Mest lesið

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
3

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
5

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
6

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Stundin #92
Apríl 2019
#92 - Apríl 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 10. maí.

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Tónninn sleginn

Fátækrarasismi Ásmundar Friðrikssonar er í samræmi við málflutning sjálfstæðismanna í útlendingamálum, allt frá forsætisráðherra til einstakra þingmanna. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður vinstri grænna, gagnrýnir málflutninginn í aðsendri grein.

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Fátækrarasismi Ásmundar Friðrikssonar er í samræmi við málflutning sjálfstæðismanna í útlendingamálum, allt frá forsætisráðherra til einstakra þingmanna. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður vinstri grænna, gagnrýnir málflutninginn í aðsendri grein.

Tónninn sleginn
Hælisleitendur Á eyjunni Lesbos í Grikklandi.  Mynd: Shutterstock

Orð Ásmundar Friðrikssonar um hælisleitendur hafa vakið upp hörð viðbrögð. Sem betur fer. Það væri þyngra en tárum taki ef málflutningur hans hefði ekki hneykslað jafn mikið og raun ber vitni. Sá tónn sem þar var sleginn er hins vegar ekki nýlunda, hann er miklu fremur tilbrigði við stef sem hefur orðið æ ómstríðara á síðustu mánuðum og árum.

En kannski er best að byrja á byrjuninni, því sem ég vil kalla fátækrarasisma. Um hann hef ég áður skrifað. Nú taka kannski einhver andköf og finnst ósanngjarnt að tala um rasisma í þessu samhengi. Það verður þá bara að hafa það, það að stilla fólki sem leitar hingað í neyð, sem allt á það sameiginlegt af erlendum uppruna, upp gegn þeim innbyggjendum þessa lands sem standa höllustum fæti, er fátæktarrasismi. Það á sérstaklega við þegar sá málfltuningur kemur frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur setið við völd í 22 af síðustu 26 árum. Flokks sem hefur haft það í hendi sér að bæta hag þeirra verst settu, en látið undir höfuð leggjast.

Ef Ásmundur Friðriksson segði reglulega að það mætti nú ekki kaupa nýja Vestmannaeyjarferju af því að það þyrfti að bæta hag öryrkja og aldraðra, hefði staðið gegn Suðurstrandarvegi af því að það þyrfti að bæta hag öryrkja og aldraðra, hefði lagst gegn fjárskuldbindingum vegna hafnar og mannvirkja í Helguvík af því að það þyrfti að bæta hag öryrkja og aldraðra, þá horfði málið kannski öðruvísi við. Ef þessi samlíking væri honum töm á tungu, væri þetta kannski annað mál. En svo er ekki, það er aðeins þegar kemur að málefnum hælisleitenda að Ásmundur beitir þessum rökum.

Aðstæður þeirra sem verst hafa það í samfélaginu hafa nefnilega ekkert með hælisleitendur og flóttafólk að gera, heldur ósanngjarna samfélagsgerð. Með það að sumir græða á tá og fingri, á meðan aðrir lifa við fátækt. Með síðustu ríkisstjórn, sem breytti skattkerfinu í þágu þeirra sem best stóðu. Þetta hefur allt með það að gera að stjórnmálaflokkar sem eru við völd og hafa verið við völd vilja ekki vinna að auknum jöfnuði. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Hún byggir á þeirri staðreynd að gæðum samfélaga er misskipt. Það er hlutverk ríkisvaldsins að sporna gegn fátækt, vinna að jöfnuði, stuðla að velferð. Til þess þarf vilja og kjark. Til þess þarf stjórnmálaflokka sem berjast fyrir jöfnuði og velferð, samneyslunni.

Þá er það frá.

Ef þessi orð Ásmundar nú væru bara einn falskur tónn í annars hljómfagurri óratoríu, væri þetta kannski minna mál. Hann hefur áður talað í svipaða veru og það á engum sem fylgst hefur með stjórnmálum að dyljast hverjar þessar skoðanir hans eru. Það væri þá vissulega umhugsunarefni að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi reglulega veita manni með slíkar skoðaniur brautargengi og tefla fram sem talsmanni sínum. Gallinn er hins vegar að æ fleiri framámenn í Sjálfstæðisflokknum hafa slegið svipaða tóna, þannig að úr hefur orðið púkablístrukór.

Eða munum við ekki orð Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að nauðsynlegt væri að mæta hluta hælisleitenda með hörðum stálhnefa?

„Við eigum að mæta öllum þeim með hörðum stálhnefa sem ætla að koma hingað til Íslands sem, í rauninni ja eigum við að segja, misnota velferðarkerfið okkar,“ sagði þingmaðurinn keikur.

Eða man enginn lengur orð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósinu um gagnrýni Lögmannafélagsins um að réttaröryggi flóttamanna og hælisleitenda væri ekki tryggt? Um hvort hælisleitendur ættu ekki eins og aðrir að geta látið reyna á ákvarðanir stjórnvalda fyrir óháðum dómstól, sagði ráðherrann: „Þetta eru útlendingar.“

Til að hnykkja á afstöðu sinni kom þessi trumpíska setning:

„Það væri auðvitað miklu þægilegra fyrir okkur ef við gætum bara tekið frá, alla frá Albaníu eða Makedóníu, að þeir fái ekki hér hæli.“

Það væri kannski þægilegra fyrir dómsmálaráðherra, en ekki fyrir þá þrjá Albana sem fengu alþjóðlega vernd á Íslandi á árinu 2017. Ef Sigríður Andersen hefði ráðið, hefði þeim verið vísað beinustu leið til baka.

Og eins og það sé ekki nóg að tveir óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn dómsmálaráðherra myndi þennan kór, þá hefur sjálfur forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, af og til slegið svipaða tóna.

Bjarni upplýsti eldri Sjálfstæðismenn um það í Valhöll í september að ekki væri útilokað að fólk fengi ekki að koma til Íslands nema að hafa vegabréfsáritanir. Þá bætti hann því við að lögreglan færi ekki lengur óvopnuð í Víðines, en þar virðist eitthvað hafa skolast til hjá forsætisráðherra þjóðarinnar því Víðines hafði þá verið lokað um hríð og þar voru ekki lengur hælisleitendur.

Ég spurði Bjarna Benediktsson út í þessi orð hans, í umræðum um útlendingalög á síðasta degi þingsins í haust. Hvers vegna hann hefði sagt þetta. Og hver voru svör ráðherra? Jú honum hafði verið sagt þetta og þannig væri það bara. „Ég veit ekki hvort hv. þingmaður vill að maður haldi því bara fyrir sjálfan sig eða hvort málið þoli einfaldlega ekki þá umræðu. Þannig er þetta bara,“ sagði ráðherra, og fór svo að ræða flóð tilefnislausra hælisumsókna frá öruggum ríkjum. 

Kannski finnst einhverjum hér langt seilst, að ólíku sé saman að jafna orðum Bjarna Benediktssonar um Víðins (þó á misskilningi hafi byggst) og Ásmundar Friðrikssonar, sem reynir að nýta réttláta samúð með öldruðum og öryrkjum sem sprek á sitt bál andstöðu gegn hælisleitendum.

Staðreyndin er hins vegar sú að ekkert þeirra sem hér er vitnað til er bara eitthvað fólk úti í bæ. Ekkert þeirra á að leyfa sér að fara með staðlausa stafi, tala digurbarkalega um stálhnefa, eða lýsa því yfir að heilu þjóðirnar séu óvelkomnar til Íslands.

Ásmundur, Óli Björn, Sigríður og Bjarni, eru öll þingmenn, sum þeirra ráðherrar. Þau eru fólk í ábyrgðarstöðum. Orð þeirra hafa vigt. Gefa tóninn. Gefa skilaboð um hvað sé eðlilegt að segja og að eðlilegt sé að tala af óvarkárni í þessum málaflokki.

„Þess vegna er það gríðarlegur ábyrgðarhluti að leyfa sér að tala eins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gert.“

Víða um heim sjáum við uppgang öfgaafla sem kynda undir andúð á útlendingum, á fólki af ákveðnum trúarbrögðum, litarhætti, af ákveðinni menningu. Íslendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk, hvorki betri né verri. Þess vegna er það gríðarlegur ábyrgðarhluti að leyfa sér að tala eins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gert. Að leyfa sér ekki sem forsætisráðherra þjóðar á fundi með félögum sínum að kveikja neista sem geta orðið að báli. Þó að hann vinni kannski salinn á þeirri stundu.

Trauðla finnst viðkvæmari þjóðfélagshópur en hælisleitendur og flóttafólk. Þar er fólk sem hefur fáa sem enga málsvara, talar ekki tungumálið, fær ekki þjónustu eins og við hin, þarf að búa við hálfgerða einangrun. Stjórnmálaflokkur sem ítrekað talar eins og hann talar í þessu viðkvæma máli er annað hvort sérstaklega tillitslaus eða að sveigjast í átt til enn harðari stefnu í útlendingamálum.

Tónninn sem Ásmundur Friðriksson sló í sinni grein er enginn tónskratti, ekki falski fiðlustrengurinn sem þarf að stilla svo sinfónían ómi þýtt. Svipaðir tónar hafa heyrst frá öðrum úr forystu Sjálfstæðisflokksins. Að mörgu leyti er þetta tilbrigði við stef. Það er kjósenda að koma í veg fyrir að það ómstríða verk muni verða leikið úr ráðuneytum eftir kosningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
3

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
5

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
6

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·

Mest deilt

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
1

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
3

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
6

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·

Mest deilt

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
1

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
3

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
6

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·

Mest lesið í vikunni

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
3

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
4

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu
5

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

·
Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins
6

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

·

Mest lesið í vikunni

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
3

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
4

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu
5

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

·
Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins
6

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

·

Nýtt á Stundinni

Sorrý með mig

Sorrý með mig

·
Hvert millifæri ég??

Hvert millifæri ég??

·
Páskalamb Hrefnu Sætran

Páskalamb Hrefnu Sætran

·
Fjárorðræða

Stefán Snævarr

Fjárorðræða

·
Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

Illugi Jökulsson

Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·
Að eyðileggja málstað

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Að eyðileggja málstað

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

·