Fréttir

Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista

Kosningaslagorð sem Miðflokkurinn notar líkist slagorði sem UMFÍ notaði upphaflega en íslenskir nasistar stálu. Kosningastjóri Miðflokksins segir slagorðið vera afurð hópavinna innan flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur notað „Íslandi allt“ í skrifum sínum.

Íslandi allt og Ísland allt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sjálfur endað grein á „Íslandi allt“, gömlu slagorði UMFÍ sem síðar var tekið upp af nasistum, og nú hefur nýstofnaður flokkur hans tekið upp slagorðið „Ísland allt“. Mynd: Pressphotos

Slagorðið sem nýstofnaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, hefur valið sér er nánast sama slagorð og flokkur íslenskra þjóðernissinna notaði á fjórða áratug síðustu aldar. Miðflokkurinn er með slagorðið „Ísland allt“ á meðan Flokkur þjóðernissinna notaði „Íslandi allt“. Flokkur þjóðernissinna var nasistaflokkur sem notaði hakakrossinn sem merki sitt og gaf út blaðið „Ísland“. Einu -i- munar því á slagorðum flokkanna tveggja. 

Enduðu oft á slagorðinuÍslenskir nasistar á fjórða áratug síðustu aldar enduðu skrif sín stundum á Íslandi allt. Hér er forsíða dagblaðsins Ísland sem flokkur þjóðernissinna gaf út - slagorðið sést neðst á forsíðunni.

Meðal dæma um notkun á slagorðinu „Íslandi allt“ má nefna eftirfarandi klausu sem birtist í blaðinu Heimdalli árið 1934 undir fyrirsögninni „Ræfiilsskapur fyrir rétti“: „Nazistabullurnar, sem réðust á Guðjón Bald, sýndu sig álíka mikla ræfla fyrir réttinum eins og þeir voru hugaðir 8 á móti 1 í myrkri. Þeirra fyrsta verk var að gefa upp nöfnin ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins