Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
5

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
6

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
7

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Bjarni fór í fjórar boðsferðir en sagðist hafa farið í tvær

Bjarni Benediktsson sagðist aðeins hafa farið í tvær boðsferðir á vegum bankanna þegar hann var spurður árið 2009. Bjarni, sem var þingmaður á þeim tíma, var hins vegar skráður í fimm boðsferðir samkvæmt gögnum sem Stundin hefur undir höndum og fór að minnsta kosti í fjórar þeirra. Hann er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarskýrsla Alþingis greinir frá að hafi farið í boðsferðir.

Bjarni fór í fjórar boðsferðir en sagðist hafa farið í tvær
johannpall@stundin.is

Bjarni Benediktsson var skráður í fimm boðsferðir út fyrir landsteinana á vegum Glitnis og Íslandsbanka á árunum 2006 til 2008 og var jafnframt boðið í veiðiferð að Langá á Mýrum. Einungis er fjallað um eina boðsferð Bjarna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og sjálfur hefur hann sagst aðeins tvívegis hafa þegið slík boð. Gögn og tölvupóstsamskipti sem Stundin hefur undir höndum benda þó til þess að skiptin hafi verið fleiri. Þau varpa ljósi á þá miklu velvild sem Bjarni, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins og áhrifamaður í íslenskum stjórnmálum, naut hjá Glitnismönnum á útrásarárunum.

Í einkaþotu með Glitnismönnum 

Að því er fram kemur í siðferðishluta rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið var fremur sjaldgæft að íslenskir stjórnmálamenn færu í boðsferðir á vegum bankanna á árunum fyrir hrun. Er einvörðungu minnst á þrjá stjórnmálamenn í skýrslunni sem þáðu slíkar boðsferðir: borgarfulltrúana Björn Inga Hrafnsson og Gísla Martein Baldursson og þingmanninn Bjarna Benediktsson.

Greint er frá því að Bjarni hafi ferðast í einkaþotu með Glitnismönnum til Skotlands dagana 20. til 22. september 2007. Með í för voru þrír yfirmenn hjá Glitni; þeir Einar Örn Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Helgi Eiríksson, Hermann Guðmundsson, þáverandi forstjóri N1, Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalar, og Gunnar Þorláksson og Gylfi Héðinsson, eigendur BYGG. Bjarni Benediktsson var á þessum tíma stjórnarformaður N1, en faðir Bjarna og föðurbróðir voru stórir hluthafar í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt International.

„Við erum að fara á völlinn“

Bjarni Benediktsson sagði í viðtali við Fréttablaðið í apríl 2010 að honum hefði margsinnis verið boðið í boðsferðir en aðeins tvívegis þegið slík boð. Um boðsferðirnar sagði hann í viðtali við Viðskiptablaðið nokkrum vikum síðar: „Í skýrslunni er nefnd boðsferð frá árinu 2007 með Glitni. Þá ferð og aðra slíka á árinu 2006 fór ég sem stjórnarformaður N1.“ Þá sagði hann í Kastljósi: „Það rigndu til mín boð um að koma í ýmiss konar ferðir af þessum toga. Almennt hafnaði ég slíkum boðum. Ég þáði eina slíka ferð árið 2006 og aðra árið 2007.“

Seinni boðsferðin sem Bjarni vísar til er ferð til London á vegum Íslandsbanka dagana 20. febrúar til 24. febrúar 2006. Farið var á fótboltaleik Chelsea og Barcelona, en Bjarni var ferðafélagi Einars Arnar Ólafssonar, vinar síns hjá Glitni, ásamt Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1. „Við erum að fara á völlinn eins og svo margir, en höfum reyndar annað erindi líka,“ segir í tölvupósti Einars Arnar til tveggja annarra starfsmanna bankans.

„Sælir, eigum við ekki að
gefa gestum okkar gjöf?“

Tölvupóstsamskipti milli starfsmanna Glitnis vegna þessarar ferðar gefa athyglisverða innsýn í góðærisstemninguna sem var allsríkjandi í bönkunum á þessum tíma. 

„Sælir, eigum við ekki að gefa gestum okkar gjöf eftir kynninguna á LON skrifstofunni??“ segir í einum póstinum. „Eigum við að hafa þetta eitthvað grand og flott, eða létt og fyndið? Getum einnig sent eftirfylgnisgjöf, þ.e. daginn eftir að menn koma heim að senda þeim eitthvað, "Takk fyrir samveruna" gjöf... Smá input, please.“

ÚtrásinMynd tengist frétt ekki beint

Síðar á árinu 2006 er Bjarni tilgreindur sem einn af boðsgestum Glitnis til Sjanghæ vegna opnunar skrifstofu bankans þar í landi.

„Ég tel að við eigum eingöngu að bjóða þeim sem einhverjar líkur eru á að fari í business í Kína þannig að þetta verði spurning um gæði ekki magn,“ segir í tölvupósti Magnúsar Bjarnasonar, sem þá var yfirmaður alþjóðasviðs Glitnis, til Bjarna Ármannssonar. „Dagskráin þarf að vera mjög miðuð við þarfir hvers gests, t.d. skipuleggjum við heimsókn fyrir Jón Ásgeir og Skarphéðinn í kínverskt retail fyrirtæki, á meðan Icelandair færi í heimsókn til China Eastern o.s.frv. Við myndum taka með fjölmiðla frá Íslandi með okkur gerum mikið úr opnun á fyrsta áfanga hitaveitu í Xianyang og síðan opnun á skrifstofunni í Shanghai.“

Ekki er hægt að fullyrða, út frá þeim upplýsingum sem fram koma í gögnunum að Bjarni hafi á endanum farið í ferðina. 

Uppfært kl. 12:30:

Stundin hefur nú rætt við fólk sem fór í ferðina og fullyrðir að Bjarni Benediktsson hafi farið til Sjanghæ og verið meðal annars viðstaddur hátíðarhöld á vegum Glitnis við Pudong Shangri-La hótelið. Bjarni hefur ekki svarað tölvupósti Stundarinnar þar sem hann er spurður um umrædda ferð. Hér má sjá skjáskot af boðskorti Glitnis á opnun skrifstofunnar í Sjanghæ:

Flogið í rússneskri herþyrlu

Enn ein boðsferðin sem Bjarna var boðið í var laxveiðiferð til Rússlands sumarið 2007. „Viltu ítreka listann við sendiráðið? Þeir sem eru á mínum vegum eru Einar Sveinsson, Benedikt Einarsson, Bjarni Benediktsson, Haukur Oddsson, Guðmundur Ásgeirsson (hann er búinn að fá sitt VISA) og ég Bjarni Markússon,“ segir í tölvupósti sem Bjarni Markússon sendi starfsmönnum Glitnis þann 9. júlí. 

Tugum viðskiptavina og starfsmanna Glitnis var boðið í veiðiferðir í Ponoi-laxveiðiána á Kóla-skaga í Rússlandi þetta sumar, en farið var í nokkrum hollum og hver ferð þriggja daga löng. DV fjallaði um ferðirnar árið 2009 og greindi frá því að flogið hefði verið frá Reykjavíkurflugvelli og á flugvöll í borginni Murmansk á Kóla-skaga í Norður-Rússlandi. Þaðan hafi verið farið að ánni í rússneskri herþyrlu og gist í útbúnum upphituðum tjaldbúðum. Má ætla að kostnaður við ferðirnar hafi hlaupið á tugum milljóna, en um er að ræða eina gjöfulustu laxveiðiá í heimi.

Gert var ráð fyrir Bjarna Benediktssyni á lista sem afhentur var rússneska sendiráðinu 9. júlí 2007. Samkvæmt skjali sem Stundin hefur undir höndum var Bjarni skráður í ferð til Rússlands 17. til 21. júlí, gaf upp vegabréfaupplýsingar og var ekki í hópi þeirra sem afboðuðu sig. 

Í sama skjali er að finna upplýsingar um veiðiferð að Langá dagana 5. og 6. júlí 2007. Þar er Bjarni Benediktsson á gestalista með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Finni Ingólfssyni og fleirum, auk Glitnismanna, meðal annars Lárusar Welding, Guðmundar Hjaltasonar og Einars Arnar Ólafssonar. 

Með Ólafi Ragnari og George Soros

Bjarni þáði svo boð Glitnis til New York þann 4. september 2007. „Þið kannski sendið á okkur Bjarna Ben. staðfestingu með flug og hótel þegar það er tilbúið,“ segir í tölvupósti Bjarna Markússonar, sem sinnti eignastýringu fyrir Bjarna í Glitni, til starfsmanns í bankanum daginn fyrir ferðina. Starfsmaðurinn staðfesti svo að búið væri að bóka flug fyrir Bjarna til New York á viðskiptafarrými. 

Tilefni ferðarinnar var opnun útibús Glitnis í New York og þátttaka í orkuráðstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Íslands, var með í för og George Soros, einn þekktasti fjárfestir heims, var heiðursgestur.

Ekkert var til sparað; gist á fimm stjörnu hóteli og vel veitt í mat og drykk auk þess sem heimsþekktur djasstónlistarmaður, Winton Marsalis, lék fyrir veislugesti. DV fjallaði ítarlega um ferðina árið 2011 og hafði eftir Bjarna Benediktssyni að honum hefði verið boðið í ferðina sem viðskiptamanni Glitnis.

Ferð á Coldplay-tónleika skipulögð í miðju hruni

Athygli vekur að þann 30. september 2008, daginn eftir að tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75 prósenta hlut í Glitni, voru starfsmenn bankans að skipuleggja boðsferð til London á Coldplay-tónleika þann 15. desember.

„Best að negla þetta,“ segir í tölvupósti starfsmanns sem spyr hverjir fari á tónleikana og fær þau svör frá kollega sínum að „Bjarni Ben og Þóra konan hans“ ætli með.

Bjarni sat fund efnahags- og skattanefndar að morgni dags 15. desember en tók ekki til máls á þingfundi síðar um daginn. Engin atkvæðagreiðsla fór fram, svo ómögulegt er að fullyrða hvort hann hafi verið á landinu. Afar ólíklegt verður þó að teljast að Bjarni hafi farið á Coldplay-tónleika á vegum banka í miðjum fjárlagaumræðum rétt eftir hrun þegar stór og brýn mál voru til umfjöllunar á Alþingi. 

Bankarnir héldu illa utan um gögnin

Þessi frétt er hluti af ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans fyrir hrun og samband hans við Glitni. Stundin gerði árangurslausar tilraunir í síðustu viku til að ná viðtali við Bjarna um málin í gegnum aðstoðarmann hans, Svanhildi Hólm Valsdóttur. Í gærmorgun sendi svo Stundin Bjarna Benediktssyni og Svanhildi sérstaka fyrirspurn um boðsferðirnar sem hér hefur verið greint frá. Ekkert svar hefur borist þegar þetta er ritað.

Við vinnslu siðferðishluta rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið var kallað eftir gögnum um risnu og boðsferðir og skoðað sérstaklega hvort stjórnmálamenn kæmu þar fyrir. Fram kemur að gögn hafi borist seint frá Glitni og verið verr flokkuð en hjá hinum bönkunum.

„Setja verður þann fyrirvara að bankarnir hafi haldið illa utan um þau gögn sem vörðuðu alls kyns risnu og boðsferðir. Ekki er útilokað að kostnaður af þessu tagi hafi verið færður á dótturfélög bankanna í útlöndum,“ segir í skýrslunni. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
5

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
6

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
7

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
6

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
6

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·

Nýtt á Stundinni

Betri hugmynd handa Óla Birni

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Zeitgeist

Hermann Stefánsson

Zeitgeist

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Hvernig dirfistu?

Símon Vestarr

Hvernig dirfistu?

·
Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

·