
Fréttir
Steingrímur kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ og var svarað fullum hálsi
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna notaði orðið „fatlaður“ í niðrandi tilgangi til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn á kosningafundi. Hann baðst afsökunar skömmu síðar.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi og sá núverandi þingmaður sem setið hefur lengst á Alþingi, kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri í dag vegna tregðu flokksins til að afla ríkissjóði tekna.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Steingrími fullum hálsi, gagnrýndi orðaval hans og uppskar mikinn fögnuð.
Orðrétt sagði Steingrímur: „Það yrði þægilegast að við og Samfylkingin myndum ná saman, en síðan horfum við til viðbótar til þeirra flokka sem eru næst okkur í litrófinu, af því að við viljum mynda vinstristjórn, félagshyggjustjórn, sem nær af stað með sterka uppbyggingaráætlanir fyrir landið og velferðarkerfið og ég sé ekki að það verði auðvelt að koma því saman með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“
Áslaug Arna svaraði og sagði Steingrím vera að líkja Sjálfstæðisflokknum við hreyfihamlaðan einstakling. „Ég þarf nú fyrst að frábiðja mér það að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við við fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir,“ sagði hún.
Þetta er annað dæmið í dag um að reyndir stjórnmálamenn veki athygli vegna ummæla á frambjóðendafundum í menntaskólum, en Stundin fjallaði í dag um viðbrögð Bjarna Benediktssonar við spurningu um Borgunarmálið á fundi sem haldinn var í Verzlunarskóla Íslands.
Steingrímur J. baðst afsökunar á ummælum sínum næst þegar hann fékk hljóðnemann í hendurnar.
Nýtt á Stundinni

Fréttir
Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi

Fréttir
Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir
Vinir Hauks Hilmarssonar dreifðu límmiðum um miðborgina

Fréttir
Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Fréttir
Hélt #MeToo ræðu um karlrembuna í kokkabransanum

Fréttir
Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt

Fréttir
Fjármálaráð: Tekjustofnar veiktir samhliða fordæmalausri útgjaldaaukningu

Fréttir
Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir
Sjálfstæðismenn sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn gerð skýrslu um flutninga á vopnum

Fréttir
Sjálfstæðismenn kusu gegn borgarlínu: „Myllusteinn um háls skattgreiðenda“
Mest lesið í dag

Fréttir
Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir
Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir
Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“

Fréttir
Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pistill
Þar var einu sinni svo gott að djamma og djúsa

Fréttir
Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt
Mest lesið í vikunni

Pistill
Lærði að lifa af

Afhjúpun
Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Fréttir
Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir
Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Úttekt
Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin

Athugasemdir