Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Unnið að ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur

Katrín Jak­obs­dótt­ir verð­ur for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins, Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Pírata og jafn­vel Við­reisn­ar, ef við­ræð­ur flokk­anna ganga eft­ir. Flokk­ar með 75 til 86 pró­sent hlut­fall karla verða skild­ir eft­ir í stjórn­ar­and­stöðu ef þetta geng­ur eft­ir.

Katrín Jak­obs­dótt­ir verð­ur for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins, Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Pírata og jafn­vel Við­reisn­ar, ef við­ræð­ur flokk­anna ganga eft­ir. Flokk­ar með 75 til 86 pró­sent hlut­fall karla verða skild­ir eft­ir í stjórn­ar­and­stöðu ef þetta geng­ur eft­ir.

Unnið er að myndun nýrrar ríkisstjórnar án Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forsæti. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er fjölflokka ríkisstjórn yfir miðju á teikniborðinu, eins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, boðaði í gær. Þessi stjórn myndi brjóta blað í stjórnmálasögu Íslands, með fimm til sex flokka í ríkisstjórn.

Mikil leynd er yfir þeim óformlegu stjórnarmyndunarþreifingum sem standa yfir og halda flokkarnir spilunum þétt að sér. Viðmælendur Stundarinnar úr þingflokkunum eru misbjartsýnir en telja þó líklegt að framhaldið skýrist í dag eða á morgun. 

Karlaflokkar settir í stjórnarandstöðu

Sú ríkisstjórn sem nú er efst á teikniborðinu undanskilur þrjá þingflokka sem eru með hlutfall karla á bilinu 75 til 86 prósent; Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar, Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Flokk fólksins undir formennsku Ingu Sædal. Ekki er þó útséð með aðkomu Flokks fólksins að ríkisstjórninni, en líklegra er að Viðreisn verði valin fram yfir hann, sem eykur frjálslynda áherslu, en takmarkar um leið tekjuaukningu ríkissjóðs í gegnum skattahækkanir. 

Forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn yrði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Katrín hefur notið trausts þvert á flokka. Í skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi í fyrra kom fram að um 40 prósent landsmanna vildu að Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. 25,6 prósent vildu Bjarna Benediktsson og 14,3 prósent Sigurð Inga Jóhannsson.

Áhersla á innviði

Ef fimm til sex flokka ríkisstjórn ætti að ganga upp þyrftu allir flokkar að gefa verulega eftir.

Varaformaður Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, átti frumkvæði að því að slá Evrópumálin út af borðinu í viðtali við Ríkisútvarpið í gær, þegar hún sagði Framsóknarflokkinn leggjast eindregið gegn því að kosið yrði um aðild eða aðildarviðræður í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. 

Þorgerður innViðreisn verður líklega hluti af ríkisstjórn yfir miðju, fremur en Flokkur fólksins.

Þetta yrði erfitt fyrir Samfylkinguna og Viðreisn, sem og að hluta Pírata vegna áherslu þeirra á beint lýðræði, en þess ber að geta að Viðreisn gaf eftir nánast að fullu í Evrópumálum við myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki í janúar, þegar fallist var á að staðið yrði í vegi fyrir þingmáli um þjóðaratkvæði þar til undir lok kjörtímabils.

Ekki er talið að mikill ágreiningur sé um að fara svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum, sem var eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni. Í henni felst að greiðslur í lífeyrissjóði virki sem innborgun á fyrstu íbúð. 

Þá er samhljómur um útgjaldaaukningu til innviðafjárfestinga. Allir flokkar hafa lofað að leggja meira til heilbrigðismála. Hins vegar gæti ásteitingarsteinn verið í skattamálum, þar sem Vinstri grænir og Samfylking hafa viljað hækka skatta á stóreigna- og/eða hátekjufólk, en Viðreisn staðið gegn skattahækkunum. Píratar eru opnir í skattamálum, en hafa lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður úr 20 prósent í 30 prósent.

Óljóst er hvernig útfærsla á loforðum einstakra flokka getur gengið eftir, en Flokkur fólksins hefur til að mynda lofað því að persónuafsláttur verði tvöfaldaður strax, Samfylking lofað tvöföldun barnabóta, en Viðreisn lagt áherslu á að skuldir ríkissjóðs verði greiddar og þannig dregið úr vaxtakostnaði.

Rofið sambandSigmundur Davíð Gunnlaugsson lét Sigurði Inga Jóhannssyni eftir forsætisráðuneytið í fyrra eftir að hagsmunaárekstur sem kom fram í Panamaskjölin gerði honum ómögulegt að halda áfram. Síðan tók Sigurður Ingi af skarið og bauð sig fram í formennsku hjá Framsóknarflokksins, við mikla óánægju Sigmundar.

Stjórn með Sjálfstæðisflokki gekk ekki

Tilraunir til myndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna strönduðu í gær, en samkvæmt heimildum Stundarinnar vildu Vinstri grænir að Samfylking yrði aðili að slíkri ríkisstjórn. 

Þá er talið að samband Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sé of stirt til þess að reynandi sé að stofna til samstarfs þeirra á milli, en hins vegar er málefnalegur samhljómur milli Framsóknar- og Miðflokks.

Því er enn mikil óvissa um ríkisstjórnarmyndun og allt eins mögulegt að horfið verði aftur að þeim möguleika að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Fréttir

Sauð­fjár­bóndi seg­ir ekk­ert upp úr bú­skapn­um að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“
635. spurningaþraut: Ríki með landamæri að aðeins einu ríki öðru
Þrautir10 af öllu tagi

635. spurn­inga­þraut: Ríki með landa­mæri að að­eins einu ríki öðru

Hér er fyrri auka­spurn­ing, hún er svona: Út­lín­ur hvaða eyj­ar má sjá hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða ís­lensk­um firði er Hergils­ey? 2.  Hvað er Maríu­tása?  3.  Hvaða þétt­býl­is­stað­ur er næst­ur í vestri þeg­ar far­ið er frá Hvols­velli? 4.  Í hvaða landi hef­ur Pedro Sánchez ver­ið for­sæt­is­ráð­herra frá 2018? 5.  Gunn­ar Helga­son skrif­aði eina vin­sæl­ustu barna­bók síð­asta árs....
Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í yf­ir­lýs­ingu sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu
Fréttir

0,03 pró­sent covid-smit­aðra eru á gjör­gæslu

Alls eru 23 þús­und Ís­lend­inga í ein­angr­un eða sótt­kví í dag, á með­an þrír liggja inni á gjör­gæslu með Covid 19. Minni­hluti covid-smit­aðra á Land­spít­al­an­um er þar vegna covid-sýk­ing­ar­inn­ar. 6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar er í aflok­un vegna smits eða um­gengni við smit­aða.
Platar Pútín Biden?
Greining

Plat­ar Pútín Biden?

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur viðr­að mögu­leika á að Rúss­ar ráð­ist inn í Úkraínu án af­ger­andi við­bragða frá Nató-ríkj­um, en síð­ar dreg­ið orð sín til baka. „Það eru ekki til nein­ar smá­vægi­leg­ar inn­rás­ir,“ seg­ir for­seti Úkraínu í andsvari. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Al­ex­ei Navalny seg­ir að Pútín sé að plata.
Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá ráðherra um ofrukkanir á sölu rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill fá svör frá ráð­herra um of­rukk­an­ir á sölu raf­magns

Einn af þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, hef­ur sent fyr­ir­spurn í 16. lið­um til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, ráð­herra orku­mála. Við­skipta­hætt­ir N1 Raf­magns hafa vak­ið mikla at­hygli síð­ustu vik­urn­ar.
Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
FréttirLaun Björns Zoega

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoega, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

80 ár í dag frá Wann­see-fund­in­um — hverj­ir sátu þenn­an skelfi­lega fund?

Það gerð­ist fyr­ir slétt­um 80 ár­um. Fimmtán karl­ar á miðj­um aldri komu sam­an á ráð­stefnu í svo­lít­illi höll við Wann­see-vatn spöl­korn suð­vest­ur af Berlín. Við vatn­ið voru og eru Berlín­ar­bú­ar van­ir að hafa það huggu­legt og njóta úti­lífs en þá var há­vet­ur og ekki marg­ir á ferli sem fylgd­ust með hverri svartri límús­ín­unni af ann­arri renna að höll­inni aft­an­verðri og...
634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?
Þrautir10 af öllu tagi

634. spurn­inga­þraut: Hvað ger­ir Valdi­mar þeg­ar hann nenn­ir ekki að horfa á klukk­una?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  „Sæl­ir eru hóg­vær­ir, því þeir munu erfa land­ið.“ Hver mælti svo? 2.  En hvernig er fram­hald­ið á orð­um sem við­komndi sagði líka: „Sæl­ir eru sorg­bitn­ir því þeir munu ...“ 3.  Þeg­ar söngv­ar­inn Valdi­mar er orð­inn leið­ur á að horfa á klukk­una, þótt vís­arn­ir fær­ist varla úr stað, og líka að...
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.