Mest lesið

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
3

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hægðasnobb
6

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl
7

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Þorgeir Helgason

Að brjóta lög og bíta höfuðið af skömminni

Sjálfstæðisflokkurinn fékk það loksins í hausinn að skeyta engu um upplýsingarétt almennings.

Þorgeir Helgason

Sjálfstæðisflokkurinn fékk það loksins í hausinn að skeyta engu um upplýsingarétt almennings.

Að brjóta lög og bíta höfuðið af skömminni
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra Dómsmálaráðuneyti Sigríðar Andersen braut gegn ákvæðum upplýsingalaga þegar það neitaði að afhenda gögn um uppreist æru.   Mynd: Haraldur Gudjonsson/hag

Sjálfstæðismenn fullyrða trekk í trekk að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið lög þegar hún neitaði að veita fjölmiðlum upplýsingar um uppreist æru. 

Sagan sem þau segja almenningi er einhvern veginn svona: Ráðherra og ráðuneytið fóru varlega og gættu sín á því að fylgja lögum. Þau máttu ekki afhenda gögnin vegna þess að í þeim var að finna trúnaðarupplýsingar og þess vegna var aðkoma úrskurðarnefndar um upplýsingamál nauðsynleg.

Sem betur fer er löggjöfin um veitingu stjórnvalda á upplýsingum – lög sem eru sett til að vernda upplýsingarétt almennings – ekki eins og Sjálfstæðismenn vilja vera láta. Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur skýrt fram að ráðuneyti skuli veita þær upplýsingar sem falli ekki undir undanþáguákvæði ákvæði laganna. 

Þegar oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður heldur því fram að „í málinu öllu var einfaldlega verið að fylgja lögum og reglum“, þá fer hún með rangt mál. Ef lögum og reglum hefði verið fylgt hefði ráðuneytið tekið sig til og fjarlægt trúnaðarupplýsingar úr gögnum um uppreist æru en veitt aðgang að öðrum hlutum þess. Þetta var ekki gert. Metnaðurinn í þágu upplýsingaréttar almennings, góðrar stjórnsýslu og gegnsæis var ekki meiri en svo.

Fimmta grein upplýsingalaga

Allt tal Sjálfstæðismanna um að ráðuneytið hafi ekki brotið gegn lögum er einfaldlega helber vitleysa. Meginregla upplýsingalaga er að stjórnvöldum ber að veita gögn. Úrskurðarnefndin er ekki verkfæri stjórnvalda til þess að ákveða hvaða gögn skuli veitt heldur er hún kærunefnd, sett á laggirnar fyrir almenning, til þess að tryggja að ráðuneytin og önnur stjórnvöld fari eftir lögunum.

Í málinu sem sprengdi ríkisstjórnina fékk Sjálfstæðisflokkurinn það einfaldlega í hausinn að skeyta engu um upplýsingarétt almennings, að umgangast ráðuneyti eins og einkafyrirtæki en ekki þjónustustofnanir við fólkið í landinu.

Hefði ráðuneytið fylgt lögum og afhent gögnin með trúnaðarupplýsingum afmáðum þegar óskað var eftir þeim hefði sú ákvörðun eflaust verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá hefði úrskurðarnefndin væntanlega staðfest framkvæmd ráðuneytisins og Sjálfstæðismenn gætu hrósað dómsmálaráðherra sínum fyrir eðlilega, lögmæta og vandaða stjórnsýsluframkvæmd. Þá gæti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sagt með réttu: „í málinu öllu var einfaldlega verið að fylgja lögum og reglum“. 

En þannig var atburðarásin ekki, og við skulum ekki leyfa þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að endurskrifa söguna í eigin þágu. Raunin er sú að ráðuneytið sem Sigríður Andersen er í forsvari fyrir fór ekki að lögum og fékk þá ólögmætu stjórnsýsluframkvæmd í hausinn.

Nú eru margar vikur liðnar og hvorki hún né samverkamenn hennar í Sjálfstæðisflokknum hafa sýnt snefil af auðmýkt. Í staðinn halda þau uppteknum hætti og hunsa upplýsingabeiðnir. Það sem meira er: þau bíta höfuðið af skömminni með því að afneita augljósum staðreyndum og endurhanna veruleikann í von um að kjósendur séu bjánar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
3

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hægðasnobb
6

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl
7

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Nýtt á Stundinni

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·