Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, lentu í orðaskaki á opnum fundi framsóknarmanna í húsi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki á miðvikudaginn. Samkvæmt heimildum Stundarinnar greip Þórólfur ítrekað fram í fyrir Gunnari Braga undir ræðu hans og andmælti orðum hans auk þess sem hann talaði við sessunauta sína meðan þingmaðurinn hafði orðið. Um 40 manns voru á fundinum. Svo fór að Gunnar Bragi lét Þórólf heyra það og rauk kaupfélagsstjórinn þá á dyr.
Þröngur hópur í andstöðu
Gunnar Bragi vill aðspurður ekki ræða um atburði fundarins á Sauðárkróki. Stundin hefur atburði fundarins hins vegar staðfesta frá öðrum fundarmönnum. Aðspurður um hvert efni fundarins hafi verið segir Gunnar Bragi að hann og Lilja Alfreðsdóttir hafi verið með kynningarfund í bænum um stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var bara almennur félagsfundur og fullt hús af fólki sem kom til að hlusta á okkur og spyrja spurninga.“
„En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“
Hann segir hins vegar aðspurður að á Sauðárkróki séu aðilar sem vilji ekki að hann verði oddviti Framsóknarflokksins í komandi þingkosningum. „Ég vil nú helst ekki vera að fjalla um þetta. En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir