Fréttir

Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista

Kosningaslagorð sem Miðflokkurinn notar líkist slagorði sem UMFÍ notaði upphaflega en íslenskir nasistar stálu. Kosningastjóri Miðflokksins segir slagorðið vera afurð hópavinna innan flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur notað „Íslandi allt“ í skrifum sínum.

Íslandi allt og Ísland allt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sjálfur endað grein á „Íslandi allt“, gömlu slagorði UMFÍ sem síðar var tekið upp af nasistum, og nú hefur nýstofnaður flokkur hans tekið upp slagorðið „Ísland allt“. Mynd: Pressphotos

Slagorðið sem nýstofnaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, hefur valið sér er nánast sama slagorð og flokkur íslenskra þjóðernissinna notaði á fjórða áratug síðustu aldar. Miðflokkurinn er með slagorðið „Ísland allt“ á meðan Flokkur þjóðernissinna notaði „Íslandi allt“. Flokkur þjóðernissinna var nasistaflokkur sem notaði hakakrossinn sem merki sitt og gaf út blaðið „Ísland“. Einu -i- munar því á slagorðum flokkanna tveggja. 

Enduðu oft á slagorðinuÍslenskir nasistar á fjórða áratug síðustu aldar enduðu skrif sín stundum á Íslandi allt. Hér er forsíða dagblaðsins Ísland sem flokkur þjóðernissinna gaf út - slagorðið sést neðst á forsíðunni.

Meðal dæma um notkun á slagorðinu „Íslandi allt“ má nefna eftirfarandi klausu sem birtist í blaðinu Heimdalli árið 1934 undir fyrirsögninni „Ræfiilsskapur fyrir rétti“: „Nazistabullurnar, sem réðust á Guðjón Bald, sýndu sig álíka mikla ræfla fyrir réttinum eins og þeir voru hugaðir 8 á móti 1 í myrkri. Þeirra fyrsta verk var að gefa upp nöfnin ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Fréttir

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Fréttir

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

Fréttir

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“