Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra bregst harkalega við fréttaflutningi

Bjarni Bene­dikts­son skamm­aði frétta­konu á 365 miðl­um fyr­ir fram­an sam­starfs­menn henn­ar á laug­ar­dag og þrá­spurði hvað­an hún hefði upp­lýs­ing­ar um fundi efna­hags- og skatta­nefnd­ar Al­þing­is. Í morg­un sendi svo blaða­mað­ur á Guar­di­an frá sér yf­ir­lýs­ingu til að leið­rétta orð for­sæt­is­ráð­herra um sam­skipti þeirra.

Forsætisráðherra bregst harkalega við fréttaflutningi
Forsætisráðherra Reiddist fréttakonu á 365 og skammaði hana fyrir framan samstarfsmenn hennar. Mynd: Samsett

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur brugðist harkalega við fréttaflutningi af viðskiptum sínum í aðdraganda hrunsins. Á laugardag byrsti hann sig og hrópaði yfir ritstjórnarskrifstofu 365 miðla og í morgun sendi blaðamaður á Guardian frá sér yfirlýsingu þar sem hann leiðrétti fullyrðingar Bjarna um samskipti þeirra.

Stundin greindi frá því fyrir helgi að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 dagana 2. til 6. október árið 2008, miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni og átt í ítrekuðum samskiptum við bankastjóra bankans mánuðina á undan meðan hann var þingmaður.

Forsætisráðherra hefur sakað fjölmiðlafólk um óheilindi, sagt blaðamenn Guardian,  Stundarinnar og Reykjavik Media hafa hagrætt tímasetningu á birtingu fréttanna til að koma höggi á sig og gagnrýnt aðra fjölmiðla fyrir að vitna í Stundina.

„Blaðamaðurinn sem hringdi í mig frá Bretlandi, hann beinlínis sagði mér að þeir hefðu haft þessi gögn, þessar upplýsingar, í margar vikur og að þeir hefðu beðið eftir réttu tímasetningunni,“ sagði Bjarni í viðtali við RÚV á föstudag. Þá sagði hann í viðtali við Stöð 2: „Mér finnst tímasetning merkileg og ég bara þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan.“

Blaðamaður Guardian, Jon Henley, sendi Ríkisútvarpinu tilkynningu í morgun þar sem hann sagði Bjarna leggja sér orð í munn og fara með rangt mál um samskipti þeirra. Í tilkynningunni segir Henley að íslenskir samstarfsaðilar The Guardian, Stundin og Reykjavik Media, hafi lagt áherslu á að flýta birtingu upplýsinganna svo þær birtust ekki of nærri kosningum. Guardian hafði fyrirhugað að birta þær 16. eða 23. október: „Íslenskir starfsfélagar mínir sögðu þá að ef fréttin færi út svo stuttu fyrir kosningar væri hætta á að hún hefði óeðlileg áhrif á þær. Þeir vildu birta þetta eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi í vikunni sem lauk 2. október,“ segir í yfirlýsingu Jons. „Það er því langur vegur frá því að birtingu hafi verið seinkað til síðasta föstudags - henni var þvert á móti flýtt um nokkrar vikur til að draga úr tjóninu.“

Skammaði fréttakonu á ritstjórnargólfinu

Þetta er ekki eina dæmi þess að viðbrögð forsætisráðherra við fréttaflutningnum veki athygli. DV greindi frá því í kvöld að Bjarni hefði tekið bræðiskast á ritstjórnargólfi 365 miðla á laugardag. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að að Bjarni hafi „misst stjórn á skapi sínu og hróp hans borist um húsið“. Haft er eftir vitni að um hafi verið að ræða „tryllt öskur“ og fólki hafi brugðið. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarkona Bjarna, hafi þurft að draga forsætisráðherra afsíðis.

Frétt DV er í grófum dráttum í samræmi við upplýsingar sem Stundin fékk innan af 365 í gær. Mun forsætisráðherra hafa byrst sig við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttakonu, vegna orða sem fram komu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nokkrir starfsmenn urðu vitni að samskiptunum sem þóttu óvenju harkaleg. „Fólk var hálf sjokkerað. Fólk hefur aldrei séð Bjarna svona áður,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar. 

Samskiptin áttu sér stað í opnu rými, á ritstjórnarskrifstofu 365 miðla og duldist engum að forsætisráðherra var reiður.

„Hann tók hálfgert kast inni á miðju gólfi,“ segir starfsmaður blaðsins í samtali við Stundina. Annar viðmælandi segir að sér finnist slíkt orðalag vera full ýkt lýsing á því sem gerðist. „Þetta var ekki æðiskast, það var ekki þannig, en hann byrsti sig vissulega, hann hækkaði mjög róminn.“

Þá ber viðmælendum saman um að Bjarni hafi þráspurt hvaðan fréttakonan hefði fengið upplýsingar um að efnahags- og skattanefnd Alþingis hefði fundað um stöðu Glitnis skömmu fyrir hrun. Sú fullyrðing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, er röng. Hún var endurtekin í hádegisfréttum Bylgjunnar sama dag, skömmu áður en Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir mættust í beinni útsendingu í viðtalsþættinum Víglínunni á Stöð 2. Algengt er að hádegisfréttir Bylgjunnar byggi á fréttum úr blaðinu sem kemur út að morgni.

Forsætisráðherra átti leið gegnum ritstjórnarskrifstofu 365 miðla áður en Víglínan fór í loftið og lét þá óánægju sína í ljós. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur Bjarni beitt sér með sams konar hætti símleiðis við fleiri blaðamenn frá því að ríkisstjórnarsamstarfi Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins var slitið í september. Hann hefur ekki viljað ræða við blaðamenn Stundarinnar.

Óánægður með fjölmiðla

Seinna á laugardaginn birti Bjarni stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi fjölmiðla og kenndi Stundinni um að aðrir fjölmiðlar hefðu sett fram hina röngu fullyrðingu um fundi efnahags- og skattanefndar um stöðu Glitnis. Þá beindi hann sérstaklega spjótum sínum að Ríkisútvarpinu.

Í frétt Stundarinnar um sölu Bjarna á hlutabréfum í Glitni og innlausn úr Sjóði 9 í aðdraganda hrunsins, sem birtist á föstudaginn, segir orðrétt:

„Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008. Frá þessari aðkomu Bjarna var greint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Á fundinum kom fram að staða Glitnis væri „gríðarlega alvarleg“ eins og haft var eftir einum fundarmanni í skýrslunni.“

Í stöðuuppfærslu Bjarna vitnaði hann í fyrstu setningu efnisgreinarinnar, tilgreindi svo hvað aðrir fjölmiðlar hefðu fullyrt og hrakti þau orð sem fram komu í Fréttablaðinu og á Bylgjunni. 

Um leið sakaði hann Stundina um að hafa fleytt rangfærslunni af stað og sagði aðra fjölmiðla hafa lapið orð Stundarinnar upp án skoðunar.

Ritstjóri Stundarinnar, Jón Trausti Reynisson, birti athugasemd við færslu Bjarna sama dag. Bjarni faldi þá athugasemd fyrir fylgjendum sínum á Facebook eins og Vísir greindi frá, en athugasemdin hljóðaði svo: 

„Það er alfarið rangt að Stundin hafi haldið því fram að fundað hafi verið í efnahags- og skattanefnd á þessum tíma. Verið var að vísa í annan fund, í höfuðstöðvum Stoða, eins og sést á fréttinni sem hér er vitnað í. Hér er hluti af frétt Stundarinnar tekinn úr samhengi. Setningin úr frétt Stundarinnar er í heild sinni svona, áður en hún var klippt til að undirbyggja falska ásökun um óheiðarleg vinnbrögð: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“

Í kjölfarið lýsti Bjarni óánægju með að talað væri um „fundi“ í fleirtölu í frétt Stundarinnar.

Daginn eftir greindi Stundin frá því að Bjarni hefði ekki aðeins fundað með forstjóra Glitnis um „lausn vanda bankanna“ þann 19. febrúar 2008, tveimur dögum áður en hann hóf sölu á hlutabréfum sínum í bankanum, og svo fundað í höfuðstöðvum Stoða aðfaranótt 29. september rétt áður en ríkið fékk Glitni í fangið, heldur einnig hitt Lárus í lok ágúst 2008, rúmum mánuði fyrir bankahrunið, og talað um að gott væri að „fara yfir stöðuna reglulega, m.a. í efnahagsmálum“. 

Athugasemd: Í fréttinni fjallar Stundin um tengda aðila; fjölmiðilinn Stundina og ritstjóra Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
7
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
10
Viðtal

Hljóm­sveit­ar­stjór­ar rabba sam­an: Daní­el Bjarna­son og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu