Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Tékkneskur Trump vinnur kosningasigur

Margir eru uggandi yfir úrslitum tékknesku þingkosninganna og óttast jafnvel að Tékkland kunni að sigla í sömu alræðisátt og nágrannaríkin Pólland og Ungverjaland. Flokkur næstríkasta manns landsins vann stórsigur á meðan hinir hefðbundnu valdaflokkar biðu afhroð.

Andrej Babiš Tæplega þriðjungur kjósenda sagði já við ANO, flokki auðkýfingsins Babiš. Mynd: Úr safni

Auðjöfurinn og fjölmiðlamógúllinn Andrej Babiš var ótvíræður sigurvegari tékknesku þingkosninganna þann 22. október síðastliðinn, þrátt fyrir að rannsókn á spillingarmálum honum tengdum standi enn yfir. Flokkur hans, ANO, sem þýðir „JÁ“ á tékknesku, hlaut tæp 30 prósent atkvæða og 78 þingsæti af 200 og er því langstærsti flokkur landsins. Hinir átta flokkarnir sem náðu kjöri eru með á bilinu 6–25 þingsæti.

Babiš hefur verið kallaður popúlisti og hefur í heimspressunni verið líkt við stjórnmálamenn á borð við Donald Trump og Silvio Berlusconi, hann hefur jafnvel verið uppnefndur Babišconi. Það er þó um margt erfitt að festa fingur á stefnumál hans – og áherslur hans gætu litast töluvert af því með hverjum hann myndar á endanum ríkisstjórn.

Ég hitti Jan Martinek, þingfréttaritara dagblaðsins Právo, við þinghúsið í Prag og ræddi við hann um stöðuna, stjórnarkreppuna sem virðist líkleg, innflytjendamálin, japansk-tékkneska rasistaleiðtogann og tékkneska pírata.

Stjórnarkreppa yfirvofandi?

„Ég held það sé ekkert ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Fréttir

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Pistill

Zero tolerance

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika