Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Vertu karl

Karlinn sem kemst alltaf aftur til valda og aðferðirnar sem hann beitir í stjórnmálum.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Karlinn sem kemst alltaf aftur til valda og aðferðirnar sem hann beitir í stjórnmálum.

Vertu karl

Til þess að standa af þér storminn í stjórnmálum er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu karl.

Ef þú ert kona – vertu eins og karl. Hlæðu með og taktu þátt. Ef þú ert heppin mun einn þeirra eftirláta þér oddvitasætið sem var annars hans. Þannig gætir þú fengið að vera eina konan sem leiðir lista í stærsta valdaflokknum. Þú mátt mögulega vera með á þeirra forsendum. Ekki víst, en þú getur reynt. 

Alþingiskosningarnar sýna að þetta eru aðferðir sem virka:

Stundaðu stjórnmál á forsendum karla. Státaðu af hagvexti og góðæri en haltu spítalanum undirmönnuðum, menntakerfinu fjársveltu og náttúrunni óvarðri – þú gætir jafnvel grætt á því.

Ekki taka „mjúku málin“ alvarlega. Hunsaðu þolendur kynferðisbrota, viðhaltu kerfi sem veitir gerendum þeirra uppreist æru og feldu slóðina. Notaðu fyrningarfrest barnaníðs sem skiptimynt í pólitískum leik. Skipaðu vinveittan lögmann dómara í Hæstarétti framhjá hæfari umsækjendum, þótt hann hafi verið dæmdur fyrir framgöngu sína gegn ungri konu sem kærði föður sinn fyrir kynferðisbrot. Kvartaðu undan því hvað borgin er óspennandi án nektardansstaðanna. Hallaðu þér að konu og reyndu að kyssa hana þegar hún hefur orðið á opnum fundi. Brostu síðan framan í myndavélina og segðu öllum sem vilja heyra að þú sért sérstakur stuðningsmaður þolenda. Fáðu konu til að baka fyrir þig köku, skreyttu hana og farðu með til útlanda. Sýndu heiminum hvað þú ert mikill jafnréttissinni, á meðan konurnar hrökklast úr flokknum vegna þess að þær fengu ekki tækifæri til að leiða lista eða sömu meðferð og karlarnir þegar þær gerðu mistök. Sláðu skjaldborg um karlana, leyfðu konunum að fara. Stattu í þingsal og segðu þeim að róa sig.

Vertu karl.

Vertu sterkur. Sýndu hver ræður. Taktu stjórn á aðstæðunum.

Farðu í sjónvarpið og segðu spyrlunum hvernig ásættanlegt sé að þeir spyrji þig. Segðu þeim til í beinni útsendingu. Gerðu lítið úr öðrum og skjóttu niður gagnrýni með alls kyns ásökunum. Svaraðu með villandi hætti, snúðu út úr og ef þú þarft á því að halda, ljúgðu. Hnyklaðu brýnnar, brýndu raustina og láttu vita að þú sért ekki sáttur. Þú hafir orðið fyrir vonbrigðum með fjölmiðlana fyrir að sýna fram á að þú sagðir ósatt og hélst hagsmunaárekstrum þínum leyndum. Minntu RÚV á að það heyri undir ráðuneytið sem þú stýrir, sé útvarpið okkar, þegar fréttirnar fjalla um þig. Hafðu samband við eiganda fjölmiðils í tilraun til að stöðva gagnrýna umfjöllun. Láttu síðan eins og það hafi aldrei gerst. Hótaðu að draga fjölmiðlafólk fyrir dóm. Lýstu því yfir að þú sért algjörlega mótfallinn lögbanni á fréttaflutning en gerðu ekkert til þess að breyta lagagreinum sem heimila lögbann og fangelsisdóma yfir fjölmiðlafólki fyrir fréttaflutning. 

Láttu eins og valdið sé þitt – og þegar kona kemst í valdastöðu, krefstu þess að hún skili þér lyklunum.

Spilaðu leikinn. Gættu eigin hagsmuna en greindu ekki frá hagsmunaárekstri. Afneitaðu honum, komist hann upp. Ljúgðu eins og lög leyfa. Stilltu fjölskyldutengslum fjölmiðlafólks upp sem spillingu, en kallaðu það ómerkilegar dylgjur þegar fólk spyr hvernig fjölskyldan þín komst yfir fyrirtæki sem var selt úr ríkisbanka langt undir markaðsverði í lokuðu söluferli og græddi formúgur. Skammaðu unglinginn sem spyr þig.

Notaðu stöðu þína sem þingmaður til að fá leynifundi um vanda bankans með bankastjóranum og seldu svo persónulegu bréfin þín í bankanum strax á eftir. Þakkaðu fyrir að þú og pabbi þinn náðuð að forða fénu, þótt aðrir hafi tapað sínu. Fáðu vini þína með til Kína þegar þeir hafa stutt þig fjárhagslega og komdu við á Miami á leiðinni heim úr þingferð, þar sem þú skoðar fasteignaviðskipti sem aflandsfélagið þitt gæti grætt á. Aflandsfélagið sem félagarnir kölluðu aldrei annað en Seychelles-félagið en þú hélst samt að væri í Lúxemborg.

Hafðu pung og tapaðu aldrei húmornum. Þú kemst kannski í Skaupið.

Ef þú ert afhjúpaður er eitt sem virkar alltaf. Beittu fjölskyldunni fyrir þig. Minntu á að þú átt konu og börn og að neikvæð umræða sé þeim þungbær. Þegar þú ert inntur eftir því hvort þér þyki rétt að nota alþingisnetfangið í samskiptum við bankann sem þú varst í viðskiptum með, svaraðu því þá til að þú eigir nú samskipti við leikskólann í gegnum sama netfang. Láttu konuna þína fronta aflandsfélagið sem á kröfu í föllnu bankana, eins og þeir sem þú lýstir sem hrægömmum og sagðir að þú þyrftir að berjast gegn í þágu þjóðarinnar. Seldu henni hlutinn á einn dollara og láttu eins og það skipti engu að þið séuð hjón.

Vertu stór. Stærri en flokkurinn. Stofnaðu nýjan ef þess þarf, þar sem þú getur verið aðal.

Jafnvel þótt fjölmennustu mótmæli sögunnar hafi verið tilkomin vegna blekkingarleiks þíns skaltu ekki gefast upp. Ekki heldur þótt ríkisstjórnin hafi fallið aftur á innan við ári vegna framgöngu þinnar. Sakaðu aðra um óstöðugleikann sem felst í óheiðarleikanum. Talaðu þá niður sem tóku afstöðu með þolendum kynferðisbrota, fólkinu sem þjáðist vegna gjörða þinna, og kallaðu þá liggjandi strá í vindi. Ef fyrirsagnir erlendra miðla fjalla um kosningar í skugga hneykslismála þinna, hneykslastu þá á þeim sem ræddu við útlendingana. Afgreiddu það sem innanlandspólitík þegar heimsbyggðin fylgist með í forundran yfir því að þú hafir náð kjöri á ný. 

Hvað sem gerist. Láttu bara eins og ekkert sé.

Lofaðu bara aðeins meira en síðast. Lofaðu aftur því sama og þú lofaðir síðast en sveikst svo. Segðu að þú berir hag aldraðra og öryrkja fyrir brjósti, og brostu, þótt hér búi aldraðir og öryrkjar við örbirgð. Lofaðu að gefa banka. Hafðu loforðin bara nógu stórkarlaleg. Þú veist að þú þarft ekki að standa við þau, ekki frekar en síðast. Þú þarft ekki einu sinni að vita hvað loforðin kosta. Hafnaðu skynsemi, hún selur ekki. Slepptu vandlega útreiknuðum áætlunum. Gleymdu fjármálaáætluninni sem þú lagðir fyrir þing skömmu fyrir kosningar. Vertu bara nógu ákveðinn þegar þú segist hafa lausnina. Að þú sért lausnin.

Stattu beinn í baki. Sýndu vingjarnlegt viðmót, vertu yfirvegaður og kurteis í almennri framkomu, en notaðu tækifærin til þess að rægja andstæðingana, búa til skattagrýlur og gluggaskraut úr konum. Varaðu við hættunni sem felst í því að aðrir gætu komist til valda. Notaðu grafískar myndlíkingar til að undirstrika hættuna. Farðu síðan fram á að forsetinn veiti þér stjórnarmyndunarumboðið. Alltaf. Sama hvað.

Sannfærðu alla um að þú sért sigurvegari. Líka þegar flokkurinn þinn er í sögulegri lægð. Vertu ekkert að velta þér upp úr því þótt konurnar séu að hverfa af þingi vegna þess að þeim var stillt upp fyrir aftan karlana. Láttu eins og það sé tilviljun, en ekki afleiðing ákvarðana þinna. Eignaðu þér konur annarra flokka, gerðu þær að bandamönnum þínum án þess að þær fái nokkru um það ráðið. Sláðu konu gullhamra og fáðu hana síðan í aftursætið áður en þú greinir fjölmiðlum frá bandalagi sem hún kannast ekkert við. Hún sem þurfti bara far heim.

Ef þú ert gagnrýndur fyrir skort á konum í framboði hallaðu þér þá aftur í sætinu og segðu með þinni djúpu rödd að konur forðist stjórnmál vegna þess að þær treysti sér ekki í umræðuna. Ekki vegna þess að þú stilltir þeim upp fyrir aftan þig og alla hina karlana, heldur vegna þess að karlar eins og þú þurfa að þola svo mikla gagnrýni. Vandamálið er ekki á þína ábyrgð, heldur þeirra. Allra annarra.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Niðursveifla og hvað svo?

Oddný G. Harðardóttir

Niðursveifla og hvað svo?

·
Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

·
Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·