Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Jóhannes Kr. Kristjánsson

Vona að aðrir fjölmiðlar fái sömu gögn

Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar um einn dapurlegasta dag í sögu blaðamennsku í Evrópu.

Jóhannes Kr. Kristjánsson

Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar um einn dapurlegasta dag í sögu blaðamennsku í Evrópu.

Vona að aðrir fjölmiðlar fái sömu gögn
Dagphne Galizia Gagnrýninn blaðamaður sem var myrtur á Möltu. 

Mánudagsins 16. október 2017 verður minnst í sögubókum sem eins dapurlegasta dags í sögu blaðamennsku í Evrópu. Dagsins sem rannsóknarblaðakonan Daphne Caruana Galizia var myrt á Möltu. Daphne var einn þeirra rúmlega 400 blaðamanna sem unnu fréttir úr Panamaskjölunum. Hún afhjúpaði spillingu í æðsta valdakerfi landsins og skrifaði fréttir um falda bankareikninga og aflandsfélag eiginkonu forsætisráðherrans. Í gegnum árin var Daphne margsinnis hótað vegna afhjúpana sinna og reynt að þagga niður í henni með ýmsum ógeðfelldum aðferðum. Daphne stóð þessar árásir af sér framan af og hélt áfram að skrifa fréttir – þar til hún var myrt.

Íslenskur blaðamaður hefur ekki enn verið myrtur til að þagga niður í honum og vonandi mun það aldrei gerast. Á Íslandi nota þeir sem fjallað er um á gagnrýninn hátt aðrar aðferðir til þöggunar. Þeir reyna að kæfa fréttir með lögsóknum, hótunum um lögsóknir eða freista þess að fá lögbann á fréttir. Fjölmiðlarnir grípa til varna og neyðast til að greiða himinháar upphæðir til lögmannsstofa – upphæðir sem fjölmiðlarnir myndu annars nýta til að stunda rannsóknarblaðamennsku. Þetta eru tilraunir til þöggunar. Á mannamáli; tilraunir einstaklinga eða fyrirtækja til að reyna eða tryggja að sannleikurinn komi ekki fram.

Svo er það fólkið í valdastöðu sem reynir að niðurlægja blaðamenn sem þeim þóknast ekki og gera lítið úr fréttum sem koma stofnunum eða málefnum þeim tengdum illa. Á Íslandi höfum við nokkra slíka og ég efast ekki um að Daphne hafi verið gagnrýnd og niðurlægð af fólki í slíkum stöðum.

 „Við lifum á tímum þar sem fjölmiðlafrelsi liggur stöðugt undir árásum“

Þegar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar leiðara eða Staksteina sem fjalla um fréttir sem ég hef unnið eða komið að – veit ég að ég hef verið að gera eitthvað rétt. Eins og Davíðs er háttur þá reynir hann af fremsta megni að nota niðrandi orð um mig eða samstarfsmenn mína og fréttirnar sjálfar – það lýsir honum best. Þegar ég verð gamall mun ég stoltur benda barnabörnunum á leiðara Davíðs sem tengjast mér – þeir verða hengdir upp á vegg í ramma.

Við þá blaðamenn á Íslandi sem vinna fréttir með það eina markmið að koma sannleikanum til fólksins eða leiða til jákvæðra breytinga vil ég segja að þegar eftirtaldir menn gagnrýna fréttaskrifin þín þá ertu að vinna þarft verk í blaðamennsku með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þessir menn eru meðal annars: Davíð Oddsson, Páll Vilhjálmsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Björn Bjarnason, Andrés Magnússon, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og fleiri – þið vitið hverjir.

Ég vona að þeir fjölmiðlar á Íslandi, sem ekki hefur verið þaggað niður í með lögbanni, fái sömu gögn í hendur og geti þannig birt fréttir upp úr þeim. Lögbannið á Stundina og Reykjavik Media fer í sögubækurnar á Íslandi sem gróf aðför að tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Það eina jákvæða sem ég get séð við þessa glórulausu aðgerð er að þetta leiði til breytinga á lögum og reglum sem útilokar að svona nokkuð geti gerst aftur. Það bara verður að gerast!

Í tæp þrjú ár hef ég unnið náið með alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Gerard Ryle, framkvæmdastjóri ICIJ, sendi mér eftirfarandi skilaboð þegar hann heyrði af lögbanninu. „Við lifum á tímum þar sem fjölmiðlafrelsi liggur stöðugt undir árásum og því er óhugnanlegt að fylgjast með að svona aðferðum sé beitt í landi eins og Íslandi. Maður getur bara vonað að þetta komi í bakið á þeim með því að draga frekari athygli að málinu.“

Daphne er 28. blaðamaðurinn á þessu ári sem er myrtur vegna starfa sinna, samkvæmt upplýsingum frá CPJ. Ég þekki son Daphne, sem starfar hjá ICIJ, og við höfum rætt um mikilvægi blaðamennsku og því að koma upplýsingum til almennings. Hann stóð þétt við hlið móður sinnar og varð vitni að ófyrirleitnum aðferðum til að þagga niður í henni. Sonur Daphne og vonandi fleiri blaðamenn munu halda áfram að skrifa fréttir um spillinguna á Möltu og um allan heim þar sem eini tilgangurinn er að koma upplýsingum til almennings.

 

Ég vil tileinka þennan pistil minningu og verkum Daphne Caruana Galizia. Fram á síðustu stundu skrifaði hún fréttir sem skiptu miklu máli fyrir lýðræðið á Möltu. Hálftíma áður en hún var myrt birti hún grein sem hún endaði á þessum orðum; „Það eru glæpamenn hvert sem litið er. Ástandið er skelfilegt.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
3

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
4

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
5

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
3

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
4

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
5

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
3

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
6

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
3

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
6

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·

Nýtt á Stundinni

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·