Fréttir

Paulo Macchiarini ekki ákærður í plastbarkamálinu

Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna plastbarkaaðgerðanna á þremur einstaklingum sem hann gerði í Svíþjóð á árunum 2011 til 2013. Fyrsti plastbarkaþeginn, Andemariam Beyene, var sjúklingur á Landspítalanum og sendi sjúkrahúsið hann á Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi þar sem hann gekkst undir aðgerðina. Rannsókn stendur nú yfir á plastbarkamálinu á Íslandi.

Ráðstefna í háskólanum Paulo Macchiarini sést hér ræða við fyrsta plastbarkaþegann, Andemariam Beyene, á ráðstefnu sem haldin var í Háskóla Íslands sumarið 2012 þar sem aðgerðatækninni var hampað. Á milli þeirra stendur fulltrúi frá bandaríska fyrirtækinu sem framleiddi plastbarkann.

Ítalski læknirinn Paulo Macchiarini verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás af gáleysi út af plastbarkaaðgerðinni sem hann framkvæmdi á Andemariam Beyene árið 2011. Þetta kom fram á blaðamannafundi ákæruvaldsins í Svíþjóð sem haldinn er í Stokkhólmi núna í morgun.   Andemariam Beyene var búsettur á Íslandi þar sem hann nam jarðfræði og bjó ásamt fjölskyldu sinni. 

Á blaðamannafundinum um niðurstöðu lögreglunnar í Stokkhólmi í málinu kom fram að enginn annar en Macchiarini væri með niðurstöðu sakbornings í málinu og því er ljóst að aðrir læknar liggja ekki undir grun um meint lögbrot. Ein af niðurstöðunum í málinu er að ekki sé hægt að sanna að önnur læknismeðferð en ígræðsla á plastbarka hefði getað haft betri afleiðingar í för með sér fyrir Andemariam Beyene og gert líf hans lengra. Saksóknari í málinu sagði þvert á móti að líklega hefði plastbarkaaðgerðin lengt líf Andemariams Beyene eitthvað. Þannig var ekki ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“

Fréttir

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Pistill

„Svolítið erfið“ af því þau fylgja samviskunni

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Fréttir

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

Pistill

Efling Eflingar