Fréttir

Vísar ábyrgðinni á embættismenn: „Ég var erlendis á þessum vikum“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist enga aðkomu hafa haft að ákvörðun um að veita ekki aðgang að gögnum um mál Roberts Downey.

„Ég var erlendis á þessum vikum svo því sé haldið til haga,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um synjun ráðuneytisins á upplýsingabeiðnum um mál Roberts Downey í sumar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði ráðherra um aðkomu sína að þeirri ákvörðun á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem nú stendur yfir.

Hún sagðist enga aðkomu hafa haft að ákvörðunum um að birta ekki gögnin, heldur einungis sérfræðingar og embættismenn dómsmálaráðuneytisins.

Sem kunnugt er komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál síðar að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að dómsmálaráðuneytið hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en eðlilegt væri samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. 

Robert Downey

Aðspurð hvers vegna ekki hefði verið haft samband við umsagnaraðila Roberts Downey áður en ráðuneytið synjaði brotaþolum og fjölmiðlum um aðgang að gögnunum beindi ráðherra talinu að þeirri skoðun sinni að rétt væri að hafa samband við umsagnaraðila á þeim tíma sem umsögnum þeirra sem sækja um uppreist æru er skilað inn í ráðuneytið.

Sigríður gekkst ekki við því að hafa gefið ranga mynd af viðbrögðum ráðuneytisins við upplýsingabeiðnum með því að láta að því liggja að ráðuneytið sjálft hefði vísað málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 

„Ég hef aldrei haldið því fram að ég eða ráðuneytið hafi ákveðið að leita til úrskurðarnefndarinnar,“ sagði hún og sakaði Þórhildi Sunnu um útúrsnúning eftir að hún varpaði fram spurningu um málið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins