Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Bergur Þór Ingólfsson

Sagan af uppreist æru

Kerfið mætti konum sem börðust fyrir réttlæti af mikilli hörku. Þegar leyndinni var loks aflétt afhjúpaðist samtrygging sem hafði viðgengist í áratugi. Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, segir mikilvægt að skoða hvort allt íslenska stjórnkerfið sé gegnsýrt af viðlíka vinnubrögðum og má sjá í þeim skjölum sem áttu að fara leynt.

Bergur Þór Ingólfsson

Kerfið mætti konum sem börðust fyrir réttlæti af mikilli hörku. Þegar leyndinni var loks aflétt afhjúpaðist samtrygging sem hafði viðgengist í áratugi. Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, segir mikilvægt að skoða hvort allt íslenska stjórnkerfið sé gegnsýrt af viðlíka vinnubrögðum og má sjá í þeim skjölum sem áttu að fara leynt.

Sagan af uppreist æru

Ekki er ástæða til að rifja upp mál Roberts Downey og uppreist æru hans í löngu máli.  Flestir landsmenn ættu núorðið að þekkja forsöguna.  Í stuttu máli fékk barnaníðingur rétt til lögmannsréttinda, sem af honum hafðu verið dæmd, á þeim forsendum að honum hafði verið veitt uppreist æru.  Í kjölfarið fóru brotaþolar hans og fjölskyldur þeirra að spyrjast fyrir um hvernig á þessu stæði.  Eftir langan slag hefur komið úr kafinu að lög um uppreist æru standast enga skoðun né heldur framkvæmd þeirra.  Að endingu sprakk ríkisstjórn landsins á þessum málum.

Í upphafi stigu brotaþolar níðingsins fram ein af annarri til að mótmæla þessum gjörningi.  Enn einn brotaþolinn bættist við þegar fjölmiðlar höfðu vakið athygli á málinu og lagði fram kæru sem ekkert hefur frést af í þrjá mánuði en henni hefur verið tilkynnt að gögn sem styðja mál hennar gætu verið týnd eða skemmd.  Í kringum þessar konur varð til hópur sem notaði myllumerkið #höfumhátt.  Hópur þessi starfaði ekki saman á skipulegan hátt, heldur lagði hver sitt af mörkum í umræðunni á sínum forsendum og á sína vegu - flest fólk utan stjórnmálaflokka.  Femínistafélagið kþbavd (konur þurfa bara að vera duglegri) skrifaði áskorun til dómsmálaráðherra og forseta Íslands og fóru fram á að verknaðurinn yrði endurskoðaður:   „Þá förum við fram á rökstuðning fyrir því að það teljist ekki varhugavert að maður, sem sýnt þykir að haldinn sé barnagirnd, fái aðgang að börnum í samskonar aðstæðum og börnin sem hann gerðist sekur um að misnota“ ennfremur skrifuðu þær:  „Við gerum þá kröfu að rökstuðningur við uppreistri æru verði ævinlega gerður opinber, málsgögn úr ráðuneyti verði aðgengileg og andmælafrestur undantekningalaust veittur.“   Brotaþolar Roberts Downey kröfðust þess einnig að allar upplýsingar um málið yrðu gerðar opinberar.  

„Einhver sagði að nóg hefði nú verið lagt á aumingja manninn.  Þingmaður vændi konurnar um að vilja berja það fólk sem í skjölunum gætu leynst.“

Skemmst er frá því að segja að kerfið mætti þessum konum af mikilli hörku. Reynt var að þagga niður í þeim með þeim fáránlegu rökum að svona hafi þetta nú bara alltaf verið.  Hróp þeirra voru kölluð aðför að réttarríkinu.  Einhver sagði að nóg hefði nú verið lagt á aumingja manninn.  Þingmaður vændi konurnar um að vilja berja það fólk sem í skjölunum gætu leynst.  Dómsmálaráðuneytið hvað upp þann dóm að ekkert yrði birt af þessum gögnum.  Forsætisráðherra landsins vildi að fólk léti ekki tilfinningarnar ráða en þagði svo í einn og hálfan mánuð eða þar til að hann frétti að faðir hans væri í skjölum sem tengdust öðru álíka máli.  Þá brá hann sér inn í dómsmálaráðuneyti og vippaði út einu skjali til fjölmiðla sem sannaði að hann hafi ekki ritað undir uppreist æru Roberts Downey. Kannski bjóst hann við að raddirnar myndu þagna.  

En konurnar létu ekki segjast.  Þær héldu áfram að hafa hátt.  Fjölmiðlar tóku undir með þeim og brátt velflestur almenningur.  Nokkrar þingkonur líka.  Tvær þingnefndir fengu málið til rannsóknar.  Í annarri þeirra neituðu sumir þingmenn að kynna sér gögn þegar átti að meta hvort lögin stæðust skoðun og gengu af fundi.  Formaður þeirrar nefndar sagði að þjóðina varðaði ekkert um hvað stæði í skjölum um málið.  Þegar hann var síðar settur af sagðist hann vera dauðfeginn að vera laus við nefndina.  Hann hefði engan áhuga haft á þeim málefnum sem að nefndinni snéru.  Samt hvaðst hann engan veginn hafa verið vanhæfur til að stjórna henni.  

Það varð þó úr að öll gögn um uppreist æru Roberts Downey voru birt.  Blaðakona hafði kært ákvörðun dómsmálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og eftir að ráðuneytið hafði varist fyrir úrskurðarnefndinni var það gert afturreka með þá ákvörðun sína um að engin gögn yrðu sýnileg almenningi.  Um leið þurfti því að upplýsa um öll samskonar mál.  Það var þá sem í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði ritað undir meðmæli með uppreist æru annars barnaníðings.  Þetta hafði ráðherrann vitað í langan tíma en ekki látið samstarfsfólk sitt í ríkisstjórn vita.  Hann hafði að vísu sagt þeim hálfa söguna, að faðir hans væri í þessum skjölum, en ekki með hverjum hann hafði mælt.  Hann sagði frá en sagði samt ekki frá.   Trúnaðarbrestur.  Ríkistjórnin sprakk.  

Þegar varpað var ljósi á það sem leynt hafði verið í svo langan tíma, varið af kerfinu, kom ýmislegt í ljós.  Meðmælendur voru ýmist bissnessfélagar eða í knattspyrnuklúbbi með hinum uppreistu og höfðu í fæstum tilfellum forsendur til að meta hverjar raunverulegar samfélagslegar afleiðingar uppreistrar æru væru.  Sum bréfin voru líklega fölsuð.  Enginn bar ábyrgð á undirskriftum sínum.  Barnaníðingar fengu aðgang að skólabílum og Barnahúsi.  Samtrygging í hnotskurn.  Á þessu hafði gengið í áratugi.  Öllum varð ljóst að allt fyrirkomulagið um uppreist æru stóðst enga skoðun.  Konurnar sem höfðu hátt höfðu rétt fyrir sér.

„Eftir alla þessa baráttu kvennanna gegn leynd og tregðu kerfisins þakkar dómsmálaráðherra síðan sjálfri sér fyrir að koma upp um  hversu fáránleg lögin eru.“

Eftir alla þessa baráttu kvennanna gegn leynd og tregðu kerfisins þakkar dómsmálaráðherra síðan sjálfri sér fyrir að koma upp um  hversu fáránleg lögin eru.  Samflokksfólk hennar bætir jafnvel um betur og kveða hana hafa fælt fleiri níðinga frá því að sækja um uppreist æru, þar sem þeir eiga nú ekki lengur skjól í leyndinni.  Það er stórundarleg söguskoðun.  Vera má að ráðherrann hafi komið auga á vankanta laganna á vormánuðum eins og hún segir en ráðuneyti hennar neitaði að veita upplýsingar, var kært og varðist  fyrir úrskurðarnefndinni – hún birti því gögnin tilneydd.  Einlægur vilji hennar til að afnema lög um uppreist æru verður þó að teljast trúverðugur og gott var hversu skjótt ráðuneyti hennar birti skjölin eftir úrskurðinn.  

Nú á eftir að skoða hvort allt íslenska stjórnkerfið sé gegnsýrt af viðlíka vinnubrögðum eins og sjá má í þeim skjölum sem áður áttu að fara leynt.  Grunnurinn að þeirri miklu vinnu sem framundan er hlýtur að vera endurnýjun stjórnarskrár og úttekt á öllu stjórnkerfinu.  En áður en þingi verður slitið þarf að vinna að breytingum á lögum um uppreist æru, setja lög um að dæmdir barnaníðingar geti ekki starfað sem lögmenn eða sinnt örðum tilteknum störfum og ekki síst að setja lög til að hægt sé bjarga börnum í neyð.  Krafan um að kynferðisbrotamál skuli tekin alvarlega mun ekki hverfa.  Konur munu áfram hafa hátt og skömminni skal skilað til síns heima.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Nýtt á Stundinni

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

·