Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun

Ein­ar Sveins­son, fjár­fest­ir og föð­ur­bróð­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, seldi eign­ir í Sjóði sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett þann 6. októ­ber 2008. Ein­ar hellti sér yf­ir starfs­mann Glitn­is eft­ir að hann fékk veðkall frá bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins. Eign­ar­halds­fé­lag Ein­ars og hann sjálf­ur vörðu sig gegn 176 millj­óna tapi með við­skipt­un­um. Fé­lag Ein­ars fékk nið­ur­felld­ar skuld­ir eft­ir hrun.

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun
Vörðu sig fyrir tapi Með sölu á eignunum í Sjóði 9 þann 6. október náði Einar Sveinsson að verja sig og eignarhaldsfélag sitt, Hrómund ehf., fyrir 176 milljóna króna tapi sem varð á hlutdeildarskírteinum í Sjóði 9 í bankahruninu 2008. Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson, sonur hans og hluthafi í Hrómundi, sjást hér. Mynd: Ómar Óskarsson

„Ég þarf ekki að hafa um það nein orð að mér líkar illa að fá svona sendingu frá bankanum,“ segir Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, í tölvupósti til viðskiptastjóra síns í einkabankaþjónustu Glitnis, Birkis Kristinssonar, þann 1. október árið 2008. Einar hafði fengið veðkall frá Glitni vegna 4,2 milljarða króna skulda eignarhaldsfélags síns, Hrómundar ehf., við bankann. Glitnir hótaði Einari aðgerðum ef hann lagaði ekki tryggingar sínar hjá bankanum en veðsettar eignir hans hjá bankanum voru þá 4,6 milljarðar króna. Í veðkallinu var Einar beðinn um að leggja fram auknar tryggingar fyrir lánum sínum. 

Einar lét Birki heyra það út af veðkallinu: „Ég var að finna þetta í pósthólfi mínu en pósturinn hafði verið úti í sólarhring. Ég ætlast til að þú sjáir til þess að ekki verði gripið til neinna aðgerða gegn mér enda upplýsingar um stöðu mála sem við fórum yfir í gær, þann 30. sept, ekki í samræmi við það sem sagt er í þessari tilkynningu.“

Tölvupósturinn er einn þeirra fjölmörgu í gögnunum sem Stundin hefur undir höndum sem undirstrika þá örvæntingu sem greip um sig í fjármálakerfinu á Íslandi undir lok septembermánaðar og byrjun októbermánaðar 2008. 

„Þann 6. október 2008 áttu eftirtaldir aðilar stór viðskipti með bréf í Sjóði 9 og tæmdu eign sína í sjóðnum.“  

Tæmdi eignir sínar í Sjóði 9

Einar Sveinsson seldi hlutdeildarskírteini sín og Hrómundar ehf. í Sjóði 9 nokkrum dögum eftir þessi samskipti sín við Birki Kristinsson. Þetta gerðist þann 6. október, líkt og fjallað er um hér að framan. Samtals var um að ræða sölu fyrir 1120 milljónir króna.

Slitastjórn Glitnis skoðaði þessa sölu Einars sérstaklega, líkt og nokkrar aðrar sölur í Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins 2008. Í tölvupósti frá endurskoðanda, sem vann fyrir slitastjórn Glitnis að rannsóknum á málefnum tengdum bankahruninu, til Íslandsbanka árið 2010 segir meðal annars: 

Þann 6. október 2008 áttu eftirtaldir aðilar stór viðskipti með bréf í Sjóði 9 og tæmdu eign sína í sjóðnum.  Eftir að við erum búnir að fara yfir þessi viðskipti og í samráði við Slitastjórn, hefur verið ákveðið að óska eftir því við ykkur að fá upptökur af samtölum þessara aðila við Glitni hf. þar sem rætt er um þessi viðskipti.  Aðilarnir eru:  Hrómundur ehf. kt. 491188-2519 – forstöðumaður og framkv. stjóri er Einar Sveinsson fyrrum stjórnarformaður Glitnis hf. Um er að ræða viðskipti með bréf að fjárhæð ca. 1.000 millj. króna. Einar Sveinsson […] fyrrum stjórnarformaður Glitnis hf. Um er að ræða viðskipti með bréf að fjárhæð ca. 193  millj. króna.

1200 milljónir millifærðarÞessi viðskiptakvittun sýnir hvernig 1090 milljónir króna voru innleystar úr Sjóði 9 og greiddar út 79 mínútum fyrir lokum sjóðsins þann 6. október 2008.

Fékk peningana klukkan 10.10

Í tölvupóstinum frá slitastjórn Glitnis var Íslandsbanki beðinn um að hlusta á upptökur á samtölum á milli Einars Sveinssonar og Birkis Kristinssonar þann 6. október 2008 til þess að reyna að kortleggja hvenær hann bað um söluna á eignum sínum í Sjóði 9. Grunsemdir vöknuðu um að gengið hefði verið frá sölunni eftir lokun markaða þennan dag. Í svari frá starfsmanni Íslandsbanka kemur fram að beiðnin um innlausnina hafi verið sett inn í kerfi bankans klukkan 9.45 að morgni mánudagsins 6. október. Ályktunin sem Íslandsbanki dró var að beiðnin um söluna hefði komið fyrr en þann 6. október en að hún hafi bara verið afgreidd þann dag. Svipaða sögu var að segja um sölu Bjarna Benediktssonar þennan dag en hann bað um söluna þann 2. október. Orðrétt sagði um þetta í tölvupósti frá starfsmanni Íslandsbanka til slitastjórnar Glitnis um vorið 2010:

Meðfylgjandi er afrit af tölvupósti frá Ásgeiri Kröyer sem var „portfoliomanager“ fyrir Birki sem sent er til Sunnu Rósar Svansdóttur (bakvinnsla) hinn 6. október kl. 9:29.  Í tölvupóstinum er óskað eftir innlausnum á Sjóði 9. Innlausnin er sett inn í kerfið kl. 9:45 en sjóðurinn lokaði kl. 11:29. Í síðasta pósti var ég að giska á að Einar hafi beðið um innlausn á sjóðnum á fundi með Birki en í símtali nr. 147 sem er kl. 11:47 er Birkir að biðja Einar um að koma til að skrifa undir handveðsyfirlýsingar.  Hugsanlegt er að Birkir og Einar hafi talað saman um helgina fyrst pöntunin er komin þetta snemma inn í kerfið en ef svo hefur verið þá hefur samtalið farið í gegnum gsm-síma sem ekki er hljóðritaður.

Í viðskiptabeiðninni um innlausn Hrómundar ehf. í Sjóði 9 kemur fram að innlausnin hafi átt sér stað og að peningarnir, samtals 1120 milljónir króna, hafi verið millifærðir til Einars klukkan 10.10 þann 6. október. Einni klukkustund og nítján mínútum síðar var sjóðnum lokað.  

Riftunin útbúin en óundirrituð

Málið var komið svo langt innan slitastjórnar Glitnis að búið var að útbúa riftunarbréf til Einars Sveinssonar og Hrómundar ehf. vegna rúmlega milljarðs króna sölunnar í Sjóði 9.  En þetta var áður en ofangreint svar barst frá Íslandsbanka í apríl. Í riftunarbréfinu, sem aldrei var undirritað og sent til Einars, segir meðal annars að bankinn líti svo á að Hrómundur skuldi Glitni rúmlega 152 milljónir króna sem hann þurfi að endurgreiða innan viku: 

 Gengi á hlutdeildarskírteinum sjóðsins þann 30. október 2008 þegar sjóðnum var lokað var hins vegar  24.273 sem hefði leitt til innlausnarverðs samtals að fjárhæð kr. 871.180.949 eða kr. 152.321.178 lægri fjárhæð en nam ofangreindu innlausnarverði. Samkvæmt gögnum bankans lítur svo út að fyrirmæli um innlausn ofangreindra hlutdeildarskírteina hafi verið móttekin af bankanum eftir að lokað var fyrir viðskipti með bréfin og þar af leiðandi hafi verið óheimilt að innleysa þau þennan dag. 

 Á þessum forsendum ætlaði Glitnir að krefjast endurgreiðslu á 152 milljónunum sem voru mismunurinn á verðmæti eigna Hrómundar ehf. í Sjóði 9 þann 6. október og 30. október.

„Ég þarf ekki að hafa um það nein orð að mér líkar illa að fá svona sendingu frá bankanum“

Engin riftun reynd

Á endanum fór það svo að engin riftun á viðskiptunum í Sjóði 9 var reynd þar sem talið var ólíklegt að Glitnir myndi hafa betur í málinu gegn Einari. Ástæðan var meðal annars sú að ljóst þótti að Einar hefði náð að biðja um sölu hlutdeildarskírteina sinna fyrir lokun markaða þann 6. október. Einnig var söluandvirði eigna hans í Sjóði 9 notað til að greiða inn á skuldir hans við bankann sem voru verulegar um haustið 2008 og hafði Einari byrjað að berast veðköll eins og tölvupósturinn hér að ofan sýnir. 

Í niðurstöðu slitastjórnarinnar segir meðal annars um þetta: „Líklegt að ekki hafist neitt upp úr riftun á innlausn hlutdeildarskírteina í Sjóði 9. Andvirðinu var ráðstafað upp í greiðslu á skuldum félagsins. Eftirstöðvar lánsins voru færð yfir í Íslandsbanka.“

Eitt af því sem vekur sérstaka athygli er að Einar og Bjarni Benediktsson seldu báðir þennan sama dag í þeim glugga sem opnaðist frá opnun markaða þann daginn og fram til klukkan 11.29 þegar Sjóði 9 var lokað. 

En eins og segir í niðurstöðu slitastjórnarinnar um mögulega riftun gegn Einari Sveinssyni persónulega út af riftuninni í Sjóði 9 á þeim hlutdeildarskírteinum sem skráðu voru á hans nafn þá, var samt óljóst hvernig þessi beiðni barst frá Einari og til bankans: 

Fyrir liggur að beiðni (tölvupóstur)  frá Ásgeiri Kröyer, viðskiptastjóra (Portfolio Manager)  í einkabankaþjónustu um innlausn á eignum Einars í Sjóði 9 kl. 9:29 þann 6/10 2008, en sjóðurinn var aðeins opinn til kl. 11:29 þann dag. Engin gögn liggja fyrir um það hvernig honum barst beiðni frá Einari um innlausnina.  Það gat því alveg eins verið ákvörðun innan bankans að gera þetta. Líklegt má þó telja að starfsmaður staðfesti að Einar hafi beðið um innlausnina. 

Vildi borga skuldir sínar

Út frá meðferðinni á máli Einars hjá slitastjórn Glitnis sést að Einari var umhugað um að greiða skuldir sínar við bankann á þessum tíma. Fjármunirnir sem hann fékk út úr Sjóði 9 runnu upp í skuldir hans og eftir bankahrunið voru viðskipti hans færð yfir í Íslandsbanka.

Greiðsluvilji Einars á þessum tíma sést svo líka í tölvupósti sem hann sendi Birki Kristinssyni, viðskiptastjóra sínum í einkabankaþjónustu Glitni, þann 22. október 2008: „Eins og við höfðum rætt áður en bankakrísan hélt innreið sína varðandi uppgreiðslu skulda Hrómundar þá langar mig að staðfesta við þig eftirfarandi. Vinsamlegast greiða upp í skuldirnar eins og kostur er með þeim peningalegu eignum sem til staðar eru á veðsettum reikningum Hrómundar. Jafnframt má selja víxil á Íbúðalánasjóð sem og erlend hlutabréf þegar opnast fyrir gjaldeyrisviðskipti landsmanna.“

Sala Einars í Sjóði 9 á þessum örlagaríka degi 6. október varð því til þess að hann náði að grynnka á skuldum sínum og eignarhaldsfélags síns, Hrómundar ehf., við Glitni. Vegna þess að hann seldi þennan dag fékk hann 176 milljónum krónum meira fyrir hlutdeildarskírteini sín í Sjóði 9 en hann hefði fengið í lok október 2008, þegar aðrir sjóðsfélagar í Sjóði 9 fengu greidd 85,12 prósent af innistæðum sínum í sjóðnum. 

Ekkert var aðhafst í viðskiptunum af hálfu Glitnis og Einar gat haldið áfram rekstri Hrómundar ehf. þrátt fyrir erfiða skuldastöðu þess gagnvart Glitni og þau veðköll sem félagið lenti í.  

Fékk niðurfelldar skuldir

Í árslok 2008 átti Hrómundur 3,7 milljarða króna eignir en skuldaði 5,8 milljarða króna. Margar eignir Hrómundar ehf. urðu verðlausar í bankahruninu, til að mynda hlutabréf í fjárfestingarfélögunum Mætti, Nausti og Skeggja, sem öll tóku þátt í Vafningsfléttunni í febrúar árið 2008. Fyrir vikið tapaði félagið nærri 6 milljörðum króna árið 2008. Síðar tapaði félagið svo eignarhlutum sínum í móðurfélaginu N1, BNT ehf.

Hrómundur ehf. skilaði svo ekki ársreikningi í sex ár en árið 2014 höfðu skuldir félagsins verið færðar niður og stóðu í rúmum 50 milljónum króna, eða ríflega 5,7 milljörðum minna en árið 2008.  Árið 2014 skilaði félagið nærri 1,5 milljarða hagnaði vegna bókfærðrar niðurfærslu á skuldum þess. Hrómundur ehf. stóð því af sér bankahrunið á Íslandi, öfugt við eignarhaldsfélag Benedikts Sveinssonar, Hafsilfur ehf., sem var endurnefnt Malvík ehf. eftir skuldapppgjör við Íslandsbanka og Benedikt stofnaði annað félag með nafninu Hafsilfur ehf. á nýrri kennitölu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
1
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
4
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
5
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
10
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu