Fréttir

Þorgerður Katrín tekur við af Benedikt – vikið frá kynjareglu

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, sagði af sér sem formaður flokksins.

Benedikt Jóhannesson er hættur sem formaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona flokksins og starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er tekin við forystuhlutverkinu.

Þingflokkur Viðreisnar kom sér saman um þetta í dag og var ákvörðunin „staðfest af ráðgjafarráði flokksins“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 

Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar sem formaður og tilkynnti ákvörðun sína á fundi með þingflokki og stjórn flokksins. Á sama fundi var ákveðið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti framboðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, tæki við hlutverki hans. 

Jóna Sólveig Elínardóttir mun áfram gegna varaformannshlutverki í flokknum. Að þessu leyti er hin nýja skipan forystu Viðreisnar á skjön við 4. mgr. greinar 5.1. í samþykktum flokksins, en sú regla felur í sér að „formaður og varaformaður skulu ekki vera af sama kyni“. Á fundinum í kvöld var tilkynnt sérstaklega að gera þyrfti undanþágu frá umræddri reglu. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru ekki allir á eitt sáttir með formannsskiptin og hvernig staðið var að þeim. Stundin hefur rætt við trúnaðarmenn í flokknum sem segja að sér hafi brugðið hvernig ákvarðanatökunni var háttað. Eðlilegast hefði verið að fela Jónu Sólveigu, varaformanni Viðreisnar, að taka við keflinu af fráfarandi formanni. Í staðinn hafi þingflokkurinn og stjórn flokksins tekið ákvörðun um formannsskipti án samráðs við grasrótina og falið ráðgjafaráðinu að staðfesta þá ákvörðun.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Fréttir

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Fréttir

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

Fréttir

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“