Fréttir

Bono var ekki á Íslandi

Fjölmiðlar hafa í dag borið til baka fréttir þess efnis að írski söngvarinn Bono hafi verið í gæludýrabúð, í Frú Laugu, á Prikinu og víðar.

Ekki Bono Meðfylgjandi mynd er af Pavel Sfera Mynd: Bonodouble.com

Írski söngvarinn Bono var ekki á Íslandi síðustu daga, þótt margar fréttir hefðu birst í ýmsum fjölmiðlum um veru hans hér. Íslenskir fjölmiðlar hafa í dag verið að leiðrétta fréttir þessa efnis.

„Hann keypti sér steinselju og súrdeigsbagettu. Hann var reyndar með aðra bagettu með sér þegar hann mætti til okkar en vildi greinilega aðra,“ sagði viðmælandi Vísis í fyrstu frétt af mörgum um komu Bonos til Íslands á föstudaginn í síðustu viku.

„Bono verslaði í Frú Laugu“ var frétt á mbl.is 3. nóvember. „Afgreiðslukonan var alveg grunlaus en henni þótti gleraugun kunnugleg,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins.

Bono fór í gæludýrabúð, var önnur frétt á mbl.is. „Hann kom hérna í dag. En hann keypti ekki neitt,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins.

Raunverulegur BonoTónlistarmaðurinn Kygo birti mynd af sér með upprunalegum Bono í Cannes 5. nóvember, á svipuðum tíma og Bono var sagður vera í gæludýrabúð í Reykjavík.

Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í Frú Laugu, var endursögn Nútímans.is af ferðum hans hérlendis.

Bono fór á Prikið, sagði í frétt Vísis.is. Birt var paparazzi mynd af honum því til sönnunar, þar sem hann sást sitja eins og hver annar óáreittur með bjór. 

Nú er komið á daginn að Bono var ekki á Íslandi. Allar fréttirnar áttu við um tvífara hans, Serbinn Pavel Sfera. Hann spilaði meðal annars á gítar í Bankastræti fyrir hóp fólks. Vísir.is, sem sagði fyrstu frétt af málinu, hefur nú greint frá misskilningnum í fréttinni „Tvífari Bono dregur Íslendinga á asnaeyrunum“.

Bono varði hins vegar áramótunum á Íslandi 2013. Eða svo var sagt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Ríka Ísland

Ríka Ísland

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum