum í Vestfjarðarþríleiknum. Myndlíkingarnar eru færri og betri og stóru heimspekilegu, retorísku spurningarnar um eðli lífsins og hlutanna sömuleiðis. Líkingarnar sem hann notar koma því yfirleitt við lesandann „eins og högg“, líkt og hann orðar það með sterkum og lýsandi hætti á einum stað í viðlíkingu um áhrif náttúrunnar á Vestfjörðum á fólk. Þetta er frábær líking, hún sló mig þegar ég las hana, líkt og hún átti að gera.  Á öðrum stað talar Jón um að kona brosi „eins og sú sem veit allt“. Sú líking er einföld og kemst strax til skila í höfði lesandans.

Við lestur síðustu bóka Jóns hef ég hnotið um miklu fleiri atriði sem pirra mig og mér finnst að hann hefði mátt sleppa en í þessari bók. 

Ofnotuð, og að mínu mati léleg, líking Jóns Kalmans úr  Harmi englanna í Vestfjarðarþríleiknum sést þó aftur hér á einum stað þegar peningum er líkt við „hráka djöfulsins“. Og það kemur fyrir að stóru spurningarnar verða of margar og stundum kemur sögumaðurinn með setningar og frasa  inn í frásögnina sem alveg hefði mátt sleppa að ósekju - „Þeir sem hella upp á gott kaffi eru blessaðir, þeirra er himnaríki“.

En Jón Kalman notar þessi stílbrögð sparlegar en áður, eins og hann hemji sig og meitli. Kannski snýst þetta líka og traustari ritstjórn eða krítískari yfirlestur hjá þeim sem lesa yfir hjá honum. 

Þeytingurinn í frásögninni

Saga Ástu segir tragíska fjölskyldusögu  íslenskrar stúlku, Ástu Sigvaldadóttur, með nokkuð brotakenndri frásagnaraðferð. Suma kafla segir sögumaður, aðrir kaflar eru bréf frá Ástu, hluti sögunnar er sagður út frá föður Ástu þar sem hann liggur á gangstétt í Stavangri eftir að hafa dottið úr stiga og lítur yfir farinn veg í huganum og nokkrir stuttir kaflar segja frá rithöfundi sem er ekki beinn hluti af hinni eiginlegu fjölskyldusögu.

Af því Jón breytir svo ört um frásagnaraðferð og tímabil í sögunni þá verður bókin ekki ein- heldur margtóna, ekki eins - heldur marglaga, hún verður ekki fá - heldur fjölbreytt í lestri en kannski einnig nokkuð tætingsleg fyrir vikið. 

Jón hoppar vel á milli þessara frásagnaraðferða og honum tekst líka vel til í að stökkva á milli ólíkra tímabila inni í frásögninni þannig að sagan verður lifandi og flæðir vel fram því hann klippir frekar ört og hratt á milli frásagnarhátta.  Það er hraði og áræðni í Sögu Ástu og Jón keyrir hana vel áfram án þess að stagla, teygja lopann eða festast of lengi í sömu sporunum í frásögninni. Mér finnst þessi þeytingur í frásögninni ganga vel upp og vera líflegur.

Harmsaga kvenna og mæðra

Sjálft inntakið í sögunni, þessi dapurlega frásögn um brotna fjölskyldu, kynferðisbrot, drykkju, ógæfu og reiðileysi minnti mig nokkuð á tvær sannar harmsögur sem hafa komið út á Íslandi á liðnum árum. Bókina um ævi Brynhildi Georgíu Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius og bókina um ævi Katrínu Stellu Briem, Saga þeirra, sagan mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson sem var svo uppfull af ógæfu að erfitt var að verða ekki snortinn af þeim mikla harmi sem þar er sagt frá . Hughrifin og eftirbragðið eru ekki ósvipuð við lestur Sögu Ástu. Þarna eru miklar tilfinningar á ferðinni og ógæfusamar, breyskar og drykkfelldar konur á Íslandi á tuttugustu öld spila lykilhlutverk  með allt sitt basl og vesen.

Móðir Ástu er konan sem yfirgefur dætur sínar tvær þegar pabbinn er á sjónum og líf hennar fjarar einhvern veginn út og dæturnar lenda á vergangi með tilheyrandi félagslegum og sálrænum afleiðingum. Saga Ástu verður fyrir vikið langt í frá einhver gleðilesning, þvert á móti: Þetta er bók full af harmi, af lífinu getur maður sagt kannski, af lífinu með öll tilheyrandi: Sorg, gleði, tárum, hlátri, missi og ást. Þetta verður á köflum alveg ægilegt: Hvað er eiginlega tragískara en þegar fólk yfirgefur börn sín,  hellir sér út í fíknina og hverfur inn í alkó- og lyfjamóðuna miklu og börnin verða utanveltu?

Eins og Jón Kalman orðar það svo fallega á einum stað: „Og hvar er lífið nema í brosi barns?“ Sá sem yfirgefur barn fer á mis við þetta.  

Kalman kann kynlíf

Saga Ástu er líka lang kynferðislegasta bók Jóns Kalmans. Hún er full af erótík og kynlífi og mun örugglega særa blygðunarkennd einhverra með sínum gapandi endaþarmsopum, reistum limum, tottum, sáðlátum og öðrum hispurslausum lýsingum á samlífi ungra sem aldinna.  

Jón Kalman er góður í að skrifa um kynlíf. Ó já, hann mun ekki toppa árlegan háðungarlista um verstu og pínlegustu kynlífslýsinguna árið 2017 eins og til dæmis breski söngvarinn Morrissey fyrir nokkrum árum þegar hann gaf út sína fyrsta skáldsögu. Kalman kann kynlíf og það mun vera fjandi erfitt að skrifa trúverðuglega um þannig líf samkvæmt mörgum rithöfundunum.  

Krafturinn í sögunni

Eitt af því sem sló mig við lestur bókarinnar er að Jón Kalman haldi ennþá í þennan kraft, þennan eld, þennan neista sem býr í honum þegar hann skrifar. Jón er orðinn 54 ára gamall og búinn að gefa út margar skáldsögur en hann skrifar ennþá að vissu leyti eins og barn - í jákvæðum skilningi. Hann skrifar af áfergju, leikgleði, forvitni, eins og honum liggi á. Honum er síst minna niðri fyrir núna en fyrir 15 árum, kannski bara meira, og þetta sést í Sögu Ástu. Honum finnst þetta ennþá vera svo gaman og hann hefur  svo mikið sem hann vill segja. Ástríða Jóns Kalmans smitar lesandann.

Það er algjört möst fyrir rithöfund að halda í þennn kraft, þetta dræv. 

„Og þess vegna eigum við að dvelja að fullu, og algerlega, í þeim stundum þar sem líf okkar titrar.“  

Hedonisminn og tilgangur lífsins

Annað sem stendur eftir er sú heimspeki sem segja má Jón Kalman boði í bókinni með rödd sögumannsins sem yfirleitt er mjög sterk í bókum hans, kannski stundum of sterk.  Hvernig heimspekingur er hann?

Jón Kalman myndi líklega flokkast sem nytjastefnumaður í hugsun, maður sem vill fyrst og fremst hámarka ánægjulegar afleiðingar í lífinu og lágmarka böl, kannski er það þess vegna sem hann ver svo miklu púðri í kynlífið. Jón Kalman talar í raun fyrir hreinum og tærum hedonisma, ef gera má orð sögumannsins að hans orðum.

Í einni eftirminnilegustu málsgrein bókarinnar skrifar Jón Kalman þegar hann er staddur í einni kynlífslýsingunni: „Auðvitað vill hann ekki fá það strax. Auðvitað á hann að hreyfa sig hægt, og dvelja þannig lengur í nautninni, því líf mannsins er ekki mjög langt, í sjálfu sér er það mikið lengr en bilið á milli dags og nætur. Og þess vegna eigum við að dvelja að fullu, og algerlega, í þeim stundum þar sem líf okkar titrar.“ 

Þannig sameinar Jón Kalman augnablik nautnarinnar við tilraunina til að fanga tilgang lífsins, hið persónulega og tilfinningalega við hið háleita og stóra. Dásamlegt, alveg dásamlegt. Svona kjarnar Jón Kalman mennskuna og færir lesandanum augnablik af nautn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
6
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
7
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.
Minnast þeirra sem létust úr fíknisjúkdómnum: „Hann var á biðlistanum“
10
Fréttir

Minn­ast þeirra sem lét­ust úr fíkni­sjúk­dómn­um: „Hann var á bið­list­an­um“

Minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hafa lát­ist úr fíkni­sjúk­dómn­um verð­ur hald­in í Dóm­kirkj­unni í dag. „Leið þessa fólks var grýtt, vörð­uð þján­ingu og óham­ingju, og eitt­hvað af þessu fólki hef­ur lík­lega dá­ið vegna úr­ræða­leys­is,“ seg­ir formað­ur Sam­taka að­stand­enda og fíkni­sjúkra sem standa að at­höfn­inni. Frændi henn­ar lést þeg­ar hann var á bið­lista eft­ir með­ferð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár