Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Vinur fólksins á Vestfjörðum

Talsmenn laxeldis á Vestfjörðum einblína nær eingöngu á byggðarökin í málinu en horfa framhjá öðrum rökum. Múgsefjun virðist hafa gripið um sig í samfélaginu fyrir vestan sem nær allt frá laxeldismönnunum sjálfum til sveitarstjórnarmanna og rithöfundarins Eiríks Arnar Norðdahl frá Ísafirði sem talar um laxeldið eins og framsóknarskáld. Ingi F. Vilhjálmsson veltir þessu fyrir sér í út frá leikritinu um Óvin fólksins sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Talsmenn laxeldis á Vestfjörðum einblína nær eingöngu á byggðarökin í málinu en horfa framhjá öðrum rökum. Múgsefjun virðist hafa gripið um sig í samfélaginu fyrir vestan sem nær allt frá laxeldismönnunum sjálfum til sveitarstjórnarmanna og rithöfundarins Eiríks Arnar Norðdahl frá Ísafirði sem talar um laxeldið eins og framsóknarskáld. Ingi F. Vilhjálmsson veltir þessu fyrir sér í út frá leikritinu um Óvin fólksins sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Vinur fólksins á Vestfjörðum
Talsmaður laxeldis á Vestfjörðum Ekki eru mörg nýleg dæmi um að íslenskur rithöfundur gerist talsmaður mengandi atvinnugreinar eins og Eiríkur Örn Norðdahl hefur gert í tilfelli laxeldisins á Vestfjörðum. Mynd af Eiríki Erni í pontu á íbúafundinum á Ísafirði þar sem hann hélt innblásna ræðu og færði byggðarök fyrir laxeldi á svæðinu.  Mynd: Halldór Sveinbjörnsson

Í Þjóðleikhúsinu þessa dagana er sýnt leikrit eftir Henrik Ibsen sem heitir Óvinur fólksins. Leikritið fjallar um það hvernig ein manneskja, Dr. Tómas Stokkmann, sem býr í litlu samfélagi þar sem efnahagslífið snýst að stóru leyti um heilsuböðin í bænum, verður að fjandmanni íbúanna fyrir að segja sannleikann um mengunina í böðunum.

Áttar Dr. Stokkmann sig á ekki hvað afleiðingar tal hans um mengunina í böðunum getur haft fyrir efnahagslífið í bænum? Ætlar þessi maður að rústa lífsafkomu bæjarbúa með tali sínu um menguðu böðin? Hvort skiptir eiginlega meira máli, vísindalegur sannleikur eða efnahagsafkoma og framtíð heils sveitarfélags? Stokkmann gefst kostur á að þegja um sannleikann um mengunina en hann velur að gera það ekki. 

Leikrit Ibsens er klassískt af því það fjallar um mál sem stöðugt og endalaust koma fyrir í mannlegu samfélagi, aftur og aftur og aftur og aftur.  

 

„Veistu hvað áhrif þessi frétt getur haft á markaðinn?“ 

 

Viðhlæjendur samfélagsins

Vinur minn kom af verkinu í Þjóðleikhúsinu eitt kvöldið nú í september og sagði við mig að leikritið hefði minnt sig á atvik í bók sem ég skrifaði um góðærið og íslenska efnahagshrunið þar sem ég fylgdist með ritstjóra viðskiptafrétta á Fréttablaðinu skamma blaðamann sem skrifaði krítíska frétt um Íbúðalánasjóð árið 2006. Ritstjórinn, sem gekk í gifsi á þessum tíma vegna fótbrots, haltraði inn á gólf innlendu fréttadeildarinnar með blað dagsins í hendinni, skellti því á borð blaðamannsins og sagði hátt: „Veistu hvað áhrif þessi frétt getur haft á markaðinn?“ Blaðamaðurinn svaraði rólegur að honum væri alveg sama um það þar sem hann ynni ekki við að það gæta hagsmuna markaðarins heldur við að segja fréttir. Viðskiptaritstjórinn fussaði, hristi hausinn, arkaði inn á hornskrifstofu viðskiptafréttadeildarinnar og skellti hurðinni. 

Svo hrundi markaðurinn og Ísland tveimur árum síðan. Gott hefði nú verið ef fleiri hefðu þorað að segja hluti sem komu sér illa fyrir „markaðinn“ á Íslandi eins og þessi blaðamaður gerði en flestir voru viðhlæjendur þessara góðu tíma, líka ég. Viðskiptaritstjórinn var kannski vinur markaðarins og fólksins í landinu sem bjó við þetta góðæri sem hann vildi ekki styggja og blaðamaðurinn var fjandmaður þess af því hann sagði sannleika sem hefði getað komið sér illa fyrir þetta fólk og efnahagslega afkomu þess. Ætli viðskiptaritstjórinn haf að minnsta kosti ekki hugsað málið einhvern veginn þannig. 

 „Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar“

 

Hvar er Stokkmann?Er enginn Tómas Stokkmann á Vestjförðum? Eiríkur Örn Norðdahl er að minnsta kosti ekki í því hlutverki í laxeldisumræðunni. Björn Hlynur Haraldsson í hlutverki Stokkmanns í Óvini fólksins.

 

 Leikritið og laxeldið

Þetta leikrit Ibsen á ekki síður við um eitt af helstu málefni dagsins í dag á Íslandi, laxeldisumræðuna, en hrunið og góðærið á Íslandi árið 2008 eða álversumræðuna á Íslandi í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar á síðasta áratug. Sveitarstjórnarmenn og ýmsir íbúar á Vestfjörðum hafa meira að segja sagt ítrekað og í kór að Hafrannsóknarstofnun þurfi að breyta vísindalegu mati sínu á möguleikum til laxeldis í Ísafjarðardjúpi í ljósi pólitíkur og byggðasjónarmiða vegna þess að laxeldi geti haft mikilvæg efnahagsleg áhrif á búsetu á Vestfjörðum.  

Eldislax í DjúpinuÞessi lax, sem langlíklegast er eldislax út frá útliti hans að dæma, veiddist í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi í sumar.

Póltísk endurskoðun

Bæjarstjórinn í Bolungarvík, Jón Páll Hreinsson, vill til dæmis frekar láta laxeldið njóta vafans og að Hafrannsóknarstofnun breyti áhættumati sínu um laxeldið í Djúpinu á grundvelli „mótvægisaðgerða“ sem eiga að minnka líkur á umhverfisáhrifum af laxeldinu.

Þetta þýðir í raun að bæjarstjórinn, alveg eins og bæjarstjórinn í Óvini fólksins eftir Ibsen, telur að mengunin af laxeldinu sé á einhvern hátt réttlætanleg vegna efnahagsáhrifa eldisins fyrir bæinn hans. Sannleikanum má hnika til á grundvelli annarra hagsmuna. Þögn um mengun vatnsbaðanna í Óvini fólksins er fórnarkostnaður fyrir efnahagslega velsæld bæjarins.

„Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan,“ sagði bæjarstjórinn í grein sinni í Fréttablaðinu í ágúst. „Mótvægisaðgerðirnar gagnvart veiðiréttarhöfunum er að notast við þá tækni og þekkingu sem best hefur reynst erlendis til þess að koma í veg fyrir að mögulegur strokufiskur geti blandast í ánum en Hafrannsóknastofnun tekur ekki tillit til þessara aðgerða í sinni skýrslu.“

Þannig finna sveitarstjórnarmennirnir hálmstrá til að grípa í - tækni sem útilokar slysasleppingar úr sjókvíum algjörlega er ekki til og hefur villti laxastofninn í Noregi til dæmis orðið fyrir óafturkræfri erfðablöndun frá eldislaxi vegna slysasleppinga úr eldiskvíum - þegar vísindalegar niðurstöður eftirlitsstofnana ríma ekki við byggðasjónarmið þeirra sjálfra.  Þrátt fyrir að ekkert laxeldi sé á frjóum löxum í Ísafjarðardjúpi enn sem komið er þá hafa eldislaxar samt veiðst í ánum í djúpinu, meðal annars í Laugardalsá eins og myndin hér að ofan sýnir. Hvaðan kom þessi lax? Líklega úr laxeldinu á suðvesturhluta Vestfjarða. 

Hvers virði er vísindalegt mat á umhverfisáhrifum og mengun einhverra framkvæmda og mannvirkja ef blanda á pólitískum byggðasjónarmiðum inn í það mat?

Einskis virði. 

Hvar er Stokkmann á Vestfjörðum?

Það er nákvæmlega þetta sem Óvinur fólksins eftir Ibsen fjallar um. Bæjaryfirvöld og áhrifamenn í þorpinu þar sem hann býr reyna að þrýsta á hann að blanda efnahagslegum sjónarmiðum og byggðarökum inn í vísindalegt mat sitt á menguninni í vatnsböðunum í bænum.  Ef vísindi og rök láta undan slíkum þrýstingi út frá efnahagslegum þáttum og þröngum eiginhagsmunum einhverrja þorpsbúa þá eru þau einskis virði og það er allt eins hægt að kasta sannleikshugtakinu fyrir róða. Þá er allt eins hægt að sleppa öllu mati á umhverfisáhrifum og láta stjórnmálamenn eina um að taka ákvarðanir í málum eins og laxeldismálinu fyrir vestan og annars staðar á landinu. Þá skiptir vinna stofnana eins og Hafrannsóknarstofnunar og Umhverfisstofnunar heldur engu máli. 

Mótstaðan við laxeldið á Vestfjörðum er hins vegar að ég held ennþá minni en í bæjarfélagi Tómasar Stokkmanns í Óvini fólksins. Ég held að það búi enginn Stokkmann á Ísafirði, Bolungarvík, Hnífsdal eða á Súðavík. Enginn hefur látið í sér heyra sem talar eins og Stokkmann.

Í lok Óvinar fólksins eftir að hafa staðið af sér allar tilraunir til að láta þagga niður í sér segir Stokkmann eftirfarandi orð. Hann er búinn að missa húsnæði sitt, vinnu sína, vini og hluti fjölskyldu hans hefur snúist gegn honum en er samt vígreifur af því hann þorði að segja það sem að hann vissi að var rétt: 

   Já, mér liggur við að segja að ég sé einn af sterkustu mönnum heims! […] En það er satt, ég gerði nýja uppgötvun. Þegar maður berst fyrir sannleikanum þarf maður að læra að standa einn. Og sterkasti maður heims er sá sem þorir að standa einn. Ég er sá maður. Ég er sterkasti maður í heimi.

„Dregið er sterklega í efa að opnar sjókvíar séu besta mögulega tæknin til að stunda fiskeldi“

Byggðrarök og byggðarök

Söngurinn sem heyrist að vestan er eiginlega allur á einn veg: Við viljum laxeldi sama hvað.   Þannig var tónninn eftir íbúafundinn sem haldinn var á Ísafirði í vikunni. Niðurstaðan út frá fréttaflutningnum að dæma var nánast eins og á trúarsamkomu. Múgsefjunin virðist vera algjör, alveg sama hvort það eru laxeldismennirnir sjálfir, stjórnmálamennirnir eða ísfirskur rithöfundur eins og Eiríkur Örn Norðdahl sem hélt innblásna tölu yfir fundargestum í íþróttahúsinu á Torfnesi.  

Sveitarstjórinn í Súðavík, Pétur Markan, talaði líka um að fundinum væri „ætlað að kveikja elda“ og  túlkaði hann niðurstöðuna svona: „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottorð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður.” Þannig eru byggðarökin fyrir laxeldinu orðin að vísindalegum rökum fyrir laxeldi. Pétur minntist ekki einu orði á náttúruverndarrökin gegn laxeldi sem þó liggja fyrir, til dæmis í niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar um bann við laxeldi á frjóum eldislaxi í Ísafjarðardjúpi. 

Í grein um laxeldið í sumar sagði Pétur Markan líka að laxeldi væri „líkast til umhverfisvænsti matvælaiðnaður sem til er“ og að sjókvíeldi væri „ábyrgur iðnaður“ og að fáar greinar væru jafn „lofandi fyrir framtíðina“. 

Þrátt fyrir að Pétur fullyrði þetta með svona afgerandi hætti þá er þetta rangt hjá honum.

En öll hin rökin?

Á sama tíma og sveitastjórnarmenn eins og Pétur reyna að blekkja fólk með tali sínu um algjöra sjálfbærni laxeldis eru löndin sem Ísland ber sig hvað helst saman við að vinna að því takmarka fiskeldi í sjókvíum vegna umhverfisáhrifa þess. Umhverfisdómstóll í Svíþjóð bannaði eldi á regnbogasilungi í opnum sjókvíum á svæði í Eystrasaltinu fyrr á árinu með vísun til slæmra umhverfisáhrifa fiskeldisins. Dómstóllinn taldi að ljóst væri að sjókvíaeldi væri ekki besta mögulega tæknin til að stunda fiskeldi í sjó og ákvað þess vegna að láta náttúruna í Svíþjóð njóta vafans og banna fiskeldið sem deilt var um. Eins og segir í dómnum: „Dregið er sterklega í efa að opnar sjókvíar séu besta mögulega tæknin til að stunda fiskeldi: Á sama tíma og það er erfitt að meta umhverfisáhrifin af starfseminni þá má setja spurningarmerki við þá tækni sem notuð er – opnar kvíar sem ekki veitir neinn möguleika á hreinsun á fóðurleifum eða saur – sé besta mögulega tæknin.“

Eldisfyrirtækið sænska þarf að hafa tekið sjókvíar sínar í burtu árið 2020. Í Svíþjóð er sjókvíaeldi þvert á móti að verða fiskeldi fortíðarinnar, alveg sama hvað sveitarstjórinn í Súðavík segir. 

Svipaða sögu má segja um Noreg til lengri tíma litið. Noregur er í dag stærsti framleiðandi á eldislaxi í sjókvíum í heiminum með um 1300 þúsund tonna á ári. En laxeldisfyrirtækin í Noregi leita annarra leiða í eldinu en að stunda sjókvíaeldi upp í harða landi eins og til stendur að gera í Djúpinu. Stærstu laxeldisfyrirtæki Noregs, Salmar AS og Marine Harvest, eru bæði að vinna að lausnum fyrir úthafslaxeldi til að geta stundað laxeldi sem er sjálfbærara og minna umhverfisspillandi en sjókvíaeldi við strendur landa. Stofnandi Salmar AS, Gustav Witzøe, sagði „framtíðin hefst núna“ þegar fyrirtækið tók á móti slíkri risastórri aflandseldisstöð fyrr á árinu. Laxeldisfyrirtækin vita alveg að til eru aðferðir við laxeldi sem eru miklu minna umhverfisspillandi en sjókvíaeldi uppi við landið. 

Tal Péturs Markan um sjókvíaeldi við strendur landa sem framtíðina er í besta falli byggt á fáfræði. 

Eins er ljóst að norsku laxeldisfyrirtækin, sem eiga um 84 prósent af hlutafénu í íslensku laxeldi, fjárfesta á Íslandi af því það er orðið erfiðara fyrir þau að stækka í Noregi vegna slæmra umhverfisáhrifa laxeldisins þar í landi og vegna hás kostnaðar. Þetta sagði norska blaðakonan Kjersti Sandvik til dæmis í nýlegu viðtali við Stundina: „Helsta ástæðan fyrir því að Norðmenn vilja fjárfesta í laxeldinu á Íslandi er að þeir hafa ekki getað haldið áfram að stækka í Noregi vegna þeirra afleiðinga sem eldið hefur haft á umhverfið, laxalús og sjúkdómar. Það er skortur á laxi á mörkuðum, himinhátt verð og mikill hagnaður. Laxeldið í Noregi hefur verið að skila 25 prósent hagnaði af hlutafénu og laxeldismennirnir vilja nota hagnaðinn til að fjárfesta enn frekar í laxeldi. Þegar það er erfitt að stækka í Noregi þá leita þeir til annarra landa, eins og Íslands.“

Um þetta allt var ekkert rætt á íbúafundinum fyrir vestan af því byggðarökin voru ofan á allan tímann.

Það er eins og sjóndeildarhringurinn á fundinum hafi náð frá Bolungarvík, til Hnífsdals og Ísafjarðar, og loks að Súðavík. Eins og laxeldi sé bara innanbúðarmál á litlum bletti á Vestfjörðum. En kannski var það bara markmiðið. 

Ef þeir sem vilja hafa vit fyrir okkur ætla einfaldlega að ákveða þetta fyrir okkar hönd, hafa af okkur sjálfsákvörðunarréttinn með yfirgangi, þá erum við ekki lengur þjóð.

Framsóknarskáld með fordóma

Eiríkur Örn Norðdahl virðist reyndar fyrir löngu hafa myndað sér skoðun á laxeldismálinu án þess að hafa kynnt sér það og því ætti honum að reynast auðvelt að láta byggðasjónarmiðin í málinu hafa úrslitaáhrif á sig.

Í fyrrasumar lýsti hann þeirri skoðun að andstaðan við laxeldið væri fyrst og fremst frá laxveiðimönnum eins og Eric Clapton sem þyrftu þá bara að „fara eitthvert annað að veiða“ auk þess sem laxveiði væri bara dægrastytting ríks fólks og elítunnar. Eiríkur Örn hefur ekki mikinn áhuga á að umhverfisverndarrökunum gegn laxeldi en þeim mun meiri áhuga á byggðrarökunum með eldinu. 

Eiríkur Örn talaði ekki eins og Tómas Stokkmann á íbúafundinum á Ísafirði.  Hann talaði miklu frekar eins og framsóknarskáld, eða laxeldisskáld, sem er sannfært um að byggðasjónarmiðin í laxeldismálinu séu öðrum rökum yfirsterkari, líka vísindalegum rökum sem byggja á náttúruverndarsjónarmiðum.  Eiríkur Örn notar sams konar réttlætingu og margir hafa notað til að réttlæta byggingar á virkjunum á Íslandi, til dæmis á Kárahnjúkum, en skreytir orð sín með bókmenntalegu ívafi: 

En stundum er einsog hér rekist stöðugt á tvær ólíkar þjóðir – Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim. […] Spurningin um líf í Djúpinu er okkur ekki fræðilegs eðlis, ekki ljóðrænn harmsöngur um exótíska og deyjandi byggð, eða dystópísk dæmisaga fyrir börn, heldur kaldhamraður og hversdagslegur veruleiki. Og það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, sem það megi ekki hafa lifibrauð sitt af – að byggðin verði að víkja fyrir óbyggðunum, því réttur óbyggðanna sé meiri. Það er ekki ballans. Það er ofbeldi. Eining lýðræðislegrar þjóðar byggir á samstöðu, sjálfsákvörðunarrétti og því að ákvarðanir séu teknar eins nærri þeim sem þær varða og frekast er kostur. Ef þeir sem vilja hafa vit fyrir okkur ætla einfaldlega að ákveða þetta fyrir okkar hönd, hafa af okkur sjálfsákvörðunarréttinn með yfirgangi, þá erum við ekki lengur þjóð.

 

Hugsanavillan um borg gegn landsbyggð

Eiríkur segir þarna að Vestfirðingar eigi að geta tekið ákvarðarnir um að ráðast í iðnaðaruppbyggingu eins og laxeldi án þess að þurfa að ráðfæra sig við aðra landsmenn sem „vilja hafa vit fyrir þeim“. Eins og Vestfirðingar eigi Vestfirðina einir og að „vitið“ í þessu tiltekna máli snúist um það að valdið fyrir sunnan komi í veg fyrir að laxeldi hefjist á Vestfjörðum á forsendum byggðasjónarmiða. Eins og valdið í stofnununum í Reykjavík meti laxeldið ekki með heildstæðum, hlutlægum hætti út frá hagsmunum Íslands sem heildar ef ákvarðanatakan er heiðarleg og óspillt.

  Fáar hugsanavillur hafa verið eins skaðlegar á Íslandi og einmitt þessi kjördæmahugsunarháttur sem Eiríkur Örn sýnir þarna í orði. Þetta er er sami hugsunarháttur og leiddi til þess meðal annars að Kárahnjúkavirkjun var keyrð í gegn, að Vaðlaheiðargöng voru byggð og að Árbótarmálið svokallaða varð að þverpólitísku vandræðamáli fyrir nokkrum árum sem sýndi okkur galla kjördæmaskipanarinnar í landinu. Við búum hérna, við erum þingmenn hérna og við gerum bara það sem okkur sýnist í okkar umdæmi.

Ef Eiríkur Örn nennti að kynna sér laxeldismálið, sem hann hefur reyndar sjálfur viðurkennt að hann nenni kannski ekki að gera, heldur lætur hann frekar fordóma sína um laxveiðimenn ráða för við matið, þá myndi hann komast að því að það er miklu flóknara en svo að hægt sé að einfalda það niður í einhverja barnalega Reykjavík vs. Vestfirðir umræðu, eða umræðu um höfuðborgina á móti landsbyggðinni þar sem hann reynir að smætta málið niður í ofríki borgarbúa gegn undirokaðri landsbyggðinni.

Á sama tíma og og Eiríkur Örn gagnrýnir það sem kallar „tvær þjóðir“ sem rekast á hér á landi þá snýst einfeldningsleg umræða hans um laxeldið nær eingöngu um þessa pólaríseringu á milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar.  Eiríkur Örn er svo mikill vinur fólksins á Vestfjörðum að honum eru einfaldlega alveg sama um annan sannleika í laxeldismálinu en byggðasjónarmiðin, sjónarmið sem koma sér efnahagslega vel fyrir Vestfirðinga til skamms tíma að því er hann virðist telja.

Náttúruverndarrök sem snerta laxeldi á Vestfjörðum snúast jafnt um hagsmuni allra Íslendinga, og annarra reyndar líka, og eru ekki háð búsetu manna á Ísafirði eða Bolungarvík. Laxeldi á Vestfjörðum er hagsmunamál allra landsmanna, alveg eins og Kárahnjúkavirkjun var á sínum tíma.

Og það sem er verst er að Eiríkur Örn reynir ekki að einu sinni að færa rök, önnur en byggðarök, fyrir neinu sem hann segir og vitnar ekki í gögn, fréttir, rannsóknir eða eitt né neitt. Þetta er bara byggðarakamyrja sem er undirbyggð með vorkunn og væli um aumingja okkur Vestfirðinga sem ekkert fá að gera út af ofríki valdsins fyrir sunnan.

Ekkert DraumalandEf Andri Snær Magnason hefði bara hugsað Kárahnjúkamálið út frá byggðarökum eins og Eiríkur Örn Norðdahl gerir í laxeldismálinu hefði bókin hans um Draumalandið aldrei komið út. Hvar var Eiríkur Örn þegar Alcoa þurfti á honum að halda með byggðarökin ein að vopni gegn Andra Snæ?

 

Regla frekar en undantekning 

Hvað hefði gerst ef Tómas Stokkmann hefði hugsað og talað eins og Eiríkur Örn Norðdahl, manns sem vill einblína á byggðasjónarmið og láta þau trompa önnur rök þar sem laxeldið í Djúpinu er metið með heildstæðari hætti út frá hagsmunum náttúrunnar og landsins sem heildar?

Líklega það sama og hefði gerst ef höfundur Draumalandsins hefði ekki nennt að kynna sér virkjanmál og verið alveg sama um Kárahnjúkavirkjun vegna byggðasjónarmiða á Austurlandi á síðasta áratug. Skiptir kannski máli að Andri Snær Magnason bjó ekki á Reyðarfirði heldur í Reykjavík á meðan Eiríkur Örn býr á Ísafirði? Auðvitað á það ekki að skipta neinu neinu máli en gerir það samt örugglega. 

Leikritið um Óvin fólksins hefði ekki orðið til af því Tómas Stokkmann hefði látið múgsefjunina, hópþrýstinginn, stjórnmálamennina og aðra bæjarbúa, sannfæra sig um að vera ekki með þetta kvabb og leiðindavesen og setja efnahagslega hagsmuni íbúa í bænum sínum á oddinn í staðinn fyrir sannleikann.

Saga um Tómas Stokkmann sem verður ginningarfífl hópþrýstings og þegir um mengunina af helstu tekjulindinni í þorpinu er ekki efni í klassískt leikrit, ekki frekar en sagan um rithöfundinn sem lætur sig hrífast með í múgæsingunni um hugsanlegt laxeldisgóðæri í heimabæ sínum. Sagan af Eiríki Erni er miklu frekar saga sem sannar reglu en undantekning á Íslandi þegar erlend stórfyrirtæki knýja dyra í íslenskum bæjum og lofa gulli og gersemum ef þau fá að gera það sem þau vilja í náttúru Íslands. Flestir spila bara með peningavaldinu og gleyma sér. 

 Ég veit þar af leiðandi satt að segja ekki hvort það er rétt að segja að Eiríkur Örn Norðdahl sé vinur fólksins á Vestfjörðum út af afstöðu hans í laxeldismálinu, þó ég sé viss um að han fái mörg klöpp á bakið á Ísafirði. Kannski er hann vinur fólksins til styttri tíma litið en ekki lengri því það er langhlaup að gæta náttúrunnar.

Ég er hins vegar handviss um að Tómas Stokkmann var vinur fólksins í Óvini fólksins af því hann vildi bara segja sannleikann þó hann væri óþægilegur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði