Loforð og peningar takast á við náttúruvernd á Ströndum

Kanadískt orkufyrirtæki hefur boðað margvíslegar umbætur á lífi fólks á Ströndum, ef það fær að virkja í Hvalá, en segist ekki vilja semja um það fyrirfram. Í skertum innviðum og lágri opinberri fjárfestingu verða samfélögin líklegri til að fórna náttúru gegn vilyrði einkafyrirtækja um bætta innviði.

Loforð og peningar takast á við náttúruvernd á Ströndum
Ófeigsfjörður Þar sem vegurinn endar.  Mynd: Jón Trausti Reynisson
jontrausti@stundin.is

Þær umbætur sem fengið hafa marga íbúa og sveitarstjórnarmenn í Árneshreppi til að styðja virkjun Hvalár eru ekki samningsbundnar og þurfa margar hverjar ekki að tengjast virkjuninni.

Gagnrýnendur virkjunarinnar eru vantrúaðir á loforð tengd virkjuninni og orkufyrirtækið HS Orka, sem stendur að virkjuninni, vill ekki gera samning um það fyrirfram. „Það þarf ekki,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Íbúar í Árneshreppi binda sumir hverjir miklar væntingar við virkjunina. Þeir vona að virkjuninni fylgi bættar vegasamgöngur, þriggja fasa rafmagn og ljósleiðaratenging með háhraða interneti.  Að auki hefur verið rætt um að HS Orka fjármagni hitaveitu og svo klæðningu á skólahúsi grunnskólans.

Bættar vegasamgöngur eru hins vegar ekki tengdar virkjuninni, ef frá er talinn vegur úr Trékyllisvík í Ófeigsfjörð. Þriggja fasa rafmagn er nú þegar í vinnslu á vegum Orkubús Vestfjarða, og óljóst er hvernig ljósleiðaravæðing mun eiga sér stað, þótt ljósleiðari færist nær með virkjun. 

Enginn samningur

Ásgeir hjá HS ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

„Nú verður réttlætið sótt“

„Nú verður réttlætið sótt“

Að meta menntun til launa

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Að meta menntun til launa

Launabilið milli milltekjufólks og hátekjufólks eykst

Launabilið milli milltekjufólks og hátekjufólks eykst