Frítekjumark var með einu pennastriki lækkað úr 100 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund. Ætti að vera 290 þúsund miðað við vísitölu. Ísland greiðir margfalt minna en meðaltal OECD til aldraðra. Lífeyrissjóðir standa ekki undir nafni. Ævareiðir eldri borgarar á stórfundi í Stangarhyl.
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
2
Fréttir
1840
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
3
Fréttir
2132
Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar
Fortíð Samfylkingarinnar hafði áhrif á niðurstöðu uppstillingarnar, segir Andrés Magnússon.
4
Þrautir10 af öllu tagi
5696
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
Þrautin í gær er hér. * Aukaspurning: Á myndinni hér að ofan er hluti (aðeins hluti!) af umslagi einnar frægustu hljómplötu 20. aldar. Hver er platan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir hundur Mikka Músar? 2. Hver lék aðalkvenhlutverkið í víðfrægri bandarískri gamanmynd frá 1959? Myndin hét, meðal annarra orða, Some Like It Hot. 3. Um 1980 hófst hið svokallaða „íslenska...
5
Mynd dagsins
25
Hjartans kveðja frá Reykjanesi
Þessi ferðalangur á Bleikhóli, við suðurenda Kleifarvatns, ætlaði að finna fyrir honum stóra sem kom svo ekki. Það voru fáir á ferli, enda hafa Almannavarnir beint því til fólks að vera ekki að þvælast að óþörfu um miðbik Reykjanesskagans. Krýsuvíkurkerfið er undir sérstöku eftirliti vísindamanna, því það teygir anga sína inn á höfuðborgarsvæðið. Síðdegis í gær mældust litlir skjálftar óþægilega nálægt Krýsuvíkursvæðinu, sem er áhyggjuefni vísindamanna.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5785
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir. * Fyrri aukaspurning: Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar. * Aðalspurningar: 1. Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann...
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
3
800 skjálftar frá miðnætti
Kvika hefur ekki náð upp á yfirborðið, en skjálftavirkni jókst aftur undir morgun.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
ReiðiFundarmenn á stórfundinum í Stangarhyl voru ævareiðir vegna skertra kjara. Mynd: Heiða Helgadóttir
Gríðarleg óánægja er á meðal eftirlaunafólks vegna skerðinga á frítekjumarki ellilauna og fyrirkomulags eftirlauna sem duga vart til framfærslu. Troðfullt var út úr dyrum á fundi sem Félag eldri borgara hélt í höfuðstöðvum sínum í Stangarhyl. Þar kom fram megn óánægja með það að stjórnvöld skertu með einu pennastriki frítekjumark þeirra eldri borgara sem þiggja ellilaun. Frá 2007 hafði frítekjumarkið verið rúmar 100 þúsund krónur á mánuði en var skorið niður í 25 þúsund krónur. Með þeirri aðferð var afkomu stórs hóps ógnað og fólk festist í fátækragildru.
Í einföldu máli þýðir þetta að sá sem þiggur ellilífeyri og þénar aukalega 125 þúsund krónur sætir skerðingu á þeim tekjum sem eru umfram 25 þúsund krónur. Heildartekjur eru 125 þúsund krónur á mánuði. Tekjur sem hafa ekki áhrif á ellilífeyri, 25 þúsund krónur dragast frá. Eftir standa 100 þúsund krónur sem lækka lífeyrinn frá Tryggingastofnun um 45 prósent, eða 45 þúsund krónur á mánuði. Þá eru aukatekjurnar skattlagðar að fullu. Niðurstaðan er sú að ellilaunaþeginn heldur sáralitlu eftir við það að takast á hendur aukavinnu og þarf jafnvel að greiða með sér vegna vinnunnar. Hann er fastur í fátæktargildru.
Vilja vinna en það borgar sig ekki
Fundarmenn voru gríðarlega ósáttir með þetta og margir tóku til máls og lýstu því að kjör þeirra væru með þessu skert þannig að þeir kæmust ekki af. Þá voru margir á því að ríkið væri að etja fólki út í að verða skattsvikarar og í rauninni að neyða fólk til þess. „Ég vil ekki verða skattsvikari,“ sagði rúmlega áttræð kona sem enn er á vinnumarkaði.
„Ég vil ekki verða skattsvikari“
Þá var á það bent að eftirlaunafólk er margt hvert með mikla starfsgetu en situr heima fremur en að borga með sér á vinnumarkaði. Á sama tíma væri flutt til landsins erlent starfsfólk, þúsundum saman. Því fylgdi ferðakostnaður og húsnæðiskostnaður sem ekki þyrfti að koma til ef hið vannýtta íslenska vinnuafl væri notað. Eftirlaunafólkið væri á landinu og með húsnæði. Það væri því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta krafta þess.
Hrópað að ráðherra
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra taldi að ríkisstjórnin væri að gera vel við eldra fólk og benti á að ákveðið hefði verið að taka skerðingu frítekjumarksins til baka í áföngum á fimm árum. Reyndar væri vandinn aðeins bundinn við lítinn hluta eftirlaunafólks. Ráðherrann uppskar hróp fundarmanna sem var greinilega mjög misboðið. Fundarstjóri greip á endanum í taumana og bað fólk um að sýna stillingu.
Skert kjörEldri borgarar glíma við það að ríkist seilist í eiguur þeirra og skerðir kjör.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Á það er bent að þegar frítekjumarkið var tekið upp 1. janúar 2009 var það 109 þúsund krónur. Þá var launavísitalan 355,7. Í júlímánuði 2017 var launavísitalan komin í 623,9. Það þýðir að frítekjumarkið ætti að vera 191.187 krónur en er þess í stað 25 þúsund krónur. Það er því búið að skerða kjör þeirra sem lifa á ellilífeyri einum sem nemur þeirri upphæð. Ráðherra lagði áherslu á að þáverandi ríkisstjórn stefndi að því að hækka frítekjumarkið að nýju í 100 þúsund krónur á næstu árum. Fundarmenn gáfu lítið fyrir þá yfirlýsingu.
Lífeyririnn einskis virði
Viðmælendur Stundarinnar tala um hreinan þjófnað á eftirlaunum sem liggur í því að þeir sem hafa safnað upp lífeyri í gegnum lífeyrissjóði sæta skerðingum á eftirlaunum almannatrygginga í samræmi við það. Sá sem fær 500 þúsund úr lífeyrissjóði fær ekki krónu í eftirlaun frá ríkinu. Lífeyrissparnaðurinn er því látinn standa undir framfærslunni. Grunnlífeyrir sem áður var fyrir alla hefur verið afnuminn. Sá sem aldrei greiddi í lífeyrissjóð fær hátt í 300 þúsund krónur. Þetta þýðir í raun að sá fyrrnefndi er rændur lífeyri sínum. Með öðrum orðum: Framlag hans í lífeyrissjóð er sokkið og hann hefði allt eins getað byggt lífsafkomu sína á öðru en launatekjum. Þetta gerist vegna þess að stjórnvöld líta á greiðslur úr lífeyrissjóði sem fyrstu stoð í eftirlaunagreiðslum. Í stað þess að ellilífeyrir sé jafnhár hjá öllum og lúti sömu lögmálum hafa greiðslur úr lífeyrissjóðum verið gerðar að grundvallarlífeyri og ellilífeyrinn notaður sem uppbót. Sem sagt: Lífeyrisþegarnir eru sjálfir látnir sjá sér fyrir ellilífeyri og þeir þannig í ákveðnum skilningi sviptir sparnaði sínum. Á móti kemur það viðhorf að ellilífeyrir sé öryggisnet og til að jafna kjör fólks. Vandinn er hins vegar sá að stór hluti þeirra sem hafa alla starfsævina greitt í lífeyrissjóð fá það sama á endanum og hinir sem aldrei greiddu krónu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur undirstrikaði þetta á stórfundinum í Stangarhyl.
Ísland greiðir fjórðung
Haukur sýndi töflu sem undirstrikaði það hvernig íslenska ríkið kemur fram við elstu borgarana og er í einu af allra lægstu sætunum á meðal þjóðanna. Fram kom í erindi Hauks að Ísland greiðir sem nemur 95 þúsund krónum á mánuði með hverjum eftirlaunamanni. Meðaltal OECD-ríkjanna er aftur á móti rúmlega 382 þúsund krónur, eða fjórfalt hærra. Munurinn skýrist að miklu leyti af því að lífeyrissparnaðurinn er talinn íslenska eftirlaunamanninum til tekna og hann þannig svikinn um sparnaðinn til efri áranna. Haukur segir að þarna sé um að ræða jaðarskatt sem sé siðferðilega og lagalega óverjandi. Haukur bendir jafnframt á að skerðingarnar þýði að aukatekjur séu í sumum tilvikum yfir 100 prósent.
Allt verður til skerðinga
Annað sem er gagnrýnt harðlega er að ellilífeyrisþegar mega ekki eiga fjármuni á bankabók eða selja eignir eða fá arf án þess að sæta skerðingum. Sá sem selur eign samhliða því að þiggja ellilífeyri frá Tryggingastofnun má reikna með stórfelldri skerðingu. Ef einstaklingi í þessum sporum tæmist arfur er afkomu hans sömuleiðis ógnað. Alls staðar er sótt að afkomu þeirra sem þiggja ellilífeyri.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Fréttir
3698
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
2
Fréttir
1840
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
3
Fréttir
2132
Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar
Fortíð Samfylkingarinnar hafði áhrif á niðurstöðu uppstillingarnar, segir Andrés Magnússon.
4
Þrautir10 af öllu tagi
5696
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
Þrautin í gær er hér. * Aukaspurning: Á myndinni hér að ofan er hluti (aðeins hluti!) af umslagi einnar frægustu hljómplötu 20. aldar. Hver er platan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir hundur Mikka Músar? 2. Hver lék aðalkvenhlutverkið í víðfrægri bandarískri gamanmynd frá 1959? Myndin hét, meðal annarra orða, Some Like It Hot. 3. Um 1980 hófst hið svokallaða „íslenska...
5
Mynd dagsins
25
Hjartans kveðja frá Reykjanesi
Þessi ferðalangur á Bleikhóli, við suðurenda Kleifarvatns, ætlaði að finna fyrir honum stóra sem kom svo ekki. Það voru fáir á ferli, enda hafa Almannavarnir beint því til fólks að vera ekki að þvælast að óþörfu um miðbik Reykjanesskagans. Krýsuvíkurkerfið er undir sérstöku eftirliti vísindamanna, því það teygir anga sína inn á höfuðborgarsvæðið. Síðdegis í gær mældust litlir skjálftar óþægilega nálægt Krýsuvíkursvæðinu, sem er áhyggjuefni vísindamanna.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5785
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir. * Fyrri aukaspurning: Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar. * Aðalspurningar: 1. Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann...
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
3
800 skjálftar frá miðnætti
Kvika hefur ekki náð upp á yfirborðið, en skjálftavirkni jókst aftur undir morgun.
Mest deilt
1
Fréttir
16111
Dómsmálaráðherra bregst við bið eftir fangelsisvistun með samfélagsþjónustu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem mun heimila afplánun allt að tveggja ára fangelsisdóma með samfélagsþjónustu. Tilgangurinn er að draga úr bið eftir afplánun og bregðast við auknum fjölda fyrninga dóma.
2
Fréttir
3698
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
3
Þrautir10 af öllu tagi
5696
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
Þrautin í gær er hér. * Aukaspurning: Á myndinni hér að ofan er hluti (aðeins hluti!) af umslagi einnar frægustu hljómplötu 20. aldar. Hver er platan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir hundur Mikka Músar? 2. Hver lék aðalkvenhlutverkið í víðfrægri bandarískri gamanmynd frá 1959? Myndin hét, meðal annarra orða, Some Like It Hot. 3. Um 1980 hófst hið svokallaða „íslenska...
4
Þrautir10 af öllu tagi
5785
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir. * Fyrri aukaspurning: Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar. * Aðalspurningar: 1. Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann...
5
Þrautir10 af öllu tagi
3965
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
6
Pistill
355
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
7
Blogg
445
Þorvaldur Gylfason
Auðlindir í stjórnarskrá
Hér fer á eftir í einni bendu fimm greina flokkur okkar Lýðs Árnasonar læknis og kvikmyndagerðarmanns og Ólafs Ólafssonar fv. landlæknis um auðlindamálið og stjórnarskrána. Greinarnar birtust fyrst í Fréttablaðinu 24. september, 20. október, 19. nóvember og 23. desember 2020 og loks 26. febrúar 2021. 1. VITUNDARVAKNING UM MIKILVÆGI AUÐLINDAHeimsbyggðin er að vakna til vitundar...
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
76236
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
Fréttir
3698
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
64428
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
4
ViðtalHamingjan
43576
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
5
FréttirMorð í Rauðagerði
17
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
6
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
17204
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
42213
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
76236
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127995
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
3
Viðtal
16462
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
5
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
7
Leiðari
71638
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan
14
„Drepið svikarana!“
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
Pistill
355
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
Fréttir
3698
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
Þrautir10 af öllu tagi
3965
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
Mynd dagsins
5
Haninn Hreggviður IV við Dillonshús, musteri ástarinnar
Fimm málsmetandi einstaklingar rituðu í morgun langa grein í Fréttablaðið um að flytja Dillonshús, sem staðsett er á Árbæjarsafni aftur heim. „Heim“ er hornið á Suðurgötu og Túngötu, en þar er nú smekklaust bílastæði. Húsið byggði Dillon lávarður, Sire Ottesen ástkonu sinni og barni þeirra, árið 1853. Húsið stóð þar þangað til það var flutt upp á Árbæjarsafn árið 1961. Húsið hýsir kaffihús safnsins og er helsta matarhola hanans Hreggviðs IV. Hann er líklega einn af fáum sem er mótfallinn flutningum á þessu fína húsi niður í Kvos.
Fréttir
2132
Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar
Fortíð Samfylkingarinnar hafði áhrif á niðurstöðu uppstillingarnar, segir Andrés Magnússon.
Fréttir
16111
Dómsmálaráðherra bregst við bið eftir fangelsisvistun með samfélagsþjónustu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem mun heimila afplánun allt að tveggja ára fangelsisdóma með samfélagsþjónustu. Tilgangurinn er að draga úr bið eftir afplánun og bregðast við auknum fjölda fyrninga dóma.
Þrautir10 af öllu tagi
5785
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Hér er hlekkur á þraut gærdagsins, ekki orð um það meir. * Fyrri aukaspurning: Hvar er myndin hér að ofan tekin? Beðið er um nákvæmt svar. * Aðalspurningar: 1. Árið 1958 stofnuðu þrír ungir bræður frá eyjunni Mön á Írlandshafi hljómsveit. Um svipað leyti fluttu þeir reyndar frá Bretlandseyjum með fjölskyldu sinni, og þeir voru síðan oft kenndir við þann...
Menning
18
Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós
Tónlistarmyndin When We Are Born afhjúpar persónulega sögu síðustu plötu Ólafs Arnalds. Hún var tekin upp síðasta sumar, en verður frumsýnd á netinu 7. mars.
Mynd dagsins
25
Hjartans kveðja frá Reykjanesi
Þessi ferðalangur á Bleikhóli, við suðurenda Kleifarvatns, ætlaði að finna fyrir honum stóra sem kom svo ekki. Það voru fáir á ferli, enda hafa Almannavarnir beint því til fólks að vera ekki að þvælast að óþörfu um miðbik Reykjanesskagans. Krýsuvíkurkerfið er undir sérstöku eftirliti vísindamanna, því það teygir anga sína inn á höfuðborgarsvæðið. Síðdegis í gær mældust litlir skjálftar óþægilega nálægt Krýsuvíkursvæðinu, sem er áhyggjuefni vísindamanna.
Blogg
445
Þorvaldur Gylfason
Auðlindir í stjórnarskrá
Hér fer á eftir í einni bendu fimm greina flokkur okkar Lýðs Árnasonar læknis og kvikmyndagerðarmanns og Ólafs Ólafssonar fv. landlæknis um auðlindamálið og stjórnarskrána. Greinarnar birtust fyrst í Fréttablaðinu 24. september, 20. október, 19. nóvember og 23. desember 2020 og loks 26. febrúar 2021. 1. VITUNDARVAKNING UM MIKILVÆGI AUÐLINDAHeimsbyggðin er að vakna til vitundar...
Fréttir
1840
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir