Fréttir

Sjálfstæðismenn tefji uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðismenn hafa tafið uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík því þeir hafa ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Píratar segja fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið.

Jóna Sólveig Elínardóttir Varaformaður Viðreisnar. Mynd: Pressphotos

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðismenn hafa tafið uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík því þeir hafa ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í viðtali við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær.

Fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þessara orða. Þeir segja málið gríðarlega alvarlegt. 

„Um er að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi. Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki,“ segir í yfirlýsingunni. 

„Það er fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið.“

Hins vegar kemur einnig fram að ríkislóðirnar hafi ekki reynst reynst bráðnauðsynlegur liður í uppbyggingunni enda sé húsnæðisuppbygging í Reykjavík komin á gott skrið án þeirra. En í því ástandi sem við búum við sé allt sem sé til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál.

„Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða. Það er því miður einfaldlega hárrétt að það fór ekkert að hreyfast í þessum málum fyrr en ráðherrar Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, komu að borðinu og keyrðu samninga við borgina í gegn. Það er fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“

Fulltrúar Pírata segja ennfremur þakkarvert að Jóna Sólveig hafi haft hugrekki til að segja frá þessum samskiptum, enda geti oft verið vandasamt fyrir stjórnmálamenn að vekja athygli á slíkri framkomu vegna trúnaðar í samstarfi milli flokka. Þetta mál sé hins vegar þess eðlis að ekki sé réttlætanlegt að þegja um það. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins