Fréttir

Steingrímur kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ og var svarað fullum hálsi

Fyrrverandi formaður Vinstri grænna notaði orðið „fatlaður“ í niðrandi tilgangi til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn á kosningafundi. Hann baðst afsökunar skömmu síðar.

Steingrímur J. Sigfússon Fyrrverandi formaður Vinstri grænna hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín. Mynd: Pressphotos

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi og sá núverandi þingmaður sem setið hefur lengst á Alþingi, kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri í dag vegna tregðu flokksins til að afla ríkissjóði tekna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Steingrími fullum hálsi, gagnrýndi orðaval hans og uppskar mikinn fögnuð.

Orðrétt sagði Steingrímur: „Það yrði þægilegast að við og Samfylkingin myndum ná saman, en síðan horfum við til viðbótar til þeirra flokka sem eru næst okkur í litrófinu, af því að við viljum mynda vinstristjórn, félagshyggjustjórn, sem nær af stað með sterka uppbyggingaráætlanir fyrir landið og velferðarkerfið og ég sé ekki að það verði auðvelt að koma því saman með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“

Áslaug Arna svaraði og sagði Steingrím vera að líkja Sjálfstæðisflokknum við hreyfihamlaðan einstakling. „Ég þarf nú fyrst að frábiðja mér það að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við við fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir,“ sagði hún. 

Þetta er annað dæmið í dag um að reyndir stjórnmálamenn veki athygli vegna ummæla á frambjóðendafundum í menntaskólum, en Stundin fjallaði í dag um viðbrögð Bjarna Benediktssonar við spurningu um Borgunarmálið á fundi sem haldinn var í Verzlunarskóla Íslands.

Steingrímur J. baðst afsökunar á ummælum sínum næst þegar hann fékk hljóðnemann í hendurnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins