Mest lesið

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
3

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
4

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·
„Ég vil að þetta sé erfitt“
5

„Ég vil að þetta sé erfitt“

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
6

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Hundrað grindhvalir drepnir í dag
7

Hundrað grindhvalir drepnir í dag

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins
8

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·

Kári útskýrir brot Sigmundar Davíðs og býður honum að flytja til Panama

Kára Stefánssyni ofbýður fullyrðing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kastljósinu. Samkvæmt siðareglum þingmanna og ráðherra bar Sigmundi að upplýsa um hálfs milljarðs króna kröfu aflandsfélags sem hann og eiginkona hans stofnuðu í gegnum panamaíska lögfræðistofu með hjálp Landsbankans í Lúxemborg. „

Kári Stefánsson og Sigmundur Davíð Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar býður fyrrverandi forsætisráðherra að flytja til Panama og í stað áframhaldandi þingstarfa.   Mynd: Samsett mynd / Stundin
ritstjorn@stundin.is

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, opið bréf í dag, í kjölfar fullyrðingar Sigmundar Davíðs að staða hans gagnvart þrotabúum íslensku bankanna væri í eðli sínu sú sama og annarra Íslendinga.

Sigmundur var eigandi að aflandsfélaginu Wintris, ásamt eiginkonu sinni, sem átti um hálfs milljarðs króna kröfu í þrotabú íslensku bankanna. Það er að segja, áður en Sigmundur seldi eiginkonu sinni sinn helmingshlut í Wintris á einn dollara daginn áður en reglur tóku gildi sem gerðu skylt að upplýsa um eignarhlutinn.

„Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun,“ sagði Sigmundur í viðtali við Kastljósið.

„Þú veist að þetta er steypa“

Kári gagnrýnir Sigmund harðlega fyrir ranga lýsingu á stöðunni. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því.“

Kári lýsir því sem siðleysi af Sigmundi að hafa leynt almenning hagsmunatengslum sínum, á sama tíma og hann fór með umboð almennings til að beita sér í samningum við kröfuhafa.

„... þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut.“

MótmæltUm 26 þúsund manns mótmæltu á Austurvelli í kjölfar uppljóstrana á leyndum hagsmunum Sigmundar Davíðs.

Sigmundur gekk út úr viðtali við sænska fréttaskýringarþáttinn Uppdrag Granskning þegar hann var spurður út í Wintris, eftir að hafa hafnað því að hann kannaðist við það. Það var einungis eftir að viðtalið var tekið sem eiginkona Sigmundar ljóstraði upp um tilvist félagsins.

„Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim,“ skrifar Kári. „Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut.“

Það sem Kári segir um brot á siðferðisreglum á sér stoð í formlegum siðareglum ráðherra og þingmanna, sem voru í gildi þegar Sigmundur hélt beinum og óbeinum tengslum sínum við Wintris leyndum.

Stangaðist á við siðareglur

Sigmundi var skylt, samkvæmt reglum forsætisnefndar Alþingis frá mars 2009, að upplýsa um hlutinn sinn í Wintris, en það gerði hann ekki. Þá er skýrt kveðið á um það í siðareglum ráðherra að þeim beri að upplýsa um hagsmuni sína. 

„Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstum,“ segir í siðareglunum í þeirri útgáfu sem var í gildi frá 2011 til 2016. 

Um leið og Sigmundur vék sem forsætisráðherra tóku við skýrari og strangari siðarglur, þar sem sérstaklega var kveðið á um fjölskyldutengsl: „Ráðherra forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín. Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“

„Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“

Þannig voru siðareglur ráðherra uppfærðar til samræmis við siðareglur þingmanna, sem Sigmundur stóðst ekki þegar hann leyndi hagsmunum sínum gagnvart íslensku bönkunum: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“

Þá er ljóst að það var í höndum Sigmundar Davíðs sjálfs, sem forsætisráðherra, að stýra því að hagsmunir ráðherra væru allir uppi á borðinu, eins og sagði í siðareglum ráðherra: „... Forsætisráðherra getur í samráði við ríkisstjórn ákveðið að kalla með skipulögðum hætti eftir frekari upplýs­ingum um hagsmunatengsl ráðherra sem birtar yrðu almenningi.“

Biður Sigmund að flytja til Panama

Kári beinir orðum sínum til Sigmundar og segir að „sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama.“

Það var í Panama sem lögfræðistofan Mossack Fonseca starfaði, en félagið Winstris var í umsjón lögfræðistofunnar sem tilbúið aflandsfélag þegar Sigmundur og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, tóku við því í gegnum eignastýringu Landsbankans í Lúxemborg. Óskað var eftir því að eigendur félagsins yrðu þau tvö, með 50 prósent hlut hvort.

Sigmundur hefur ekki beðist afsökunar á því að leyna almenning hagsmunum sínum. Hann baðst hins vegar afsökunar á „frammistöðu“ sinni í viðtalinu við Uppdrag Granskning. Þá hefur hann hins vegar farið fram á að Ríkisútvarpið biðji sig afsökunar.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
3

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
4

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·
„Ég vil að þetta sé erfitt“
5

„Ég vil að þetta sé erfitt“

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
6

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·

Mest deilt

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
3

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
4

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins
5

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
6

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·

Mest deilt

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
3

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
4

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins
5

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
6

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
2

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
3

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
5

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen
6

Móðir og forsjárforeldri

Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
2

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
3

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
5

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen
6

Móðir og forsjárforeldri

Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen

·

Nýtt á Stundinni

Ekki bara strákar sem skeita

Ekki bara strákar sem skeita

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·
„Ég vil að þetta sé erfitt“

„Ég vil að þetta sé erfitt“

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Björn Leví segir breikkun Suðurlandsvegar sýna hversu stóran þátt kjördæmapólitík leiki

Björn Leví segir breikkun Suðurlandsvegar sýna hversu stóran þátt kjördæmapólitík leiki

·
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

·
Hundrað grindhvalir drepnir í dag

Hundrað grindhvalir drepnir í dag

·
Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·