Fréttir

Braut gegn tveimur stúlkum og fékk ekki uppreist æru

Maðurinn sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vildi ekki að fengi uppreist æru er á sjötugsaldri og var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2005.

Skrifaði ekki undir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra afgreiddi ekki beiðni kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Hann dró umsókn sína til baka eftir að umræða vaknaði um málið. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri X

Maðurinn sem Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, neitaði að veita uppreist æru í sumar er á sjötugsaldri og var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum árið 2005 og dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Önnur stúlkan var 8 til 10 ára gömul þegar brotið var gegn henni en hin var 13 til 14 ára. 

Kynferðisbrotamaðurinn sótti um uppreist æru þann 16. mars 2017 og uppfyllti öll lögformleg skilyrði þess að umsóknin yrði samþykkt af ráðherra og tillagan afhent forseta Íslands til undirritunar. Sigríður Andersen fékk minnisblað um umsóknina þann 4. maí síðastliðinn, en skjalið lá óafgreitt á borði hennar mánuðum saman, allt þar til maðurinn dró umsóknina til baka. Ári áður höfðu tveir kynferðisbrotamenn sem hlutu þyngri dóma fengið uppreist æru.  

Dró umsóknina til baka í kjölfar umræðu

Starfandi dómsmálaráðherra hefur ítrekað vísað til þess í umræðum um veitingu uppreistar æru og mál barnaníðinganna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar að ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða